Næturlest til Lissabon

Pascal MercierRaimund Gregorius er kennari í svissneskum menntaskóla, öðrum fremri í sínu fagi, vinsæll og vel liðinn sérfræðingur í "dauðum" tungumálum, forngrísku og latínu og að auki sérfróður í fornaldarhebresku, þó hann sé óneitanlega hálf myglaður, svo hefur hann helgað sig fræðunum að hann hefur eiginlega gleymt að lifa lífinu, gleymt að upplifa hversdagslega hluti eins og fjölskyldu og félagslíf. Víst er hann enginn furðufugl og þó; í augum nemenda sinna, sem kalla hann Mundus, er hann stofnun en ekki manneskja, 

Morgun einn er hann á leið í vinnuna er hann hittir fyrir tilviljun portúgalska konu og hrífst svo af henni og tungumálinu að hann fer og kaupir fyrstu portúgölsku bókina sem hann kemst yfir hjá fornbókasala og áður en hann veit af, samdægurs, er hann á leið til Lissabon með næturlestinni, yfirgaf skólann, og líf sitt allt reyndar, án þess að kveðja kóng eða prest.

Bókin sem hann keypti var eftir portúgalskan lækni og ljóðskáld, Amadeu de Prado, og eftir að hafa lesið bókina verður Gregorius heltekinn af löngun til að fræðast um höfundinn. í Lissabon kemst hann svo að því að Prado er allur, lést úr heilablæðingu nokkrum dögum áður, en Gregorius heldur leitinni áfram og smám saman lýkst upp líf Prados fyrir honum um leið og hann fer að fleta síðunum í sinni eigin lífsbók.

Þetta er nokkurn veginn lýsing á söguþræðinum á nýrri bók svissneska heimspekingsins Pascal Merciers (sem heitir í raun Peter Bieri). Bókin, Night Train to Lisbon heitir hún upp á ensku, vakti mikla athygli er hún kom út í Þýskalandi og hefur einnig ver vel tekið víðar, selst í ríflega tveimur milljónum eintaka. Hún fellur í flokk bóka sem er á köflum frekar heimspeki- eða bókmenntalegar hugleiðingar og ná oftar en ekki milljónasölu; sjá til að mynda verk Umberto Ecos, Antonio Tabucchis, Carlos Ruiz Zafóns og Bernhard Schlinks. Í bókum þeirra er atburðarásin og spennan undirliggjandi, það gerist ekkert á yfirborðinu en undir niðri eru átök; menn takast á við hinstu rök tilverunnar og þroskast á glímunni.

Sumir hafa gagnrýnt bókina fyrir það að í henni gerist ekkert og víst hefði Mercier mátt vera gagnorðari. Það þó svo að það hversu hæg framvindan er í bókinni gerir hana skemmtilegri. Eini verulegi gallinn á henni er þó þýðingin enska sem er stirð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 117468

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband