Mánudagur, 10. júlí 2006
Kurt Wagner = Lambchop
Lambchop er býsna skemmtileg sveit ættuð frá Nashville. Sveitin hefur verið að í fimmtán ár undir styrkri stjórn Kurts Wagners og sent frá sér átta plötur - sú níunda, Damaged, kemur út í lok ágúst.
Þó Lambchop hafi haldið sig að mestu við einskonar nýkántrí eða nútímalegt þjóðlagarokk hefur sveitin daðrað við flestar gerðir tónlistar í gegnum árin og stækkað og minnkað eftir þörfum - um tíma voru sautján manns í sveitinni en alla jafna eru þeir fimm. Undanfarin ár hefur Wagner verið venju fremur duglegur; til að mynda gaf Lambchop út tvær breiðskífur sama daginn í hitteðfyrra og plöturnar á þessu ári verða líka tvær - um daginn kom út b-hliðaplatan The Decline of Country and Western Civilization og eins og getið er kemur Damaged út eftir mánuð. Sú plata hljómar einkar vel, heyr til að mynda lagið Crackers.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.