Mánudagur, 21. ágúst 2006
Umbúđir og innihald
Innihald bóka skiptir öllu, umbúđirnar eru bara til ađ auđvelda okkur ađ komast á bak viđ textann, ađ nálgast hugmyndaheiminn sem býr í hverri skáldsögu. ţrátt fyrir ţađ stendur mađur sig ađ ţví ađ rétta ósjálfrátt höndina eftir bók međ vel hannađa ađlađandi kápu hvort sem ţađ er vegna ţess ađ hún er stílhrein og einföld eđa skemmtilega snúin í fjölbreytileika sínum. Bókakápan er ţví mikilvćg og mér er sagt ađ dćmi séu um ađ kostnađur viđ gerđ bókarkápu hafi veriđ nćrfellt fjórđungur heildarkostnađar viđ gerđ hennar.
Sagan segir ađ Allen Lane hafi veriđ staddur á járnbrautarstöđ 1934 og ekki fundiđ neitt ađ lesa af viti. Ţá flaug honum í hug ađ gefa út almennilegar bćkur, bókmenntir, í ódýrum kiljum sem seldar vćru í sjálfsölum um allt Bretland. Ţetta tókst bráđvel og hafđi gríđarleg áhrif á bókaútgáfu eins og flestir ţekkja eflaust. Eitt af ţví sem Allen lagđi mikla áherslu á var ađ útlit bókanna átti ađ vera stađlađ en mismunandi á litinn eftir ţví um hvađ hver bók var - appelsínugult var fyrir skáldsögur, grćnt fyrir spennusögur, blátt fyrir ćvisögur, rautt fyrir leikrit og bleikt fyrir ferđabćkur. Hann var mjög á móti kápumyndum enda var einfalt og skýrt útlit smám saman gríđarsterkt vörumerki. Međ tímanum tóku ţó ađ birtast litlar myndir á miđjum kápunum og smám saman lögđu ţćr framhliđina undir sig ţó litaţema sé enn notađ ađ nokkru leyti.
Ţegar kápumyndir tóku ađ birtast á Penguin-bókum voru ţćr oft stílfćrđar eftir einhverju í sögunni, eđa eftir inntaki sögunnar, einskonar vísbending fyrir vćntanlegan lesanda. Ekki voru allir útgefendur eins vandi ađ virđingu sinni og í mörgum tilfellum var kápan tálbeita - á henni kannski mynd af fagurri stúlku, jafnvel í klóm óţokka, en innihaldiđ var kannski allt annađ. Ţetta er nokkuđ sem mađur kynntist vel sem áhugamađur um vísindaskáldskap um 1970 - kápurnar á ţeim bókum voru hver annarri svakalegri og alsiđa ađ ţćr vćru í engu samrćmi viđ innihaldiđ. Ţetta ţóttu og ekki par fínar bókmenntir á ţeim tíma, og ţykja eiginlega ekki enn, og markhópurinn ekki hátt skrifađur heldur, ungir menn sem hugsuđu eiginlega ekki um annađ en kynlíf og ţví vel móttćkilegir fyrir myndum af fáklćddum konum og krassandi kynlífslýsingum (á ţess tíma mćlikvarđa) ţó alla jafna vćri ekkert kynlíf ađ finna í bókunum sjálfum.
Um ţađ leyti sem ég byrja ađ lesa vísindaskáldskap, 1966 eđa 67, var gullöld vísindaskáldsagnanna liđin, eđa í ţađ minnsta gullöld vísindaskáldsagnakápumynda. Ţrátt fyrir ţađ komst ég yfir mikiđ magn af bókum međ svo krassandi kápum hjá honum Sigurđi á Laufásveginum og síđar hjá Ingvari. Međ tímanum breyttust síđan kápurnar, urđu hófstilltari í takt viđ ţađ ađ vísindaskáldskapur varđ virđulegri, eđa reyndi ađ virđast virđulegri - ég man eftir ţví ţegar menn börđust fyrir ţví ađ hćtt yrđi ađ tala um vísindaskáldskap, SF ćtti ekki lengur ađ vera skammstöfun á Science Fiction, heldur Spectulative Fiction - óttalega hallćrisleg pćling.
Flestum SF-bókanna, einhverjum hundruđum, fargađi ég fyrir mörgum árum, og sé ekkert á eftir ţeim, en sumar urđu ţó eftir, jafnvel í mörgum eintökum eins og ég komst ađ viđ tiltekt um daginn. Ţar rakst ég til ađ mynda á ţrjú eintök af The Sirens of Titan eftir Kurt gamla Vonnegut. Kápurnar á ţeim eintökum eru einmitt skemmtileg vísending um hvernig álit manna á Vonnegut hefur breyst í gegnum tíđina.
Fyrst er ađ telja útgáfu Dell frá 1959, frumútgáfu bókarinnar. Hún er lítil um sig, eins og Dell bćkur voru gjarnan á ţeim tíma, komust betur í vasa: 10,7x16, 319 síđur. Eins og sjá má er hér veriđ ađ höfđa til lćgstu hvata og ýmislegt bendir til ţess ađ kápuhönnuđur hafi ekki lesiđ bókina. Á baksíđu hennar stendur líka ţessi óborganlegi texti:
The Time: Somewere in the Near Future.
The Place: Beyond the Limits of Space.
Where the beauty of woman is without compare ... but man is without a memory of woman's delights ...
Where nothing is forbidden ... but thinking is an unforgivable sin ...
Where life is "perfect" ... but resistance to its "perfection" means death ...
Útgáfa númer tvö, sem ég man reyndar ekki eftir ađ hafa keypt, en á ţó samt, er bresk útgáfa, gefin út af Corgi 1964. Stćrđin er klassísk Penguin-stćrđ, 11x17,7, 222 síđur. Kápan er ekki eins eggjandi og á frumútgáfunni, en óneitanlega nokkuđ fríkuđ samt. textinn á forsíđunni er líka magnađur ("Mankind in the nightmare age"). Á bakhliđinni er vitnađ í ýmsar umsagnir, međal annars í Books and Bookmen, Punch og ónefndan gagnrýnanda BBC og svo rithöfundana Brian Aldiss og Elizabeth Jane Howard.
Svo er ţađ ţriđja útgáfan sem birtist í safninu óforvarandis fyrir nokkrum árum. Hún er frá Dell, gefin út 1998. Eins og sjá má á kápunni hefur vegur Vonneguts heldur vaxiđ sem sést međal annars á stćrđinni, 13,5x20,3, 336 síđur. Ekki er hćgt ađ kalla bók í ţeirri stćrđ vasabrotsbók, enda er hér veriđ ađ stilla Vonnegut upp viđ hliđ veigameiri höfunda og um leiđ ađ fćra hann í nútímalegri búning. Stílhrein hönnunin er líka til ţess fallin ađ undirstrika ađ hér sé alvöru bókmenntaverk, en undir samheitinu The Dial Press komu út allar bćkur Vonneguts áţekkar útlits.
Ţegar ég var ađ pára ţetta (ef svo má segja) leitađi ég ađ fleiri kápum af ţessari ágćtu bókar Vonneguts og rakst ţá á eina sem ég átti einhvertímann. Stílinn á henni finnst mér vera frá áttunda áratugnum og ýmislegt sem bendir til ţess ađ listamađurinn hafi ekki lesiđ bókina. Hann hefur ţó dísirnar ţrjár, enda hnođađi Salo, vélmenniđ frá Tralfamador, ţrjár styttur af fögrum konum út títönskum mó. Hugsanlega er Salo mađurinn međ lendarskýluna, enda fellur sú mynd illa ađ Malachi Constant eđa Winston Niles Rumfoord ađ mínu mati.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiđlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.