Algengt er að menn líki Wilderness við PiL og þá aðallega fyrir söngstíl James Johnson, sem einskonar kallsöngur, en ekki er heldur langt á milli í tónlistinni, klifunarkennt rokk með þéttum gítarflekum og áherslu á trommu- og bassaleik.
Wilderness-félagar, James Johnson, Brian Gossman, Will Goode og Colin McCann, eru frá Baltimore og hafa starfað saman í rúman áratug, þó ekki séu nema fimm ár síðan hljómsveitin Wilderness varð til. Fyrsta platan samnefnd sveitinni, var tekin upp sumarið 2004 og tilbúin þá um haustið. Hún kom svo út síðsumars 2005.
Ekki var eins löng bið eftir næstu plötu, því Vessel States kom út í apríl sl. Hún er að mínu mati mun betri plata, heilsteyptari og þéttari - greinilegt að þeir Wilderness félagar hafa haft gott af tónleikaferðinn sem fylgdi í kjölfar frumraunarinnar.
Meginflokkur: Plötur ársins 2006 | Aukaflokkur: Bloggar | Föstudagur, 8. september 2006 (breytt 26.9.2006 kl. 16:33) | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar