Fimmtudagur, 8. júní 2006
Blátt, blátt, grænt, grænt og appelsínugult
Mikið skil ég vel þann sem lagði fram þessa óneitanlega þörfu kæru, enda lenti ég í álíka óskemmtilegri reynslu þegar ég fór á kjörstað í Öldutúnsskóla.
Ég mætti glaðbeittur í skólann á björtum vordegi, þess albúinn að kjósa hvað sem er. Þegar ég var svo kominn með kjörseðilinn í hendurnar og gekk í átt að kjörklefanum blasti við mér blátt tjaldið, hreinræktuð áróðursdula! Skyndilega lagðist þoka yfir huga minn og dimm rödd tók að kyrja X-D, X-D.
Ég dró tjaldið frá eins og vélmenni, þræll hinna illu áforma áróðursmeistara Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég lagði hægri höndina á stólinn í kjörklefanum til að setjast niður varð mér litið á stólsetuna og sjá: hún var græn! Þokunni létti skyndilega og í stað raddarinnar dimmu og óttalegu heyrðist nú jarmað X-B, X-B.
Ég breiddi úr kjörseðlinum og bjóst til að merkja við B. Æ, æ, blýanturinn var appelsínugulur - ég krossaði óvænt við V.
Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.