Built to Spill er rokksveit frá Boise í Idaho með Doug Martsch fremstan meðal jafningja, magnaður gítarleikari, lagasmiður og söngvari. Fyrsta breiðskifa sveitarinnar kom út 1993, Ultimate Alternative Wavers, 1994 kom There's Nothing Wrong with Love og 1997 kom fyrsta platan fyrir stórfyrirtæki, og þar af leiðandi sú fyrsta með almennilega dreifingu, Perfect From Now On. Fín plata. Enn betri var Keep It Like a Secret sem kom út 1999. Það var eiginlega fullmikið af gítar á tónleikaplötu sem sveitin sendi frá sér 2000, en Ancient Melodies of the Future, sem kom út 2001, var góð plata þótt greina hafi mátt þreytumerki á sveitinni.
Um það leyti sem Ancient Melodies of the Future kom út var Doug Martsch búinn að fá nóg af rokkinu. Hann lagði því Built to Spill á hilluna og fór að stúdera kassagítarblús, Mississippi-blús með Mississippi Fred McDowell sér til fyrirmyndar. Eftir um árs æfingar og lagasmíðar var hann kominn með þónokkuð af lögum og tók upp nokkur þeirra og gaf út á plötu, Now You Know, haustið 2002. Í kjölfarið fór hann síðan í tónleikaferð um Bandaríkin einns síns liðs en áttaði sig þá á því að hann saknaði Built to Spill og rokksins.
Built to Spill kom síðan saman aftur haustið 2004 og fór í stutta tónleikaferð síðasta vor. Þá var sveitin langt komin með nýja breiðskífu; You in Reverse. Sú plata var ólík fyrri verkum að því leyti að hún var unnin uppúr æfingalotu þar sem spunnið var af fingrum fram, hver lagði sitt af mörkum. Martsch fór síðan með upptökur af æfingunum heim og fann til það bitastæðasta til frekari lagasmíða.
Afraksturinn af þessum æfingum var svo sú ágæta plata You in Reverse. Tónlistin á skífunni er venju fremur fjölbreytt þótt hún fari aldrei langt frá því að vera Built to Spill-plata. Greinilegt að þeir félagar hafa fundið spilagleðina að nýju og sveitin hefur eiginlega ekki hljómað betur að mínu viti.
Meginflokkur: Plötur ársins 2006 | Aukaflokkur: Bloggar | Föstudagur, 8. september 2006 (breytt 26.9.2006 kl. 16:32) | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar