Merkilegur dómur

Það kemur ekki á óvart að Bubbi skuli hafa unnið málið, en dómurinn gefur að mínu viti merkilegt fordæmi varðandi myndbirtingar af fólki á förnum vegi.

Þegar umræddar myndir voru teknar var gagnáfrýjandi eins og áður sagði á ferð um Reykjavík í bifreið sinni. Mátti hann við þær aðstæður með réttu vænta þess að friðhelgi einkalífs síns yrði virt. Sú friðhelgi var brotin með birtingu fyrrgreindra mynda ...

segir í dómnum. Semsagt: óheimilt er að taka myndir af fólki á förnum vegi, til að mynda á ferð í eigin bifreið, og birta í fjölmiðlum. Nú brestur mig lögfræðiþekking til að rekja þetta mál lengra, en má ekki segja að hér bergmáli Karólínudómurinn þýski?


mbl.is Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er mig ekki að minna rétt fór Bubbi ekki fram á 20 millur í sárabætur.  Og var ekki blaðið sjálft sýknað af kærum ?  Þetta er ef til vill spurning um friðhelgi einkalífs.  Og þá finnst mér bara að héðan í frá eigi menn bara að láta Bubba karlinn alveg eiga sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Orri Harðarson

Alltaf gaman þegar að menn sem hafa manipúlerað fjölmiðla í áratugi fá "uppreisn æru" í nafni friðhelginnar. Í skjóli friðhelgi einkabílsins.

Orri Harðarson, 2.3.2007 kl. 05:10

3 Smámynd: Árni Matthíasson

Ekki ætla ég að hætta mér í umræðu um það hvort og hvernig ég hef verið "manipúleraður" í gegnum tíðina og alls ekki vil ég taka þátt í Þórðargleði yfir því að Bubbi hafi "bara" fengið 700 þúsund í bætur.

Kjarni málsins finnst mer vera að staðfest er með dómi Hæstaréttar að opinberar persónur njóti líka friðhelgi einkalífs, en út á það gekk Karólínudómurinn frægi. Mér finnst ástæða til að fagna því enda eiga allir að njóta mannréttinda. Líka fræga fólkið.

Árni Matthíasson , 2.3.2007 kl. 09:01

4 Smámynd: Svansson

Þetta er frekar sérstakt, ekki síst þegar maður hugsar til þess að lögreglan notast við myndavélar við eftirlit. 

Ef fréttin skýrir rétt frá dómnum má ljósmyndari ekki nota mynd sem hann tekur af almannafæri nema vera þess fullviss það sé í góðri sátt viðkomandi myndefnis - nema ef myndin er tekin við aðstæður þar sem búast má við ljósmyndurum.

Það er kannski ekkert vitlaust - en þarna virðist samt vera um að ræða dóm sem breytir "leikreglunum" ef svo má segja.  

Svansson, 2.3.2007 kl. 17:25

5 Smámynd: Árni Matthíasson

Sælinú Svansson.

Það er ekki nóg að lesa fréttina, þú verður líka að lesa dómin. Í honum segir svo:

"Friðhelgi einkalífs nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar metnar eru þær skorður sem friðhelgi einkalífs setur tjáningarfrelsinu [...] skiptir grundvallarmáli hvort hið birta efni, myndir eða texti, geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings. Þær myndir sem hér eru til umfjöllunar tengjast á engan hátt slíkri umræðu. Tilgangur birtingar þeirra sýnist hafa verið sá einn að svara ætluðum áhuga almennings á einkamálefnum gagnáfrýjanda og framsetningin á forsíðu blaðsins miðuð við að auka sölu þess."

Úr þessu les ég ekki þá þjóðarvá sem ýmsir blaðamennn tekja yfirvofandi. Ekki heldur það að ljósmyndari megi ekki nota mynd sem hann tekur á almannafæri nema með leyfi þess sem myndin ef af. Tilgangurinn með birtingunni skiptir höfumáli, þ.e. hvort hún geti "talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings". Dæmin sanna að blaðamönnum og ritstjórum er ekki alltaf treystandi til að taka slíkar ákvarðanir og því gott að tekin séu af tvímæli fyrir dómi. 

Árni Matthíasson , 3.3.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: Árni Matthíasson

Í dómnum segir: "skiptir grundvallarmáli hvort hið birta efni, myndir eða texti, geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings" og ég tek undir það. Mér finnst það ekki geta talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu hvort Bubbi sé að reykja eða ekki og þá gildir einu þó hann hafi sagst vera hættur í Séð og heyrt.

Árni Matthíasson , 7.3.2007 kl. 08:41

7 identicon

Sæll Árni,

 Ég er ekki sammála því sem þú segir í athugasemd nr 7 um að það skipti ekki máli hvort Bubbi hafi hætt "opinberlega"

Hann var um árabil virkur í forvarnarstarfi (m.a. styrktur af ESSO) og má því ætla að hann hafi haft af því hag að básúna um sitt heilbrigða líferni. Að sama skapi hlýtur það að rýra trúverðugleika hans sem (launaðs?) heilsupostula sjáist til hans reykjandi.

Miðað við þetta; þ.e. að hann blandar sér með virkum hætti í umræðu um forvarnir og að hann hafi haft af því tekjur (ok. ég viðurkenni að ég gef mér þann hluta) sé ég ekki að þetta geti verið einkamál. Spurningin hlýtur því að vera sú hvar atvinnuhagsmunir enda og einkalíf tekur við hjá fólki sem "er sitt eigið vörumerki" eins og Bubbi.

Semsagt: Vegna þess að hann hefur kosið að gera sig gildandi sem forvarnamann hljóta reykingar hans að eiga erindi, enda draga þær úr trúverðugleika hans.

Pétur Maack (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:49

8 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Pétur.

Eins og þú nefnir var Bubbi virkur í forvarnastarfi gegn fíkniefnum og fékk hugsanlega greitt fyrir það starf. Það forvarnastarf snerist ekki um tóbaksreykingar.

Fyrirsögn á forsíðu téðs blaðs var rætin tilraun til að breiða út óhróður og fyrir slíku eiga allir að njóta verndar. Líka þeir sem manni er hugsanlega illa við. Líka þeir sem eru frægir. Ég var þó ekki að beina sjónum að því heldur því að dómurinn staðfestir að allir njóti friðhelgi einkalífs. Líka Bubbi Morthens.

Ég tel það ekki þátt í almennri þjóðfélagsumræðu hvort Bubbi Morthens sé byrjaður að reykja og ekki man ég til þess að hann hafi komið fram sem "heilsupostuli", heldur sem maður sem ánetjast hafði vímuefnum og náð tökum á þeirri fíkn, fór í skóla til að ræða um fíkniefnaneyslu sína. Það að hann hafi sagst vera hættur að reykja sviptir hann ekki almennri friðhelgi, skerðir ekki mannréttindi hans, að mínu viti.

Árni Matthíasson , 8.3.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband