Uppskrúfaður ritstjóri

Naumast hann er uppskrúfaður ritstjóri væntanlegs (hugsanlegs?) blaðs Dagsbrúnar í Danmörku, Nyhedavisen. Á meðan þarlendir bíða þess að útgáfa hefst bloggar ritstjórinn, David Trads, á léni blaðsins, avisen.dk og er svo hástemmdur að manni þykir nóg um:

"Hvordan sikrer jeg, at avisen.dk (og dermed Nyhedsavisen) blir selve det danske medie, hvor elitens barrierer blir trukket væk – og hvor alles holdning er lige meget værd?"

Einfalt svar við þessu er að þetta er ekki hægt þar sem eigendur hvers blaðs hljóti alltaf að fá aðra meðferð en utanaðkomandi, eins og dæmin sanna (og ekkert að því, þ.e. að eigendur fjölmiðils beiti honum eins og þeim þykir henta). Rómantíkin sem felst í þessum orðum ritstjórans nýja er því í besta falli hjákátleg.

Það er svo annað mál hvernig Nyhedsavisen mun takast að gera avisen.dk að einu vinsælasta vefsetri Danmerkur sem er markmið þeirra ("Avisen.dk vil være blandt landets fem mest læste websites").  Það eru örugglega sóknarfæri á vefnum í Danmörku svo framarlega sem menn fara aðrar leiðir en Dagsbrún hefur fetað hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband