Vatnið og Jón

Jón Ólafsson kaupsýslumaður seldi allar eigur sínar hér á landi og fluttist til Lundúna fyrir nokkrum árum. Fram að því hafði hallað undan fæti í flestum þeim fyrirtækjum sem hann tengdist og sum voru komin í verulegan vanda, en Jón var á sinni tíð einn umsvifamesti grósseri á Íslandi, sannkallaður Bör Börsson sem efldist við hverja þraut þar til um þraut.

Nú býr Jón semsé í útlöndum en hefur byggt upp vatnsverksmiðju hér á landi, í Þorlákshöfn, sem gengur að sögn vel. Hann vill stækka hana til muna, en til þess þarf hann að afla verulegs hlutafjár. Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Að sögn Jóns virðast íslenskir fjárfestar ekki vera áhugasamir um verkefnið ..." Af hverju ætli það sé?

(Skemmtileg kynning á vatninu hans Jóns hér ("noted Icelandic businessman Jon Olafsson, known for his passionate stewardship of his country’s environment").)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 117947

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband