Þeir Liars-félagar Aaron Hemphill og Angus Andrew hafa sýnt og sannað í gegnum árin að þeim er ekkert heilagt þegar tónlist er annars vegar - hræra saman ólíklegustu hlutum og hugmyndum, danstónlist, pönki, rokki og raftónlist og binda saman með ótrúlega mergjuðum textum og geggjuðum söng.
Fyrsta platan They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument on Top, kom út í október 2001, tekin upp á tveim dögu skömmu eftr að sveitin kom fram í fyrsta sinn. Frábær plata. Þrjár stuttskífur komu út 2002, Magical, Fins to Make Us More Fish-Like, We No Longer Knew Who We Were. Ég hef ekki heyrt Magical en hinar tvær eru mjög ólíkar en afbragð hvor á sinn hátt.
Á þeim plötum sem taldar hafa verið eru liðsmenn Liars fjórir, en haustið 2002 rákur þeir Hemphill og Andrew hin tvo. Þear þeir tóku síðan til við að hljóðrita nýja breiðskífu sumarið 2003 slóst slagverksleikarinn Julian Gross í hópinn. Platan They Were Wrong, So We Drowned kom svo út snemma árs 2004 og fékk misjafna dóma.
Á síðasta ári komu Liars sér fyrir í Berlín og tóku þar upp breiðskífuna Drum's Not Dead sem kom út í lok janúar sl. Platan nýja segir frá sögupersónunum Drum og Mount Heart Attack sem koma við sögu í nokkrum laganna. Andrew lýsir því svo að Drum sé skapandi og ákveðinn þáttur í tónlist sveitarinnar, eiginlega fjórði meðlimur hennar, en Mount Heart Attack viðbrögð við framkvæmda- og sköpunargleði Drum - streita, óöryggi og vantrú á eigin getu.
Fyrstu útgáfu plötunnar Drum's Not Dead fylgdi DVD diskur með þremur útgáfum af plötunni, því á honum eru þrjár kvikmyndir sem byggjast á plötunni og hver kvikmynd er samsett úr myndböndum við lög hennar.
Meginflokkur: Plötur ársins 2006 | Aukaflokkur: Tónlist | Föstudagur, 8. september 2006 (breytt 26.9.2006 kl. 16:36) | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar