Einkaleyfi á skoðunum

Undarleg þykir mér árátta margra hægrimanna í fjölmiðlastétt vestan hafs að amast sífellt við því er listamenn, tónlistarmenn, leikarar eða rithöfundar, svo dæmi séu tekin, láta í ljós pólitískar skoðanir. (Fyrir einhver sérkennilegheit hnýta menn reyndar aðeins í þá sem ekki eru sammála forseta Bandaríkjanna og liðsmönnum hans - enginn amast við Toby Keith en allir hamast að Dixie Chicks.)

Menn stilla því gjarnan svo upp að svo og svo mikil hætta sé á að aðdáendur viðkomandi eigi eftir að snúa baki við þeim, en alla jafna er það nú svo að ef aðdáendur þekkja sín átrúnaðargoð á annað borð þá kippa þeir sér varla upp við það þó viðkomandi hafi skoðanir. Þannig kom Living with War Neil Young-vinum varla í opna skjöldu, nú eða þá aðdáendum Bruce Springsteen að hann kunni lítt að meta George Bush.

Í viðtali við sjónvarpsfréttamanninn Soledad O'Brien á CNN fyrir skemmstu svaraði Springsteen vel fyrir sig og sumt býsna eitrað, en Soledad O'Brien er þekkt fyrir annað en skynsamlegar spurningar:

O'BRIEN: In 2004 you came out very strongly in support of John Kerry and performed with him - your fellow guitarist, I think is how you introduced him to the crowd. And some people gave you a lot of flack for being a musician who took a political stand. I remember ...

SPRINGSTEEN: Yeah, they should let Ann Coulter do it instead.

O'BRIEN: There is a whole school of thought, as you well know, that says that musicians – I mean you see it with the Dixie Chicks - you know, go play your music and stop.

SPRINGSTEEN: Well, if you turn it on, present company included, the idiots rambling on on cable television on any given night of the week, and you’re saying that musicians shouldn’t speak up? It’s insane. It’s funny.

O'BRIEN: As a musician though, I’d be curious to know if there is a concern that you start talking about politics, you came out at one point and said, I think in USA Today listen, the country would be better off if George Bush were replaced as President. Is there a worry where you start getting political and you could alienate your audience?

SPRINGSTEEN: Well that’s called common sense. I don’t even see that as politics at this point. So I mean that’s, you know, you can get me started, I’ll be glad to go. […] You don’t take a country like the United States into a major war on circumstantial evidence. You lose your job for that. That’s my opinion, and I have no problem voicing it. And some people like it and some people boo ya, you know?

Það komast ekki margir upp með það að kalla spyril sinn hálfvita í beinni útsendingu ("Well, if you turn it on, present company included, the idiots rambling on on cable television on any given night of the week"). Svar hans við spurningunni um ummæli hans úr USA Today (að tímabært sé að skipta um forseta) er líka eitrað: "Well that’s called common sense. I don’t even see that as politics at this point."

Tengill á síðu með viðtalinu er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Brúsi er góður.

Villi Asgeirsson, 29.6.2006 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband