Föstudagur, 23. júní 2006
Gítarsýrupopp
Ég hef lengi haft mikið dálæti á bandarísku rokksveitinni Yo La Tengo sem hélt upp á tuttugu ára afmælið á þarsíðasta ári. kannski er ég hrifnastur af henni fyrir það að hún er ein af þessum hljómsveitum sem erfitt eða ógerningur er að skilgreina eða flokka - spilar allt frá léttu poppuðu dúvoppi í hreina gítarsýru. Á hinni dæmigerðu Yo La Tengo-plötu eru snilldar popplög og framúrstefnulegar tilraunir og svo að minnsta kosti eitt magnað gítarfyllerí.
Yo La Tengo er hljómsveit Ira Kaplan og Georgia Hubley sem eru hjón. Kaplan leikur á gítar og Hubley á trommur og þau syngja bæði, reyndar syngur Hubley æ meira á plötunum sem gefur góða raun að mínu mati. Þau stofnuðu hljómsveitina 1984 og höfðu ýmsa sér til aðstoðar framan af, en síðustu fjórtan ár hefur James McNew séð um bassann.
Yo La Tengo hefur gefið út ellefu breiðskífur og margar stuttar. Stóru plötunar eru:
- Ride the Tiger - 1986
- New Wave Hot Dogs - 1987
- President Yo La Tengo - 1989
- Fakebook - 1990
- May I Sing with Me - 1992
- Painful - 1993
- Electr-O-Pura - 1995
- Genius + Love (safnplata) - 1996
- I Can Hear the Heart Beating as One - 1997
- And Then Nothing Turned Itself Inside-Out - 2000
- The Sounds of the Sounds of Science - 2002
- Summer Sun - 2003
- Prisoners of Love (safnplata) - 2004
- Yo La Tengo is Murdering the Classics (safn af tónleikalögum) 2006
Þær eru allar góðar en bestar Painful, I Can Hear the Heart Beating as One og And Then Nothing Turned Itself Inside-Out. Ef aðeins á að tilnefna eina plötu er það I Can Hear the Heart Beating as One sem er mikið meistaraverk. Fakebook er líka skemmtileg en á henni er safn laga eftir ýmsa listamenn.
Tilefni þessarar bloggfærslu er svo að skammt er í nýja Yo La Tengo-plötu sem hita mun I Am Not Afraid Of You And I Will Beat Your Ass. Samkvæmt upplýsingum á vefsetri Matador-útgáfunnar kemur platan út 4. september næstkomandi. Hún er líkt og aðrar Yo La Tengo plötur, áferðafallegt popp í bland við tilraunakennd lög með stöku gítarhetjusprettum. Upphafslag skífunnar, Yo La Tengo - 01 - Pass the Hatchet, er til að mynda um tíu mínútur af magnaðri gítarsýru, frábært lag. Eins finnst mér þriðja lagið gott (I Feel Like Going Home) og það fjórða frábært (Mr. Tough). Smellið hér til að heyra lag númer tvö, Beanbag Chair.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.