Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Ósigur Ísraela
Þvert á von bókstafstrúarmanna vestan hafs og víðar varð árás Ísraela á Líbanon ekki til þess að flýta fyrir heimsendi og það þó menn hefði vísað í Opinberunarbókina fram og aftur. Sjá til að mynda hér, hér eða hér. (Ævintýraleg della.)
Öllu verra, fyrir Ísraela í það minnsta, var að árásirnar urðu ekki til þess að auka öryggi Ísraels og merkilegt hve hinn vel vopnaði her landsins var illa búinn undir stríðið þegar á reyndi. Ýmsir hafa gert því skóna að ráðamenn vestan hafs hafi lagt hart að Ísraelum að láta til skarar skríða og talið þeim trú um að loftárásir á bækistöðvar Hizbolla myndu draga broddinn úr Hizbolla og síðan mætti sprengja Líbani til hlýðni - með árásum á óbreytta borgara í bland við árásir á Hamas, samanber fjöldamorðin í Qana, mætti berja Líbani til þess að afvopna Hamas. það hefur og komið framað Bandaríkjamenn áttu von á því að átökin í Líbanon gætu veikt stöðu Sýrlendinga og þar með breytt valdahlutföllum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Málið er bara það að Hizbolla hefur komið sér svo vel fyrir í samfélagi sjíta í Suður-Líbanon og nýtur svo mikillar velvildar að eina leiðin til að sigra samtökin er að drepa alla íbúa svæðisins eða hrekja þá á brott fyrir fullt og allt. Það bætir enn stöðu samtakanna að nú þegar flóttamenn snúa aftur til sína heima eru það Hamas-liðar sem leggja þeim lið við að endurreisa húsnæði, tengja vatnsleiðslur, endurbyggja skóla og sjúkrahús og útdeila mat og lyfjum til þurfandi. Stjórnvöld í Beirút hafa ekki brugðist við af sama krafti og ekki Sameinuðu þjóðirnar - ekki er bara að Hizbolla hafi unnið stríðið (með því að lifa það af og gott betur) - samtökin eru líka að vinna friðinn.
Ýmsir hafa reynt að gera hið besta úr öllu saman, halda því fram að Hizbolla sé nánast óstarfhæft, að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna muni tryggja öryggi Ísraels og halda Hizbolla í skefjum, en það er bara tálsýn og óskhyggja. Yfirlýsingar Bush um þessi máli eru til að mynda hreinn barnaskapur og eins var flest það sem frá Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna tóm steypa. Hún er rúin trausti í þessum heimshluta.
Ísraelskur almenningur er sleginn yfir lélegri frammistöðu hersins, ekki síður en yfir aulagangi yfirmanna hans og forsætisráðherrans - ríflega helmingur Ísraelsmanna telur að hernum hafi mistekist ætlunarverk sitt og enn fleiri telja að Ísrael hafi ekki náð neinu af markmiðum sínum með árásinni á Líbanon. Kemur ekki á óvart að menn eru almennt mjög óánægðir með forsætisráðherrann og enn óánægðari með varnarmálaráðherrann.
Ágæt úttekt á niðurstöðu stríðsins í Suður-Líbanon hjá Shmuel Rosner blaðamanni Haaretz hér. ("My Lebanese friend wrote me a couple of days ago: "Destroying Lebanon will do you no good; all you're doing is nurturing additional hate towards the Israelis." I have not yet answered. I don't really know what to say.")
Hann tekur líka fyrir orðaleppana og hálfsannleikinn sem stjórnmálamenn bregða fyrir sig hér. ("70% of Hezbollah capability was destroyed But it appears that these terrorist bastards had 750% before the war.")
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.