Föstudagur, 7. júlí 2006
Ensemble: taka tvö
Ensemble er listamannsnafn franska tónlistarmannsins Olivier Alary sem tók sér það fyrir átta árum um líkt leyti og hann fluttist til Lundúna. Til að byrja með notaði hann reyndar nafnið Hearing Is Our Concern og sendi til að mynda fyrstu prufu sína út undir því nafni til Fat Cat úgtáfunnar sem er Íslendingum að góðu kunn. Fyrsta platan, Sketch Proposals, kom þó út á vegum Rephlex Records árið 2000.
Sagan hermir að Björk Guðmundsdóttir hafi mikið hlustað á Sketch Proposals þegar hún vann að Vespertine og kemur ekki á óvart að hún fékk Ensemble til að véla um tvö lög af plötunni, Sun In My Mouth og Cocoon, sem voru síðan notuð sem b-hliðar. Ensemble samdi síðan með henni lag á Medulla, Desired Constellation, og gerði sérútgáfu af Triumph of a Heart.
Eins og getið er kom Sketch Proposals út fyrir sex árum en síðan ekki söguna meir - Olivier "Ensemble" Alary tók sér góðan tíma í að gera næstu skífu og það var ekki fyrr en í vor að hann lauk loks við hana eftrir þriggja ára upptökur víða um heim. Gestir á plötunni eru ýmsir, til að mynda Chan Marshall, sem flestir þekkja sem Cat Power, Lou Barlow Dinosaur Jr. bóndi og Adam Pierce úr Mice Parade sem hefur einnig spilað með múm.
Lagið sem Cat Power syngur á plötunni heitir Disown, Delete og er öldungis frábært. Rakst á tengil á það á netinu en sá er týndur. Þessi virkar aftur á móti.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.