Skemmtilega bresk og blátt áfram

Ekki er langt síðan söngkonan Sandi Thom var á allra vörum fyrir "útsendingar" hennar yfir Netið sem gert hefðu hana að stjörnu. Á daginn kom að útsendingarnar fóru líklega aldrei fram, en segir sitt hvað menn eru spennir yfir þeim möguleikum sem Vefurinn gefur tónlistarmönnum að allir voru tilbúnir til að trúa því. Nú hampa menn söngkonunni Lily Allen sem nýtti sér Vefinn til að safna vinum og búa þannig í haginn fyrir tónlistarferil sem hófst svo með látum í vor. Það er og hið besta mál, því Thom er óttaleg tilgerðartuðra, umbúðir án innihalds, en Allen skemmtilega bresk og blátt áfram.

Lili Allen er dóttir breska grínarans Keith Allen, en hafði víst lítið af honum að segja sem barn þó það hafi komið góðs síðar. Eins og hún hefur lýst æsku sinni var hún á síðfelldu flandri með móður sinni, alltaf að flytja milli hverfa í Lundúnum, fædd í Hammersmith en segist hafa búið einhvern tíma í öllum hverfum meira og minna sem sést meðal annars af því að hún var í þrettán skólum á aldrinum fimm til fimmtán ára. Getur nærri að henni hafi reynst erfitt að eignast vini en hún fann sér fróun í bókmenntum og tónlist.

Allen varð snemma sjálfri sé nóg og þótti ódæl, reki úr skólum og strauk að heima, fór meðal annars á Glastonbury hátíðina þegar hún var fjórtán ára. þegar hún var fimmtán ára var ljóst að hún átti ekki heima í skóla og hætti, hékk heima og samdi lög. Það haust fór hún með fjölskyldunni í sólarferð til Ibiza og fékk síðan leyfi til að vera eftir, sagðist vera komin gistingu hjá vinum, en hún var í raun ein á ferð, bjó á farfuglaheimili, vann í plötubúð á daginn og seldi alsælu á kvöldin.

Á Ibiza komst hún í kynni við útsendara plötufyrirtækis sem kom henni á samning við  Warner útgáfuna, en hún heldur því fram sjálf að samninginn hafi hún fengið vegna ætternis fyrst og fremst. Þegar til Englands var komið komst hún síðan að því að Warner var eiginlegs ekki að semja við hana vegna hennar eigin tónlistar heldur voru menn þar á bæ að leita að stúlku í stúknahljómsveit sem heita átti Sugababes.

Þetta var nokkuð annað en Allen hafði ætlað sér og kemur kannski eki á óvart að ekkert varð úr útgáfu hjá Warner að svo stöddu og samningurinn felldur út gildi. Hún var þó ekki hætt að fást við tónlist, hélt áfram að semja og tók upp lög.

Haustið 2005 gerði hún annan samning, að þessu sinni við Regal Records, sem er reyndar í eigu sama risa og á Warner. Allen segir svo frá að þessi útgefandi hafi líka viljað móta hana eftir sínu höfði, fá þautreynda lagasmiði til að semja fyrir hana lög og útlitssmiði til að kenna hennu að klæða sig og hreyfa. Hún fór þó sínu fram, kom sér upp MySpace síðu og bloggaði það sem mest hún mátti á milli þess sem hún etti inn kynningarupptökur af lögum á væntanlega sólóskífu.

MySpace svínvirkaði, svo vel reyndar að varð kveikja að umfjöllun blaða og tímarita sem ýtti svo undir enn frekara umtal. Þegar fyrsta smáskífan, LDN, kom út í apríllok var hún með tilbúinn gríðarstóran áheyrendahóp sem skilaði laginu á toppinn á breska smáskífulistanum. Fyrsta stóra platan, Alright, Still, kom svo út fyrir stuttu, fyrst í takmörkuðu vínylupplagi 3. júlí sl. og síðan almenn útgáfa 17. júlí.

Þegar hlustað er á Alright, Still kemur vel í ljós hve fjölbreyttan tónlistarsmekk Lily hefur þar ægir öllum saman frá léttu sumarlegu poppi eins og í laginu vinsæla LDN, í skalega sveiflu eins og heyra má í upphafslagi plötunnar, Smile. Söngurinn er líka fjölbreyttur, alla jafna ekki svo langt frá talsöng að hætti Mike Skinner, en hún getur líka sungið. textarnir eru svo sérstakur kapítuli útaf fyrir sig, kæruleysislegir en þó útpældir. Garnan er fjallað niðrandi um fyrrverandi kærasta eða fyrrverandi vinkonur og fyrir vikið flokka sumir Allen sem bitchpop. Hún er þó ekki bara að syngja um sína fyrrverandi - sjá til að myndatextann við LDN þar sem meðal annars er sungið um að ekki sé allt sem sýnist; strákurinn sem tekur að sér að bera þungu bónuspokana fyrir gömlu konuna er að ræna hana.

There was a little old lady who was walking down the road
She was struggling with bags from Tesco
There were people in the city having lunch in the park
I believe that is called alfresco
Then a kid came along to offer a hand
But before she had time to accept it
Hits her over the head, doesn't care if she's dead
'Cause he's got all her jewelry and wallet

MySpace hefur dugað Lili Allen vel til að komast á samning, en þó takmarkinu sé eiginlega náð heldur hún áfram að skrifa inn á það og rétt að benda fólki á að kíkja þar inn, hún er oft hressilega hreinskilin og skemmtilega ósvífin, sjá: www.myspace.com/lilymusic.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Elstu dæmi um philander í ensku eru þar sem orðið er notað sem lýsingarorð og þýddi þá ann mönnum eða manni (Filandro hér pilturinn í Orlando Furioso sem Gabrina elskaði og spillti). Síðari merking varð síðan ástmaður, svo loks flagari. Núorðið er það aðallega notað um eðlunarfúsa menn en sjaldnar um yxna konur. Bendi á að philander er einnig notað yfir spóluorm í fálkum (oftast skrifað filander) og nokkur dýr ólíkrar gerðar (macropus brunnii (eftir Philander de Bruyn sem fyrstur lýsti skepnunni), didelphys philander og perameles lagiotis).

Flandur í íslensku er erfiðara að rekja. Til er í frönsku orðið flaneur og þýðir röltandi maður. Það orð rataði í dönsku og þýddi þar það flækingur.

Það er þekkt í gömlu sjómannamáli að flandra og þá átt við að kippa (færa sig til í leit að fiski).

Árni Matthíasson , 11.8.2006 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 117564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband