Kurt Wagner = Lambchop

Lambchop er býsna skemmtileg sveit ættuð frá Nashville. Sveitin hefur verið að í fimmtán ár undir styrkri stjórn Kurts Wagners og sent frá sér átta plötur - sú níunda, Damaged, kemur út í lok ágúst.

Þó Lambchop hafi haldið sig að mestu við einskonar nýkántrí eða nútímalegt þjóðlagarokk hefur sveitin daðrað við flestar gerðir tónlistar í gegnum árin og stækkað og minnkað eftir þörfum - um tíma voru sautján manns í sveitinni en alla jafna eru þeir fimm. Undanfarin ár hefur Wagner verið venju fremur duglegur; til að mynda gaf Lambchop út tvær breiðskífur sama daginn í hitteðfyrra og plöturnar á þessu ári verða líka tvær - um daginn kom út b-hliðaplatan The Decline of Country and Western Civilization og eins og getið er kemur Damaged út eftir mánuð. Sú plata hljómar einkar vel, heyr til að mynda lagið Crackers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband