Cat Power

Með eftirminnilegustu tónleikum ársins var þegar Cat Power lék í Nasa. Maður þurfti reyndar að vera framarlega, þ.e. nálægt sviðinu, til að heyra almennilega í henni, enda mikið skvaldur á staðnum, glasaglaumur og urgandi kaffivélar. Nokkrir hafa kvartað yfir þeim tónleikum í mín eyru, en ég geri ráð fyrir að það sé liðið sem stóð á skvaldrinu.

Þessir tónleikar Chan Marshall rifjast upp fyrir mér þar sem ég sit og hlusta á nýju plötuna hennar, The Greatest: "Once I wanted to be the greatest" byrjar hún, "and then came the rush of the flood, stars at night turned you to dust".

Upphafslagið er nokkuð dæmigert Cat Power-lag, píanólag, en skreytt með fleiri hljóðfærum, rafgítar, trommum, fiðlum og bakröddum. Önnur lög skera sig úr, útsetningar hnitmiðaðri en vill verða á Cat Power-plötum og hrynhiti meiri. Bestu lögin: The Greatest, Could We, Lived in Bars, The Moon (sem minnir ekki svo lítið á Lucindu Williams til að byrja með í það minnsta), Living Proof, Wille (óðurinn um Willie Deadwilder genginn aftur, nú ekki nema sex mínútur en ekki rúmar átján eins og á Speaking for Trees), Hate, einkar áhrifamikið lag, og svo lokalagið Love and Communication.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 117519

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband