Föstudagur, 5. maí 2006
NFS sekkur
Ég hef ekki alltaf verið dús við Róbert Marshall, fréttamann og nú forstöðumann NFS, en eftir frétt í Morgunblaðinu í dag, þar sem rætt er um útkomu NFS í nýjustu áhorfskönnun IMG Gallup hækkar hann óneitanlega nokkuð í áliti hjá mér.
Málið er að í téðri áhorfskönnun kemur fram meðal annars að hjá fréttavaktinni á NFS fyrir hádegi mælist áhorf 1,2% og þátturinn skelfilegi Hrafnaþing með 1,2%. Þessi niðurstaða er lakari en nokkurn hefði grunað, eða það hélt ég í það minnsta þar til ég las orð Róberts: "Áhorfið yfir daginn er í mjög miklu samræmi við það sem við áttum von á."
Ekki minnkar aðdáun mín þegar Róbert svarar spurningum vegna Kompáss (fínn þáttur reyndar), sem samsendur er á Stöð 2 og NFS. Þó hann sé í opinni dagskrá á tveimur stöðvum horfa á hann ekki nema rúm 17% og áhorf annarra en áskrifenda Stöðvar 2 lítið. "[Þ]ar eru mikil sóknarfæri," segir Róbert.
Svona eiga sýslumenn að vera, láta það ekki á sig fá þó skútan sé að sökkva og eiginlega sokkin að hluta. Það eina sem ég sakna er að hann skuli ekki hafa nefnt þau sóknarfæri sem felist í því að áhorf á suma dagskrárliði sé ekki nema í kringum eitt prósent - varla þarf mikið átak til að hífa áhorf upp um 100% eða kannski meira. Það væri þá hægt að slá því upp í næstu könnun.
(Þeir sem þekkja Supertramp, þá annars leiðinlegu hljómsveit, skilja væntanlega hvers vegna þessi myndskreyting var valin. Þeir geta þá látið ljós sitt skína í athugasemdum ef vill.)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flýtur meðan ekki sekkur!
Ingveldur Róbertsdóttir, 5.5.2006 kl. 00:52
Það væri fróðlegt að athuga, hverju NFS bætir við fyrra áhorf á fréttir stöðvar 2. Ef þar er um hækkun að ræða er hægt að tala um ávinning NFS. Að hinu leytinu er ekki við því að búast að mikið sé um áhorf á daginn í "digital Ísland" eða á netinu. Annars er það mál manna, sem unnið hafa í greininni, að miklu sé fórnað faglega til þess að breiða fréttirnar út yfir allan daginn. Þetta kostar stórfé, án þess þó að vera nægilegt. Sérstaklega vantar myndvinnslu, próduksjón og fleiri vana og vel máli farna fréttalesara. Þessir gömlu duga ekki þegar fréttatímarnir eru orðnir svona margir. Viðvaningum er enginn greiði gerður með því að setja þá í þessa stöðu. Afleiðingin er meðal annars sú að í hverjum fréttatíma eru 2-3 staðreynda- og málvillur og kvöldfréttatíminn er rýrari en áður var og verr unninn. Niðurstaðan er því miður þessi: Of miklum peningum eytt en þó ekki nógum. Og þá segja baunateljararnir, t.d. 15. ágúst eða 1. september: "Þetta er að verða nokkuð gott en þetta kostar of mikið og skilar engu í tekjur. Skera niður." Og þá hljóta menn að spyrja, borgaði sig að leggja niður Fréttastofu Stöðvar 2 og Talstöðina? Hvað hefur þetta fyrirbæri, NFS gert betur en það sem áður var gert?
Sigurður G. Tómasson, 5.5.2006 kl. 10:00
Ég held það hafi verið slæm mistök að slá af kvöldfréttir Stöðvar 2, eins og þær voru og hétu, í einu vetfangi, eins og gert var. Maður hendir ekki einhverju sem þessu fyrir vafasaman gróða; fyrir vikið hafa menn þurft að byrja á núlli með kvöldfréttir NFS (sem mér finnst aldrei hafa eins gott "lúkk" - bæði faglega og bókstaflega), sem var óþarfi (það hefði alveg mátt tengja kvöldfréttirnar við NFS-pakkann með öðrum hætti).
Davíð Logi Sigurðsson, 5.5.2006 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.