Uppruna Band of Horses er að finna í Carissa's Wierd, hljómsveit sem starfaði á auturströnd Bandaríkjanna í um áratug, virt en naut þó ekki teljandi vinsælda. Leiðtogi sveitarinnar var gítarleikarinn Mat Brooke. Framan af starfsævi sveitarinnar var hún samningsbundin Brown Records, fyrirtæki sem Ben Bridwell átti og rak. Þeim Brooke og Bridwell varð vel til vina og svo fór að sá síðarnefndi gekk til liðs við Carissa's Wierd sem trommuleikari og lagasmiður með Brooke.
Þegar sveitina þraut örendi fyrir tveimur árum fór Bridwell að semja lög einn síns liðs og tók upp prufur þar sem hann söng og lék á gítar. Hann bað Brooke síðan að aðstoða sig og áður en langt um leið voru þeir búnir að stofna hljómsveit saman sem þeir kölluðu Band of Horses.
Carissa's Wierd spilaði draumkennt popp, en þeir félagar slá heldur í í Band of Horses, meiri gítar, meiri þungi í lögunum og söngurinn allt annar.
Sveitin var ekki búin að spila lengi að hún komst á samning hjá Sub Pop og fyrsta platan kom út 2005, smáskífa samnefnd hljómsveitinni. Fyrsta breiðskífan, Everything All the Time, var svo tekin upp síðasta haust og kom út um daginn. Mjög fín plata sem minnir ekki svo lítið á aðra ágæta gítarsveit, My Morning Jacket.
Meginflokkur: Plötur ársins 2006 | Aukaflokkur: Tónlist | Föstudagur, 8. september 2006 (breytt 26.9.2006 kl. 16:32) | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar