Blátt, blátt, grænt, grænt og appelsínugult

Mikið skil ég vel þann sem lagði fram þessa óneitanlega þörfu kæru, enda lenti ég í álíka óskemmtilegri reynslu þegar ég fór á kjörstað í Öldutúnsskóla.

Ég mætti glaðbeittur í skólann á björtum vordegi, þess albúinn að kjósa hvað sem er. Þegar ég var svo kominn með kjörseðilinn í hendurnar og gekk í átt að kjörklefanum blasti við mér blátt tjaldið, hreinræktuð áróðursdula! Skyndilega lagðist þoka yfir huga minn og dimm rödd tók að kyrja X-D, X-D.

Ég dró tjaldið frá eins og vélmenni, þræll hinna illu áforma áróðursmeistara Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég lagði hægri höndina á stólinn í kjörklefanum til að setjast niður varð mér litið á stólsetuna og sjá: hún var græn! Þokunni létti skyndilega og í stað raddarinnar dimmu og óttalegu heyrðist nú jarmað X-B, X-B.

Ég breiddi úr kjörseðlinum og bjóst til að merkja við B. Æ, æ, blýanturinn var appelsínugulur - ég krossaði óvænt við V.


mbl.is Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband