Rottur!

Skemmtilegur pistill eftir Þormóð Dagsson í Morgunblaðinu í dag um þá merku menningarstarfsemi sem stunduð var í Siglufjarðarprentsmiðju á níunda áratugnum (Hasarblöðin frá Siglufirði). Þar var gefin út íslensk útgáfa hasarblaða, aðallega frá Marvel og DC Comics, meðal annars blöð um Tarsan og Korak son hans, Gög & Gokke, Superman, Hulk, Batman, Kóngulóarmanninn og Tomma & Jenna.

Eitt það skemmtilegasta við blöðin voru þýðingarnar sem voru oft frábærlega klaufalegar. Segir sitt að Superman var íslenskaður með því að skeyta n-i við titil blaðsins sem hét eftir það Supermann - merkilegur andskoti að láta hasarblað heita eftir heiti söguhetjunnar í þolfalli!

Eins var gaman að lesa (og nota upp frá því) upphrópanir eins og "úh-oh", "rottur!" og "ó, bróðir", sem Þormóður nefnir í grein sinni, og svo voru það setningar sem voru svo klunnalega þýddar að maður gleymir þeim ekki. Gott dæmi er eftirfarandi setning sem hraut af vörum Koraks í einu blaðinu: "Tennur mínar hlaupa í vatni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súpermann er ekki þolfall frekar en Hermann!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 11:14

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Góður punktur - Hermann, Frímann, Grámann, Súpermann ... en ekki Batmann!! (Sjá Batman-blöð Siglufjarðarprentsmiðju.)

Árni Matthíasson , 17.7.2006 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband