Miðvikudagur, 13. september 2006
Airwaves í vændum
Þá er búið að kynna dagskrá Airwaves 18. til 22. október þó hugsanlega eigi eitthvað eftir að bætast við. Ekki finnst mér eins margt spennandi í boði og á síðustu hátíð, en það er vitanlega smekkur minn sem ræður því - það er ekki eins margt sem mig langar til að sjá og heyra.
Kannski fór síðasta hátíð líka svolítið úr böndunum ef marka má biðraðirnar sem mynduðust fyrir utan Nasa til að mynda, en við fyrstu sýn er betra jafnvægi í framboðinu að þessu sinni.
Einu erlendu hljómsveitirnar sem ég ætla alls ekki að missa af eru The Go! Team og Mates of State; mér er sama um hitt.
Það er aftur á móti talsvert af sveitum íslenskum sem ég vil alls ekki sleppa: Lokbrá, Forgotten Lores, My Summer as a Salvation Soldier, Mugison, Seabear, Mammút, Stillusteypa, Jakobínarína, We Made God, Úlpa, Biggi, Unsound og Dr. Mister & Mr. Handsome svo nokkuð sé nefnt.
Sjáum hvernig það gengur upp. (Dagskráin á örugglega eftir að breytast með tilliti til tímasetninga, kannski til hins betra, en eins líklegt að planið fari allt í rugl. Annað eins hefur nú gerst.)
Eftirfarandi upptalning er semsé það sem ég ætla mér að sjá á Airwaves að þessu sinni, heildardagskrá er annars á vef hatíðarinnar, www.icelandairwaves.com/.
Miðvikudagur, 19. október | ||
22:30 | Lokbrá | Grand Rokk |
22:45 | Fræ | Nasa |
23:30 | Forgotten Lores | Nasa |
Fimmtudagur, 19. október | ||
19:45 | Mates of State | Listasafn Reykjavíkur |
20:00 | Egill Sæbjörnsson | Iðnó |
21:30 | My Summer as a Salvation Soldier | Gaukurinn |
22:00 | Nico Muhly | Iðnó |
23:00 | Mugison | Listasafn Reykjavíkur |
23:30 | Seabear | Þjóðleikhúskjallarinn |
00:00 | Love is All | Nasa |
00:15 | Langi Seli og Skuggarnir | Þjóðleikhúskjallarinn |
Föstudagur, 19. október | ||
20:00 | Baggalútur | Listasafn Reykjavíkur |
20:45 | Benni Hemm Hemm | Listasafn Reykjavíkur |
21:30 | Biogen | Iðnó |
21:30 | Islands | Listasafn Reykjavíkur |
22:15 | Mammút | Gaukurinn |
22:15 | Stillusteypa | Iðnó |
23:00 | Jakobínarína | Listasafn Reykjavíkur |
00:00 | The Go! Team | Listasafn Reykjavíkur |
00:00 | Ghostigital | Iðnó |
01:00 | Jeff Who? | Gaukurinn |
Laugardagur, 19. október | ||
20:00 | We Made God | Grand Rokk |
20:45 | Úlpa | Nasa |
21:30 | Biggi | Listasafn Reykjavíkur |
22:00 | Unsound | Pravda |
23:30 | Mr. Silla | Þjóðleikhúskjallarinn |
00:45 | Hafdís Huld | Iðnó |
01:00 | Hairdoctor | Gaukurinn |
01:45 | Dr. Mister & Mr. Handsome | Nasa |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.9.2006 kl. 09:22 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki að sjá wolf parade?
Steinn E. Sigurðarson, 13.9.2006 kl. 16:58
Rekst á Go! Team :-(
Árni Matthíasson , 13.9.2006 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.