Klipptur og skorinn Oliver Twist

Oliver TwistÞessi pistill byrjaði sem athugasemd við athugasemd við góða færslu um dálæti lögreglustjóra vor á Oliver Twist á Krummablogginu en teygðist svo úr henni að betur fer á að láta hana standa eina og sér.

Ekki kemur á óvart og svo grandvar og góður maður sem Stefán Eiríksson er hafi dálæti á þeirri fínu bók Oliver Twist og gera má ráð fyrir að hann sé gefinn fyrir fleiri bækur eftir þennan mikla meistara Charles Dickens. Í gegnum tíðina hafa bókmenntafræðingar átt það til að hnýta í hann fyrir að vera ekki nógu agaður, vandaður, sjálfum sér samkvæmur og guðmávitahvað, en þeir sem lesið hafa Dickens vita að það þar fer einn að helstu rithöfundum sögunnar, svo mikið er víst.

Charles Dickens var óhemju afkastamikill höfundur, eftir hann liggja fimmtán langar skáldsögur, talvert af öðrum skrifum og bréf hans skipta þúsundum (þess má geta til gamans að í bókum Dickens koma fyrir 13.143 persónur).  Áðurnefnd Oliver Twist var önnur skáldsaga hann og birtist sem framhaldssaga á árunum 1837 til 1839. Nú veit ég ekki hvaða útgáfu af Oliver Twist Stefán heldur upp á en í athugasemd Péturs Blöndal við fyrrnefnda færslu vitnar hann í bók sem bróðir hans fékk gefins "frá afa og ömmu á Rauðalæk". Af tilvitnuninni má ráða að þar sé um að ræða þýðingu Hannesar J. Magnússonar sem Æskan gaf út í fyrsta sinn 1943, en JPV gaf hana aftur út á síðasta ári. Sú þýðing er líklega gerð úr dönsku og mikið stytt; íslenska útgáfan er 367 síður með myndum og 10 punkta letri, en til samburðar má nefna að ensk útgáfa Oliver Twist frá Penguin, kilja með smáu letri, ca 8 punkta, er 477 síður.

Pétur vitnar í fræga uppákomu í bókinni þegar Oliver litli biður um meira af lapinu sem drengirnir fengu í kvöldverð:

"Ekki vænti ég, að ég megi biðja ráðsmanninn um meiri mat?"

Naumast verður með orðum lýst þeim áhrifum, sem þessi orð Olivers höfðu. Oliver var sjálfur næstum utan við sig af því að hugsa til þess, að hann hefði haft einurð til þess að mæla þessi orð. Ráðsmaður mátti ekki mæla fyrir skelfingu. Um stund starði hann á óróasegginn höggdofa, greip því næst hendi sinni til ketilsins til þess að styðja sig við falli. Eldakonurnar voru sem lostnar þrumu af undrun en drengirnir af ótta.

"Hvað var það sem þú sagðir?" mælti ráðsmaður og var þungt um mál.

"Ég bað ráðsmanninn um ofurlítið meira," svaraði Oliver aftur.

Ráðsmaður gaf nú Oliver utan undir með eysilnum, greip í öxl honum og kallaði hárri röddu á umsjónarmanninn.

Þetta kveld sat stjórnarnefndin á fundi og ræddi alvarleg málefni. Vissi hún ekki fyrr en signor Bumble æddi inn í salinn og var á honum fát mikið; gekk hann rakleiðis fyrir manninn í háastólnum og mælti:

"Herra Limbkins, Oliver Twist hefur beðið um meira!"

Felmtri sló á alla stjórnarnefndarmenn við þessi orð.

"Beðið um meira?" mælti maðurinn í háa stólnum.

"Verið þér nú rólegur, signor Bumble, og svarið mér greinilega. Á ég að skilja orð yðar svo, að hann hafði beðið um meira, eftir að hann hafði neytt þess matar, er honum bar að réttu samkvæmt reglugerðinni?"

"Já, það gerði hann, velæruverðugi herra!" svaraði Bumble.

"Hann hættir ekki fyrr en hann verður hengdur, og sannið þið nú til," mælti maðurinn í hvíta vestinu.

Enginn varð til að andmæla spádómi hans. Nú var haldinn fundur um þetta mál og var mönnum mikið niðri fyrir. Oliver var settur í varðhald þegar í stað, og næsta morgun var fest upp auglýsing og 90 krónum heitið hverjum manni, er létta vildi Oliver af sveitinni. Með öðrum orðum: 90 krónum og Oliver var heitið heitið hverjum þeim, karli eða konu, er óskaði lærlings í hverja iðn eða starf sem var.

"Aldrei hefi ég alla mína ævidaga verið eins sannfærður um nokkurn hlut, eins og ég er um það, að þessi drengur hættir ekki fyrr en hann verður hengdur," mælti maðurinn í hvíta vestinu, þegar hann las auglýsinguna næsta dag.

Þetta er skemmtileg frásögn, en heldur flöt ef litið er til upprunalegs texta:

'Please, sir, I want some more.'

The master was a fat, healthy man; but he turned very pale. He gazed in stupefied astonishment on the small rebel for some seconds, and then clung for support to the copper.  The assistants were paralysed with wonder; the boys with fear.

'What!' said the master at length, in a faint voice.

'Please, sir,' replied Oliver, 'I want some more.'

The master aimed a blow at Oliver's head with the ladle; pinioned him in his arm; and shrieked aloud for the beadle.

The board were sitting in solemn conclave, when Mr. Bumble rushed into the room in great excitement, and addressing the gentleman in the high chair, said,

'Mr. Limbkins, I beg your pardon, sir!  Oliver Twist has asked for more!'

There was a general start.  Horror was depicted on every countenance.

'For 'more'!' said Mr. Limbkins.  'Compose yourself, Bumble, and answer me distinctly.  Do I understand that he asked for more, after he had eaten the supper allotted by the dietary?'

'He did, sir,' replied Bumble.

'That boy will be hung,' said the gentleman in the white waistcoat.  'I know that boy will be hung.'

Nobody controverted the prophetic gentleman's opinion.  An animated discussion took place.  Oliver was ordered into instant confinement; and a bill was next morning pasted on the outside of the gate, offering a reward of five pounds to anybody who would take Oliver Twist off the hands of the parish.  In other words, five pounds and Oliver Twist were offered to any man or woman who wanted an apprentice to any trade, business, or calling.

'I never was more convinced of anything in my life,' said the gentleman in the white waistcoat, as he knocked at the gate and read the bill next morning: 'I never was more convinced of anything in my life, than I am that that boy will come to be hung.'

Annað dæmi um hve íslenska þýðingin er ólík frumtextanum er upphaf bókarinnar. Fyrsta málsgrein upprunalegrar útgáfa er svo:

Among other public buildings in a certain town, which for many reasons it will be prudent to refrain from mentioning, and to which I will assign no fictitious name, there is one anciently common to most towns, great or small: to wit, a workhouse; and in this workhouse was born; on a day and date which I need not trouble myself to repeat, inasmuch as it can be of no possible consequence to the reader, in this stage of the business at all events; the item of mortality whose name is prefixed to the head of this chapter.

Þýðingin hefst svo:

Í borginni Modfog var fátækrahæli, eins og í flestum öðrum borgum. Og í þessu fátækrahæli fæddist Oliver Twist.

Væntanlega hefur þessi útgáfa Æskunnar verið sérsniðin fyrir ungmenni og þýsk ungmenni fengu álíka takteringar því til er þýsk útgáfa af bókinni sem hefst svo:

Unter anderen öffentlichen Gebäuden befindet sich in Modfog, wie in den meisten großen und kleinen Städten, auch ein Armenhaus; in diesem wurde an einem Tag, dessen genaues Datum für den Leser unwichtig ist, Oliver Twist geboren.

Eins og sjá má er íslenska útgáfan enn styttri en sú þýska, þrjátíu og sex orð verða að átján. Sú þýska er líka aðeins nær upprunalegum texta, "on a day and date which I need not trouble myself to repeat" / "an einem Tag, dessen genaues Datum für den Leser unwichtig ist"

Þó er þýska útgáfan litlu betri en sú íslenska, sjá til að mynda næstu málsgrein:

Noch lange, nachdem der Arzt ihn in diese Welt der Sorgen und Mühen befördert hatte, war es sehr ungewisse ob er am Leben bleiben würde. Es war äußerst schwierig, ihn zum Atmen zu bringen; er lag keuchend und zuckend gleichsam auf der Grenzscheide dieser und jener Welt. Es war niemand in seiner Nähe außer einer alten, ein wenig vom Bier benebelten Frau und dem Armenarzt, der die Geburtshilfe kontraktmäßig leistete. Das Ergebnis war, dass Oliver endlich den Hausbewohnern sein Erscheinen in der Welt durch ein lautes Schreien ankündigte.

Als er dieses Lebenszeichen gab, hob eine bleiche, junge Frau den Kopf vom Kissen und flüsterte mit matter Stimme: "Lasst mich das Kind sehen und sterben."

Sem hljóðar svo í frumtextanum:

For a long time after it was ushered into this world of sorrow and trouble, by the parish surgeon, it remained a matter of considerable doubt whether the child would survive to bear any name at all; in which case it is somewhat more than probable that these memoirs would never have appeared; or, if they had, that being comprised within a couple of pages, they would have possessed the inestimable merit of being the most concise and faithful specimen of biography, extant in the literature of any age or country.

