Kjöt með götum

Snow GatheringMikið hefur verið fjallað um ráðstefnu klámframleiðenda sem halda átti á Hótel Sögu, en var aflýst þegar hótelið afturkallaði bókun vegna gistingar ráðstefnugesta. Frétt á mbl.is um afturköllun bókunarinnar vakti mikla athygli og margir kusu að tjá sig um hana, blogga um hana, 73 alls frá því fréttin birtist rétt fyrir kl. 14:00 á fimmtudag og til miðnættis. Af þeim voru 28 andvígir ákvörðun hótelsins og lýstu henni, oft með sterkum orðum. Þrjár konur voru meðal þeirra sem andmæltu ákvörðun hótelsins.

Athugasemdir voru beinskeyttar og sumar harkalegar. Margir töluðu hástöfum um að þeir væru í raun að berjast fyrir frelsið og ekki fer milli mála, að þeirra mati, hverjum var um að kenna: femínískum vælukjóum, vinstra rauðsokkuliði, fasískum femínistum, femínasistum, ferköntuðum kverúlöntum, pemprum sem væru öskrandi af fáfræði og fordómum, ofstækisfullum fasistum, feminískum beljum og þess háttar lýð, feministapakki, kvenréttindasinnum, helv. feministum, öfga feministum, fasistunum í femínistasamtökum og rasistum. " ... eigendur og hótelstjóri Radisson SAS eru búnir að drulla svo svaðalega uppá bak, að maður finnur lyktina til Danmerkur" skrifaði einn frá Danmörku.

Þær þrjár stúlkur sem samsinntu piltunum fengu klapp á bakið: "Heyr heyr! Loksins kona með eitthvað á milli eyrnanna, ólíkt fasistunum í femínistasamtökum" og "Ég er mjööööög ánægður meðað sjá konu með þroskuð viðhorf. Þú hefur, án gríns, algjörlega viðreist virðingu mína fyrir kvennþjóðinni."

Ekki nennti ég að telja athugasemdir við bloggfærslur, með og á móti, enda skiptu þær hundruðum. Margir þeirra sem skrifuðu þær endurnýttu athugasemdir á milli blogga, til að mynda "Geir" og "Fannar frá Rifi" sem settu sömu athugasemdina inn ótal sinnum.

Karlarnir voru flestir á aldrinum 23 til 26 ára gamlir sýndist mér, af klámkynslóðinni, fyrstu kynslóðinni sem fékk Netið beint í æð, fyrsta kynslóðin sem gat komist í klámefni á Netinu á mótunarskeiði kynþroska. Þeir líta það greinilega öðrum augum en þeir sem eldri eru, finnst klám eiginlega vera hið besta mál. Kannski dreymdi einhverja þeirra um að vera foli í klámmynd.

"Konurnar eru á hærri taxta," segja þeir til sannindamerkis um það að klámleikkonur hafi það í raun bara gott. "Ættu þessar kerlingar ekki frekar að vera að berjast fyrir launajafnrétti í kámmyndum," sagði einn við mig. Annar skrifaði svo: "Afhverju er svo alltaf talað um að þær konur sem leika í klámmyndum séu fórnarlömbin??? Þær eru á mun hærri launum heldur en karlmennirnir sem leika á móti þeim.  Engin minnist á það að karlmennirnir í kláminu séu tilneyddir til þess að leika í klámmyndum."

Málið er bara það að konur í klámmyndum eru ekki í hlutverki kvenna, þær eru bara kjöt með götum, "fucktoys" segja folarnir kampakátir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hver er þín skoðun?

ég verð nú að bætast í hóp kvennanna þriggja sem þú talar um því frá mínum bæjardyrum sér er það einfaldlega hræsni að banna fólki að gista á hóteli því það vinnur við iðn sem hótelið sýnir í sjónvarpi hvers einasta herbergis.

beta (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ein hér í viðbót.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2007 kl. 11:57

3 identicon

Ég verð að lýsa yfir frati á þessa grein, þar sem hún er illa rökstudd og miðar að því að mála menn af minni kynslóð sem illa upplýsta hálfvita sem hafa nýtt netið til fárra annara hluta en að verða sér úti um klám og ímynda sér sig sjálfa í hlutverkum 'graðfolanna' sem eru jú lítt betri til þess fallnir að bæta sjálfsmynd ungra drengja en stúlkna þar sem öll hlutföll eru ýkt og fólkið hreint út sagt furðulegt í laginu.

Ég vil benda þér á grein eftir mig á engilsaxnesku þar sem ég lýsi yfir mínu áliti á þessu máli á slóðinni http://blog.myspace.com/jimymaack
Þetta er jú ekki spurning um klám eða ekki, heldur um frelsi og friðhelgi einkalífsins; tjáningarfrelsi, kynfrelsi og ferðafrelsi og einelti stjórnvalda í samstarfi við illa upplýsta feminista á öfgavæng feminismans (á la Andrea Dworkin) á hendur fólks sem hefur enga glæpi framið hér á landi, né annarstaðar svo sannað sé.

J. Einar V. Bjarnason Maack (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Árni Matthíasson

Ágæti J. Einar.

Í þessari færslu nefni ég fjölda þeirra sem blogguðu um tiltekna frétt og hvaða skoðanir þeir viðruðu í bloggum sínum. Ég var ekkert að fjalla um "tjáningarfrelsi, kynfrelsi og ferðafrelsi og einelti stjórnvalda í samstarfi við illa upplýsta feminista á öfgavæng feminismans". Að því leyti lýsi ég því frati á athugasemd þína.

Hvað þá túlkun að ég sé að útmála þína kyslóð sem  "illa upplýsta hálfvita o.s.frv." þá verð ég eiginlega að lýsa frati á hana líka. Mér þótti hópurinn sem mótmælti þessari ákvörðun Hótels Sögu merkilega einsleitur og velti því fyrir mér hvort það séu áhrif frá því að þegar hann var að alast upp var allt annar og meiri almennur aðgangur að klámi hér á landi en nokkru sinni fyrr. Spurningin hvort það valdi þvi að þessi hópur hefur aðra afstöðu til kláms en aðrir hópar (til að mynda allir stjórnmálaflokkar landsins) er gild spurning og veigamikil að mínu viti. Henni verður ekki svarað fyrr en lengri tími er liðinn, býst ég við.

Árni Matthíasson , 23.2.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: LM

Ég verð að taka undir margar af þessum athugasemdum.  Þú verður að rökstyðja þessar fullyrðingar þínar betur.  Ég sé ekki hvernig þú færð út að þetta séu karlar af "klámkynslóðinni".  Ekki tilheyri ég þessum aldurshópi sem þú skilgreinir sem klámkynslóð en mér finnst upphlaup "femínistakynslóðarinnar" algjörlega fráleitt.  Það er líka mjög óábyrgt af fjölmiðlum að taka þátt í æsingnum, í raun var aldrei neitt á bak við þetta allt. 

Málið snýst einfaldlega um frelsi einstaklinga til tjáningar og athafna og tilraunir fámenns þrýstihóps til að setja því frelsi hömlur.

LM, 23.2.2007 kl. 13:54

6 identicon

Mér finnst þessi grein endurspegla sama fordómaviðhorfið og lá að baki úthrópnunum á fólkinu sem hugðist sækja ráðstefnuna.  Hér er einhver hópur (klámkynslóðarkarlmenn)  dreginn saman og honum eignaðir eiginleikar sem gripnir eru úr lausu lofti.  Þetta er svona hugunarháttur sem er kjarni fordóma og alveg jafn heimskulegt og að segja að lögfræðingar séu óheiðarlegir, endurskoðendur nákvæmir eða gyðingar séu nískir.  Það er ekki laust við að manni blöskri mannauðsgjaldþrotið á þingi.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:51

7 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu.

Nei, ekki var blekið ósýnilegt eð þú ekki svara verður, en mér fannst ekki viðeigandi að svara þér á þessum stað vegna færslu sem rituð var á öðru bloggi. Get þó sagt það að í flýtinum steypti ég saman svari við fleiri en einni athugasemd og gerði það greinilega ekki nógu vel.

Ekki hef ég heyrt í Howard Werth and the Moonbeans, það held ég sé spennandi múskík enda var Audience, sem Werth var í, skemmtilega frumleg proggsveit á sínum tíma, þegar maður fýraði í feitum pípum og lá yfir tilraunakenndu rokki. Margt af því hefur elst illa, en merkilega margt kemur vel undan vetri, frábær spilamennska og mikllar pælingar. Blessaður gaukaðu að mér tóndæmum ef þú kemur skífunni yfir á stafrænt snið. Af Audience er annars að segja að sveitin kom saman aftur fyrir stuttu, sjá hér.

Árni Matthíasson , 23.2.2007 kl. 14:58

8 identicon

Góð grein hjá þér, Árni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:24

9 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Mjög góð færsla.

Steindór Grétar Jónsson, 23.2.2007 kl. 15:51

10 identicon

Mér fannst greinin þín mjög áhugasöm enda las ég mikið af bloggi í gær og svaraði nokkrum þeirra sjálf, það sem sló mig var hversu ákaft þeir sem ósáttir voru töluðu ofboðslega niðrandi um konur og feministana sem voguðu sér að mótmæla komu þessara gesta. Það er yfirlýst stefna þessa samtaka að vera gegn klámi og hefði komið verulega á óvart ef félagið hefði ekki lýst opinberlega andtöðu sinni.

Ég skil vel þá aðila sem fannst þarna vegið að frelsi þessara einstaklinga til að ferðast til landsins og get vel skilið þann málstað aftur á móti þegar notuð eru orð eins og "Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum. Niður með öfgafeminsta og lygar þeirra" eitt af blogg svörunum af síðum gærdagsins þá fallast mér hendur, allt í einu eru konur upp til hópa orðnar öfgafullar breddur og fasistar og þörf samtök eins Stígmót orðin skotspónn þessara aðila. Ef þetta er vihorfið hjá þessum mönnum þá er auðséð að mikil kvenfyrirlitning viðhefst í samfélaginu. Í hvert sinn sem kona vogar sér að andmæla einhverju sem er réttur hennar sem og allra þegna landsins er hún úthrópuð. Ég spyr hvað þá með alla þá karla sem lýstu sig andsnúna komu þessara gesta. Ég fékk svar við því frá einum í gær sem sagði "þessir karlar eru konur" fyndið kannski en ef það er það versta sem þú getur kallað annan karlmann þá getur þessi einstaklingur ekki borið mikla virðingu fyrir konum.

Æi kannski er ég bara að röfla og pústa aðeins en mér fannst þessi umræða ganga svo langt og verða svo niðrandi að ég varð eiginlega miður mín að vita til að svo margir í þjóðfélaginu bæru svona litla virðingu fyrir konum sem voguðu sér að mótmæla einhverju sem skiptu þær máli, hvað varð um málefnalega umræðu...

Kristín (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:14

11 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Já, æj, eru ekki allir þessir leikarar í klámmyndum fucktoys? Ég hef amk séð það þannig, konurnar með holur (er það ekki réttara, ég hef alltaf álitið að "gat" fari í gegnum eitthvað, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) og karlar með stangir.

Ómar Kjartan Yasin, 23.2.2007 kl. 20:41

12 identicon

Ég ætlaði ekki að mæta á þessa ráðstefnu, fylgjast með henni eða benda börnunum mínum á hana en finnst þetta engu að síður fáránlegt.  Nú þegar við erum kominn með Móralskan Meirihluta (hér eftir þekktur sem MM) sem meira að segja er þverpólitískur þá væri ágætt að fá frá honum einhverskonar yfirlit yfir hvað má og hvað má ekki.

Má samkvæmt MM halda ráðstefnu fyrir þá sem framleiða og nota klasasprengur?  eða framleiðendur annarra vopna, ss Saab.  Þeirra vopn geta jú veirð notuð til að drepa börn. 

Má hótel Saga hýsa Hollenska pólitíkusa sem hafa aðra skoðun á eiturlyfjum en MM?

Sveinn (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband