Föstudagur, 30. júní 2006
Vatnið og Jón
Jón Ólafsson kaupsýslumaður seldi allar eigur sínar hér á landi og fluttist til Lundúna fyrir nokkrum árum. Fram að því hafði hallað undan fæti í flestum þeim fyrirtækjum sem hann tengdist og sum voru komin í verulegan vanda, en Jón var á sinni tíð einn umsvifamesti grósseri á Íslandi, sannkallaður Bör Börsson sem efldist við hverja þraut þar til um þraut.
Nú býr Jón semsé í útlöndum en hefur byggt upp vatnsverksmiðju hér á landi, í Þorlákshöfn, sem gengur að sögn vel. Hann vill stækka hana til muna, en til þess þarf hann að afla verulegs hlutafjár. Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Að sögn Jóns virðast íslenskir fjárfestar ekki vera áhugasamir um verkefnið ..." Af hverju ætli það sé?
(Skemmtileg kynning á vatninu hans Jóns hér ("noted Icelandic businessman Jon Olafsson, known for his passionate stewardship of his countrys environment").)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.