Ys og þys útaf Jesú

Það kemur ekki á óvart að dómstóll í Bretlandi skuli hafa vísað frá máli höfunda The Holy Blood and the Holy Grail gegn Dan Brown útaf Da Vinci lyklinum, enda þarf ekki mikla umhugsun til að sjá hversu fáránlegt það var að þeir Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln, höfundar The Holy Blood and the Holy Grail, gætu haldið því fram annars vegar að sú bók sé sagnfræðirit og svo hinsvegar, þegar þeir sjá pening í spilinu, að hún sé skáldverk. Ég las The Holy Blood and the Holy Grail fyrir mörgum árum, man ekki hver hélt henni að mér á þeim forsendum að þar væri mikil snilld á ferðinni, en niðurstaðan var eiginlega bara fyndin, þ.e. að Jesú og María hafi sest að í Frakklandi og komið þar upp konungaætt. Da Vinci lykilinn var eiginleg betri að því leyti að hún var bara spennubók og ekki ætlast til að maður trúði einu eða neinu - bók sem maður gat hent að henni lokinni. Þeir Baigent, Leigh og Lincoln geta svosem vel við unað, málshöfðunin hefur komið bókinni þeirra aftur á metsölulista og því finnst þeim eflaust að málaferlin hafi verið hið besta mál. Allt umstangið hefur líka komið sér vel fyrir Baigent sjálfan, því hann gaf út fyrir skemmstu bókina The Jesus Papers: Exposing the Greatest Cover-Up in History sem selst hefur vel. Nú hef ég ekki lesið hana og á væntanlega ekki eftir að gera það, en skilst að í bókinni sé hann að jórtra á sömu gömlu hugmyndinni og hampað er í The Holy Blood and the Holy Grail. Hvað sem því líður þá er hún nú í ellefta sæti á sölulista Amazon.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Mál Baigent og Leigh (Lincoln tók ekki þátt í málinu) verður ekki svo fáránlegt ef Andrew Knight hefur eitthvað um það að segja. En ég held að Knight fái ekkert að hafa neitt um það að segja. Svolítill hálfviti að mínu mati. Hvað Baigent varðar, hann er betri núna en nokkru sinni áður. Byggir bókina á stórmerkilegum papýrus skjölum sem ónefndur aðili situr á og á aldrei eftir að láta frá sér og ætlar aldrei að láta neinn sjá, nema Baigent auðvitað.

Tryggvi Thayer, 8.4.2006 kl. 21:40

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

En hentugt að enginn muni nokkurntímann sjá þessi skjöl, svo enginn geti efast um sannleikann.

Steinn E. Sigurðarson, 11.4.2006 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband