Fótbolti fyrir hugsandi menn

Mér finnst ástæða til að vekja athygli manna á þeirri ágætu bók The Thinking Fans Guide to the World Cup, en í henni er fjallað um fótboltakeppnina miklu frá skemmtilegu sjónarhorni. Ýmsir mætir menn, rithöfundar og fleiri, voru fengnir til að skrifa um löndin sem þátt taka í kepninni og þá ekki endilega á fótboltalegum forsendum. Eins er að finna í bókinni ýmsar tölfræðilegar upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á slíku.

Í bókinni kemur einnig fram, og er rökstutt rækilega, hvað þjóðir þurfa til að ná langt í HM:

  • Tilheyra Evrópusambandinu
  • Vera nýfrjáls
  • Nýlenduherrar sigra nýlendur (ekki þó Frakkar Senegala)
  • Illt er að vera olíuframleiðsluþjóð
  • Ekki vera of frjálslynd í fjármálum

Best af öllu er þó að vera Brasilía. 

Bókin er víst uppseld en meira væntanlegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 117516

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband