Þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Spilastokkur fyrir frelsisunnendur
Eitt af því besta við MP3-væðinguna eru spilastokkar, mikil þarfaþing og talsvert hagnýtari og þægilegri í notkun en fyrri ferðaspilarar, allt frá Walkman snældutækinu í ferðageislaspilara. Ég hef átt nokkra MP33-pilara frá því ég keypti 64 MB RCA Lyra spilastokk vorið 1999. Það var afleit græja og lítið notuð, en ágætis kynning á fyrirbærinu. Eitt af því sem mér fannst verst við Lyruna, að því frátöldu hvað lítið pláss var fyrir músík, var að tónlistin var vistuð á öðru sniði en Mp3 (MPX). Fyrir vikið tók lengri tíma að lesa tónlist inn á tækið og þurfti sérstak forrit til þess.
Frá því Lyran fór niður í skúffu hef ég keypt nokkra spilastokka til að fylgjast með tækninni, en hef ekki notað þá nema þann tíma sem þurfti til að kynnast þeim rækilega - eftir það fóru þeir niðrí skúffu eða krakkarnir tóku þá sér til handagagns. Fæstir stóðust þeir einföldustu kröfur:
Almennilegu hljómur (svo langt sem það nær - MP3 er lossy þjöppun)
Mikið rými (ekki minna en ca 50-100 plötur)
Þokkalegur skjár
Góð rafhlöðuending
Lítill um sig
Stöðluð tengi (USB eða Mini-USB tengi)
Frelsi (hægt að afrita tónlist beint á spilarann - MSC)
Þetta eru ósköp einfaldar kröfur en getur þó verið snúið að fá þær uppfylltar. iPodinn uppfyllir til að mynda ekki síðustu kröfuna, sem er þó ein sú mikilvægasta að mínu mati ef ekki sú mikilvægasta. Fyrir vikið hef ég ekki fengið af mér að nota iPod þó ég hafi átt slíkt apparat og reyndar keypt nokkra slíka til gjafa. Málið er nefnilega að mér finnst iTunes afskaplega leiðinlegur hugbúnaður og einkar gott dæmi um þráláta löngun Apple til að skerða frelsi viðskiptavina sinna. (Annað gott dæmi heitir Macintosh.)
Fyrir nokkrum árum fékk ég mér Rio spilara sem var með 4 GB hörðum disk og reyndist prýðilega. Hann uppfyllti öll ofangreind skilyrði nema eitt, skjárinn var lélegur. Þegar hann bilaði (hljóðstyrkshnappurinn) og ljóst að ekki væri hægt að gera við hann (Rio hætti að selja spilastokka), fékk ég mér 6 GB Creative Zen Micro Photo. Hann uppfyllir öll skilyrðin, nema mér finnst rafrhlöðuending ekki alveg nógu góð.
Í síðustu viku komst ég svo yfir nýjan spilara frá SanDisk, Sansa e270. Hann uppfyllir öll skilyrðin nema það með tengin, því á spilaranum er sérstakt tengi fyrir USB snúruna og því þarf maður að passa upp á snúruna. Rafhlöðuending sýnist mér mjög góð. Þeir SanDisk menn segja hana u.þ.b. 20 tíma, sem getur vel staðist.
Sansa línan frá SanDisk notar Flash-minni sem gerir þá traustari og sparneytnari en ella álíka og Nano spilastokkurinn frá Apple. Sansa e270 er álíka stór og Nano, jafn langur og breiður, en heldur þykkari. Skjárinn er talsvert stærri. Hann er með innbygt útvarp (hægt að taka upp beint úr útvarpinu) og hljóðnema fyrir upptöku. Á honum er rauf fyrir minniskort. Innra minni í spilaranum er 6 GB, en í gær kynnti SanDisk nýtt módel sem er 8 GB.
Hægt er að sýna ljósmyndir og myndbönd á spilaranum en til þess að það sé unnt verður að breyta viðkomandi skrám með hugbúnaði sem fylgir (Sansa Media Converter). Það gengur alla jafna vel og tekur skamman tíma. Ég prófaði til að mynda með teiknimynd (Wallace & Gromit: Curse of the Were-Rabbit) og leikna mynd (Life Aquatic) og þær skiluðu sér merkilega vel miðað við skjástærð. Ég rippaði Walace & Gromit myndina með DVD Decrypter og vann rippið síðan með AutoGK (Auto Gordian Knot), hvort tveggja afbragðsforrit. Það fyrrnefnda er víst ekki lengur ókeypis en hitt er opinn hugbúnaður sem finna má hér. Life Aquatic fann ég á Netinu sem 2x700 MB skrár. Það er vo skemmtilegt útaf fyrir sig að Sansa Media Converter varpar kvikmyndum yfir í QuickTime.
SanDisk hefir kynnt spilastokka sína með umdeildum auglýsingum þar sem mikið grín er gert að iPod-hjörðinni. Sjá: idont.com
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Tónlist, Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.