Although I am not disposed to maintain that the being born in a workhouse, is in itself the most fortunate and enviable circumstance that can possibly befall a human being, I do mean to say that in this particular instance, it was the best thing for Oliver Twist that could by possibility have occurred.  The fact is, that there was considerable difficulty in inducing Oliver to take upon himself the office of respiration,--a troublesome practice, but one which custom has rendered necessary to our easy existence; and for some time he lay gasping on a little flock mattress, rather unequally poised between this world and the next: the balance being decidedly in favour of the latter.  Now, if, during this brief period, Oliver had been surrounded by careful grandmothers, anxious aunts, experienced nurses, and doctors of profound wisdom, he would most inevitably and indubitably have been killed in no time.  There being nobody by, however, but a pauper old woman, who was rendered rather misty by an unwonted allowance of beer; and a parish surgeon who did such matters by contract; Oliver and Nature fought out the point between them.  The result was, that, after a few struggles, Oliver breathed, sneezed, and proceeded to advertise to the inmates of the workhouse the fact of a new burden having been imposed  upon the parish, by setting up as loud a cry as could reasonably have been expected from a male infant who had not been possessed of that very useful appendage, a voice, for a much longer space of time than three minutes and a quarter.

As Oliver gave this first proof of the free and proper action of his lungs, the patchwork coverlet which was carelessly flung over the iron bedstead, rustled; the pale face of a young woman was raised feebly from the pillow; and a faint voice imperfectly articulated the words, 'Let me see the child, and die.'

Snilldin er augljós í texta Dickens, til að mynda: "The fact is, that there was considerable difficulty in inducing Oliver to take upon himself the office of respiration,--a troublesome practice, but one which custom has rendered necessary to our easy existence" og "Now, if, during this brief period, Oliver had been surrounded by careful grandmothers, anxious aunts, experienced nurses, and doctors of profound wisdom, he would most inevitably and indubitably have been killed in no time."

Allt þetta er numið á brott til að auðvelda ungmennum að lesa söguna. Geri ekki athugasemd við það í sjálfu sér, en bendi mönnum á að lesa endilega frumútgáfur Dickens, en ekki íslenskar þýðingar (Nicholas Nickleby fær enn harkalegri meðferð, en það er önnur saga).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Blöndal

Takk fyrir stórskemmtilegan pistil um Dickens á enskri, þýskri og íslenskri tungu. Ég er hinsvegar ekki að vitna í útgáfu Æskunnar í pistli mínum heldur aðra útgáfu Helgafells (Reykjavík 1964), en það er þýðing Páls E. Ólasonar. Það breytir auðvitað litlu um eðli máls. Og rétt að það komi fram, því afi Lárus var nákvæmur maður, skjalavörður og fræðimaður, að afi og amma hafa gefið Eymundi bróður mínum bókina 30. maí árið 1971.

Í þýðingu Páls hljómar upphaf sögunnar mun betur og fylgir sögu Dickens:

"Það er upphaf þessa máls, að bær einn er á Englandi; eigi mun ég geta nafns hans og eigi hirði ég heldur um að gefa honum annað nafn. Svo sem títt er um flesta bæi á Englandi, bæði stóra og smáa, var og í bæ þessum ómagahæli, auk annarra húsa, þeirra er ætluð eru til þarfa þjóðfélagsins. Í ómagahæli þessu fæddist sveinn sá, er saga þessi greinir frá; hirði ég eigi að greinda dag og stund með því að engu skiptir það lesendur, að minnsta kosti eigi enn sem komið er." 

Pétur Blöndal, 16.1.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Þetta er býsna vel þýtt, ég þarf að komast yfir þessa útgáfu. Gaman væri að vita hvort Páll Eggert hefði stytt söguna sjálfur eða þýtt eftir styttri útgáfu.

Árni Matthíasson , 16.1.2007 kl. 14:28

3 identicon

Ég á greinilega eftir mikla og skemmtilega upplifun, þar sem mín útgáfa er þýðing Hannesar og ekki hef ég lesið bókina á frummálinu. Það verður næsta verk að finna bæði þýðingu Páls og 477 síðurnar frá Penguin! Pistlarnir báðir eru frábærir; fróðlegir og skemmtilegir. Kv. SE.

SE (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Hoppandi hungurhnokkar, þetta er eins skemmtilegt á frummálinu og það er grámóskulegt í þýðingunni! (Ekki þó þýðingu Páls.) Mér verður víst ekki lengur forðað frá því að bæta Oliver Twist á þennan sífitnandi leslista minn. Takk kærlega fyrir glefsurnar!

Gunnlaugur Þór Briem, 16.1.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 117724

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband