Þriðjudagur, 11. desember 2007
Minnkandi ójöfnuður
Í ljósi þeirra hamfara sem nokkrir helstu auðjöfrar Íslands hafa nú gengið í gegnum (og sér ekki fyrir endann á) er ég steinhissa á að ekki hafi meira heyrst í þeim mæta hagfræðingi Stefáni Ólafssyni.
Málið er nefnilega það að eftir því sem milljarðar grósseranna hafa gufað upp hefur ójöfnuður minnkað í þjóðfélaginu eins og Stefán Ólafsson mælir hann, bilið milli ríkra og fátækra hefur mjókkað sem gerist vissulega þegar hinum ríku fækkar.
Úr orðum Stefáns mátti og lesa að ef sá ójöfnuður yrði minnkaður myndi hinum fátæku líða betur. Gengur það eftir?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti, Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli það. Ætli það verði ekki minni líkur á því að ný störf skapast þegar minna er til af peningum.
Spekingar eins og Stefán Ólafsson láta hæst í sér heyra þegar allt er gott. Þá væla þeir um allt og ekkert. Síðan þegar eitthvað kemur fyrir og það þyrfti nú á þeim að halda þá er hvergi hægt að ná á þá.
Fannar frá Rifi, 11.12.2007 kl. 11:44
Mæltu manna heilastur - merkilegt nokk þá bylur ekkert í tómu tunnunni þegar helst skyldi.
Jón Agnar Ólason, 11.12.2007 kl. 12:03
Snilld!
Spurning hvort það sé ekki líka aukinn ójöfnuður þegar sumir þessarra manna skulda orðið miklu meira en við hin sem erum bara með svona meðalyfirdrátt?
Hjalmar Gislason (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:45
ohh ætli þetta tap finni sér ekki farveg til okkar smælingjanna, hærri vextir, hærra verð, það er nú bara villimennska að láta stóru strákana tapa
Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:12
Hér eru ótrúlegir miðilshæfileikar á ferð Árni. Hér er Hannes Hólmsteinn kominn í gegn og hann er meira að segja sprelllifandi!
Haukur Nikulásson, 12.12.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.