Under byen - Samme stof som stof

Under Byen - Af samme stof som stofStofnendur Árósasveitarinnar Under byen eru stöllurnar Katrine Stochholm og Henriette Sennenvaldt sem stofnuðu hljómsveit í Hinnerup skammt utan við Árósa haustið 1995 - Sennenvaldt samdi texta og söng og Stochholm lék á hljómborð og samdi lögin. Fljótlega fengur þær til liðs við sig fleiri hljóðfæraleikara, strengja-, slagverks- og blásturshljófæraleikara, en alla jafna er sjö til átta í sveitinni.

Fyrsta smáskífan, Puma, kom út skömmu fyrir jól 1997 og í kjölfarið hóf sveitin eiginlegt tónleikahald í Árósum og víðar og vakti snemma ekki bara athygli fyrir hljóðfæraskipan og frumlegar lagasmíðar, heldur ekki síst fyrir það að vera með danska texta, sem tíðkaðist varla í Danmörku á þeim árum og tíðkast varla enn. Athyglin varð til þess að sveitinni bauðst plötusamningur vorið 1999 og fyrsta stóra platan, Kyst, var hljóðrituð í Stokkhólmi þá um haustið. Skífan kom út í nóvember og fékk fína dóma, framúrskarandi dóma reyndar, í flestum blöðum.

Ekki löngu eftir að Kyst kom út hætti Katrine Stochholm að spila með sveitinni nema á stöku tónleikum heima í Árósum, en samdi áfram lög og spilaði með í hljóðveri. Í hennar stað kom píanóleikarinn Thorbjørn Krogshede, fyrst sem getahljóðfæraleikri, en síðan sem fullgildur meðlimur og er í dag annar helsti lagasmiður Under byen, en Stochholm hætti á 2004.

Önnur breiðskífa Under byen, Det er mig der holder træerne sammen, kom út vorið 2003 og um sumarið lék sveitin á Spot hátíðinni Árósum sem er helsta kynningarhátíð danskra (og norrænna) hljómsveita ár hvert. Ég var svo heppinn að vera frammi í anddyri á tónleikahöllinni í Árósum þegar Under byen spilaði, enda fengu þau ekki inni á aðalsviði hátíðarinnar. Með mér þar var David Fricke, blaðamaður Rolling Stone, sem lofaði sveitina í hástert í blaði sínu og kallaði hana bestu hljómsveit Danmerkur, ef ekki heims.

Í kjölfar umfjöllunar Frickes fékk Under byen talsverða athygli utan Danmerkur sem vonlegt er og Det er mig der holder træerne sammen var gefin út víða um heim.  Áhugi á sveitinni utan Danmerkur seinkaði vinnu við næstu breiðskífu Under Byen en hún kom loks út í vor og heitir Samme stof som stof. Tónlistin er heldur harðari en á fyrri skífum sveitarinnar, en engu að síður frumleg og skemmtileg sem forðum og sannar að Samme Under byen er ein helsta hljómsveit Danmerkur nú um stundir og ekki margar sveitir sem standa henni á sporði á Norðurlöndunum öllum.


Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband