Bloggarar eru ekki blaðamenn

Á námskeiði fyrir rokkblaðamenn í Árósum í vor var meðal fyrirlesara David Fricke, hinn kunni blaðamaður Rolling Stone. Hann hóf sitt spjall á eftirfarandi staðhæfingu: "Bloggarar eru ekki blaðamenn" og útskýrði það síðan með því að bera saman vinnubrögð á Rolling Stone og það sem bloggarar ástunda. Af lýsingu Frickes mátti reyndar ráða að íslenskir blaðamenn eru þá ekki blaðamenn heldur, enda hafa þeir ekki aðstoðarmenn og fjölda ritstjóra yfir sér (einn kannar staðreyndir, annar myndanotkun, enn annar inntak og svo má telja) líkt og stjörnublaðamenn á milljónatímariti vestan hafs. Hann hafði þó nokkuð til síns máls - vissulega eru bloggarar ekki blaðamenn þó að blaðamenn séu stundum bloggarar.

Það sem alla jafna er kallað tónlistarblogg er bloggsíður þar sem hægt er að nálgast tónlist, löglega eða ólöglega, en einnig er til legíó af bloggsíðum þar sem fjallað er um tónlist á ýmsan hátt, birtir plötudómar, viðtöl og ýmislegar greinar. Fyrir vikið hafa æ fleiri af þeim sem áhuga hafa á tónlist snúið sér að því að lesa bloggsíður samhliða lestir á músíkvefritum og því hallar heldur á tónlistartímarit, sem sum hver eiga nú erfiða daga.

Það er algengt að maður tekist á það í tónlistartímaritum að menn geri lítið úr bloggurum og því kom ádrepa Frickes ekki á óvart; einn ótíndur bloggari hefur ekki roð við apparatinu sem stendur að einu tónlistartímariti og getur til að mynda ekki skrifað eins lærðar greinar og umfangsmiklar eins og sjá má í Rolling Stone, nú eða bresku tómaritunum Mojo eða Q. Á móti kemur að hann getur komið með sjónarhorn sem er skemmtilegt, verið með aðra sýn á tónlistina er þá sem almennt er viðurkennd og leyft sér galgopaskap sem aldrei yrði liðinn á virðulegum prentmiðli.

Tímaritin hafa sum brugðist við þessu með því að verða blogg-legri , ef svo má segja, reynt að létta skrifin, leyfa pennum að viðra skoðanir sínar í ríkari mæli og eins hafa þau mörg farið að vísa í það að þetta og hitt sé hægt að finna á netinu, benda jafnvel á það í plötudómi hvaða lag af plötunni maður eigi að leita upp á netinu og þó gefið sé í skyn að það eigi að vera á löglegan hátt.

Það er líka hægt að fara í hina áttina, styrkja sig á sviði sem bloggaraherinn ræður ekki við, verða faglegri og vandaðri eins og Q gerði fyrir stuttu, breytti sniði blaðsins og framsetningu. Það getur þó verið hættuspil, því þeir sem hafa fræðilegan áhuga á tónlist eru ekki svo margir þegar grannt er skoðað og eins er ekki endalaust hægt að halda út mánaðarriti. Sjá til að mynda hvernig hið ágæta blað Mojo er sífellt að skrifa um sömu listamennina.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.  Fróðleg lesning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 117477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband