Færsluflokkur: Íþróttir

Bless, Spánn

Þó spænska liðið hafi verið eitt það skemmtilegasta í HM að þessu sinni og spilað á tíðum snilldarlega vel er það með litlum trega sem ég sé á eftir því úr keppninni. Málið er nefnilega að það dragnast með ómögulegan þjálfara, fordómafantinn Luis Aragones, sem kallaði Thierry Henry negro de mierda, svartan skít, og fékk litlar skammir fyrir í heimalandinu. Það var svo til að kóróna niðurlægingu Aragones að þeldökkur leikmaður, Patrick Vieira, skoraði markið sem gerði út um vonir Spánverja.
mbl.is Frakkar slógu Spánverja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti fyrir hugsandi menn

Mér finnst ástæða til að vekja athygli manna á þeirri ágætu bók The Thinking Fans Guide to the World Cup, en í henni er fjallað um fótboltakeppnina miklu frá skemmtilegu sjónarhorni. Ýmsir mætir menn, rithöfundar og fleiri, voru fengnir til að skrifa um löndin sem þátt taka í kepninni og þá ekki endilega á fótboltalegum forsendum. Eins er að finna í bókinni ýmsar tölfræðilegar upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á slíku.

Í bókinni kemur einnig fram, og er rökstutt rækilega, hvað þjóðir þurfa til að ná langt í HM:

  • Tilheyra Evrópusambandinu
  • Vera nýfrjáls
  • Nýlenduherrar sigra nýlendur (ekki þó Frakkar Senegala)
  • Illt er að vera olíuframleiðsluþjóð
  • Ekki vera of frjálslynd í fjármálum

Best af öllu er þó að vera Brasilía. 

Bókin er víst uppseld en meira væntanlegt


Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband