Vandamál með handfarangur

Fyrir nokkrum áratugum vann faðir minn starf sem kallaði á tíðar ferðir til útlanda. Á þeim tíma voru flugsamgöngur ekki eins almennar og vel skipulagðar og nú er og því kom oft fyrir að heimsferðinni seinkaði fyrir ýmsar sakir. Ein slík seinkun er mér ofarlega í huga en þá tafðist flug frá Lundúnum vegna verkfalls hlaðmanna. Málið var að nokkrir hlaðmenn staðnir að því að stela úr farangri á Heathrow-flugvelli og voru reknir fyrir. Þetta sættu starfsfélagar þeirra sig ekki við og fóru í verkfall til að þrýsta á að mennirnir yrðu ráðnir aftur. Fyrir vikið tafðist flug frá og til Lundúna þar tilbúið var að ráða mennina aftur.

Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér er öryggisreglur voru svo hertar eftir meint fyrirhugað sprengjutilræði fyrir stuttu að fólki var bannað að hafa handfarangur með sér í flugi. Ég geri ráð fyrir að flestir hafi það í handfarangri sem verðmætast og viðkvæmast því þó aðstæður séu gerbreyttar hvað varðar meðferð á farangri í flugi, mun sjaldséðara að töskur séu skemmdar eða að þær hafi verið opnaðar, þá er það svo að verðmætin vill maður helst hafa í augsýn á heimleiðinni, ekki síst ef skipta þarf oft um flugvél.

Ég verð því að segja að ég skil áhyggjur breskra tónlistarmanna mjög vel (og ekki bara breskra, sjá þessa frétt) en það hljóta fleiri að hafa áhyggjur af því hvert stefni, til að mynda atvinnuljósmyndarar og fleiri þeir sem bera þurfa með sér dýran og viðkvæman búnað milli landa og eins hlýtur tryggingamönnum að renna kalt vatn milli skinns og hörund


mbl.is Öryggisreglur á breskum flugvöllum reiðarslag fyrir tónlistarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Skv. skilmálum langflestra tryggingarfyrirtækja eru dýrmætir hlutir eins og hljóðfæri, tölvur, myndavélar, skartgripir o.s.frv. ekki tryggðir í farangursrými þar sem gert er ráð fyrir að slíkir hlutir séu teknir í handfarangur.

Tryggvi Thayer, 27.8.2006 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband