Laugardagur, 24. júní 2006
Trú og trúleysi
Sérkennileg spurning í Morgunblaðinu í dag í annars ágætu viðtali við breska þróunarlíffræðinginn Richard Dawkins: "Af hverju kýst þú að vera trúleysingi?"
Nú veit ég ekki hvernig spurningin hljóðaði á ensku, kannski var hún bara "Why are you an atheist?" en eins og hún hljómar á íslensku er líklegra að hún hafi verið "Why did you decide to be an atheist" eða "Why did you choose to be an atheist?" Það þykir mér sýna sérkennilegan skilning á trúleysi - stillir því upp eins og kerfisbundnu hugmyndakerfi, nánast eins og trúarbrögðum.
Að mínu viti er lítið betra að tilheyra trúleysissöfnuði en trúarsöfnuði. Annað hvort trúa menn eða ekki. Það þarf enga ástæðu fyrir því eða réttlætingu. Trúleysi er augljóst fyrir hinum trúlausu á sama hátt og trúin er augljós fyrir þeim sem trúa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það trúa allir á eitthvað, þannig að trúleysi er ekki til. Hvað fær fólk annars framúr á morgnana? En að velja að hafna Jesú eða Búdda er annað mál og þá er trú einstaklingsins sett á eitthvað annað, t.d. peninga eða sjálfan sig.
SM, 24.6.2006 kl. 10:45
Ég er hjartanlega sammála þér þarna Árni, og ég spyr fólk sem segist vera "trúlaust" að því hvort það trúi þó á börnin sín?
Ef það játar því þá bendi ég þeim á að þar með getur það ekki sagst vera trúlaust.
Og ef fólk á engin börn þá get ég samt auðveldlega alltaf fundið eitthvað sem "trúleysingjar" trúa á. Þar með eru þeir ekki lengur trúlausir.
Bergur Ísleifsson
http://gbergur.blog.is
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 11:13
Þannig að það er nákvæmlega það sama að "trúa því" að maður vakni í fyrramálið og fari í vinnuna og að trúa því að Herra Guð og sonur hans og andinn heilagi séu með nákvæmt bókhald yfir allar gjörðir manns og muni dæma mann að lífinu loknu í annað hvort algjöra sælu á himnum eða æpandi ógeðslegan hrylling í helvíti? Djöfulsins þvæla er þetta í ykkur.
Gullsmári (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 14:29
Ég hef reyndar aldrei skilið almennilega við hvað er átt þegar sagt er að allir þurfi að trúa á eitthvað eða að allir trúi á eitthvað, hvað sem þeir segja, eins og þú nefnir Sylvía. Það að trúa felur í sér að telja að eitthvað sé satt sem ekki er hægt að sanna með vísindalegum eða öðrum rökum. (Ég er ekki að halda fram að það sé ekki satt, bara að það sé ekki hægt að sanna það eða rökstyðja svo óyggjandi sé.) Þegar þú síðan segir að þeir sem ekki játi trú á eitthvað yfirnáttúrlegt, Jahveh, Jesú, Búdda, Allah, trúi þá bara á eitthvað annað, eins og til að mynda sjálfan sig eða peninga finnst mér þú vera að rugla saman hugtökum. Sama á líka við það sem þú segir Bergur - ef þú myndir spyrja mig hvort ég tryði á börnin mín myndi ég svara neitandi, enda er ekkert yfirnáttúrlegt við þau eða tilvist þeirra.
Árni Matthíasson , 24.6.2006 kl. 16:23
Þetta er algeng viðbrögð varðandi trúleysi, og hefur ofsinnis verið svarað nokkuð vel:
Ein ágætis tilraun er hér
http://www.samt.is/greinar/faq/sp_og_sv_um_truleysi.php#11
Annars finnst mér ekki reynslan sýni að menn sem trúa að yfirnáttúrulegir verur stýra líf okkar, trúa minna á peninga eða sjálfan sig, heldur en trúleysingar. Reyndar var gert nokkuð vönduð athugun varðandi siðferði í bandaríkjunum, þar sem trúin er sterk, og borið saman við önnur vestræn ríki, og þið getið giskað á hver "vann". Ekki er þó visst að þarna sé beint orsakasamband.
Morten Lange, 24.6.2006 kl. 17:57
Nú, jæja. Við erum þá ekki eins sammála og ég hélt í fyrstu.
Ég myndi hiklaust svara því játandi að ég tryði á börnin mín, alveg sama hvað sá sem spyrði teldi sig vera að meina og í hvaða samhengi hann væri að spyrja.
Það tekur mig hins vegar lífið að "sanna" það og síst mun ég sanna það með bloggi. Ég mun ekki heldur reyna að "rökstyðja" það, enda enginn tilgangur fólgin í að rökstyðja eitthvað sem endalaust er hægt að draga í efa.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 01:11
Þeir sem segjast trúa á börnin sín legga einhvern annan skilning í orðið trú en hingað til hefur tíðkast í íslensku máli. Svosem ekkert að því. Nema hér sé um að ræða átrúnað með bænahaldi og tilheyrandi. Svosem ekkert að því heldur.
Það er aftur á móti sérkennilegt að sá hinn sami telji sig þurfa langan tíma til að sanna það eða rökstyðja. Annað hvort trúir maður eða ekki, svo einfalt er það. Ef þú, Bergur, tilbiður börn þín, þá er það hið besta mál og þú þarft ekki að sanna það eða rökstyðja fyrir mér eða nokkrum öðrum. Hvort sem það er á bloggi eða annan hátt.
Árni Matthíasson , 25.6.2006 kl. 19:59
Ég tek undir með Árna í þessu. Sumir virðast vera að blanda saman mjög ólíkum hugtökum. "Trúleysi", sem þýðing á "atheist" snýst bara um trú á guðdómlegar verur ("atheism" = andstæðan við "theism", sem þýðir trú á guðdómlegar verur og bara guðdómlegar verur). Að "trúa á peninga" o.s.frv. er ekki "theism". Það er s.s. ekkert því til fyrirstöðu að vera "trúleysingi" en trúa samt á peninga eða sjálfan sig. Þetta er ekki samskonar trú.
Tryggvi Thayer, 25.6.2006 kl. 23:54
Ég kveiki á kertum og reykelsum og bið bænir til Heilagrar Silvíu Nóttar.
Elías Halldór Ágústsson, 27.6.2006 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.