Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Brotabelti hugans
Ítalska borgin Messína er á Sikiley, á norðausturenda eyjarinnar. Í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu var Messína áttunda stærsta borg Ítalíu, en þar bjuggu þá um 150.000 manns. 28. desember það ár reið jarðskjálfti yfir borgina og hafði í för með sér miklar hörmungar fyrir íbúana. Á fyrstu mínútunum fórust um 80.000 manns í Messína og um 25.000 fórust í Reggio di Calabria sem er handan við Messína-sund, sem var stærstur hluti íbúa þeirrar borgar.
Skemmdir á Messína og nálægum þorpum var ekki bara vegna skjálftans, heldur kom hann einnig af stað flóðbylgju, fimmtán metra hárri, sem skall á þorpum og borgum við ströndina og talið að á þriðja tug þorpa hafi eyðst á skömmum tíma. Alls er takið að 160.000 manns hafi farist í jarðskjálftanum og sumir halda því fram að mannfall hafi verið enn meira, jafnvel allt að 250.000.
Nánast allar byggingar hrundu í Messína, en borgin hafði verið endurbyggð af vanefnum eftir mannskæðan jarðskjálfta 1783.
Skjálftar eru tíðir á Ítalíu enda liggur brotabelti liggur eftir endilöngu landinu suður eftir Apennín-fjöllum og annað slíkt er þvert yfir landið um miðbik þess. Álíka belti, og þó öllu meira, er yfir Anatólíu þvera, hefst skammt sunnan við Izmir/Smyrnu (og um 20 kílómetra frá Istanbúl). Þar hafa orðið mannskæðir jarðskjálftar, síðast kl. 3 aðfaranótt 17. ágúst 1999 þegar skjálfti, sem átti upptök sín skammt frá Izmir, varð tugþúsundum að fjörtjóni, en talið er að um 30.000 manns hafi farist á þeim 45 sekúndum sem fyrsta skjálftahrinan varði.
Í greinasafninu Other Colurs lýsir tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk því hvernig hann upplifði skjálftann. Hann var þá staddur með fjölskyldu sinni á eyju í Bosporussundi, skammt frá Istanbúl, í sumarleyfi. Hann, og fjölskyldan öll, vaknaði við gríðarlegar drunur og sótti konu sína og dætur á efri hæð sumarhússins í myrkrinu, enda varð þegar rafmagnslaust:
"Við fórum út í garð og næturkyrrðin umlukti okkur. Drunurnar hræðilegu höfðu hljóðnað og þar var eins og allt umhverfi okkar biði óttaslegið líkt og við. Garðurinn, trén, eyjan litla umkringd stórgrýti - þögn í óttunni nema fyrir dauft skrjáf í laufi og hjartað sem ólmaðist í brjósti mér sem vísbending um eitthvað skelfilegt. Í skugga trjánna hvísluðum við einkennilega hikandi - óttuðumst kannski að framkalla annan jarðskjálfta."
Pamuk hét sig fjarri hörmungunum í tvo daga, hélt kyrru fyrir á eyjunni, en hélt síðan til strandbæjarins Yalova við Izmit flóa, eftirlætis Atatürks, og lýsir aðkomunni þar, óreiðunni, hörmungunum og vonleysinu á átakanlega hátt:
"Það eru tvennskonar rústir. Annarsvegar þær sem liggja á hliðinni eins og kassastæða, sem bera enn upprunalegt svipmót þó sumar hæðirnar hafi fallið saman eins og á harmonikku; í þeim byggingum er hugsanlegt að finna eftirlifendur í lofthólfum. Í hinni gert rústa eru engin lög, engin steypubrot, og það er ógerningur að gera sér grein fyrir því hvernig húsið leit út; það er bara hrúga af ryki, járni, brotnum húsgögnum, steypumylsnu. Það er ekki hægt að trúa því að þar sé nokkurn lifandi að finna."
Skammt frá heimili Pamuks í Istanbúl, í húsi sem afi hans byggði og hann ólst upp í frá barnsaldri, er moska með háan bænaturn. Í kjölfar skjálftans við Izmir greip eðlilega mikill ótti um sig í Istanbúl, enda urðu íbúar þar vel varir jarðskjálftans. Pamuk lýsir því í greinsafninu hvernig hann fékk sömu þráhyggjuna og aðrir, hvernig hann stóð sig að því að vera sífellt að hugsa um jarðskjálfta og gekk svo langt að hann reiknaði út með nágranna sínum hvar bænaturninn mynd lenda og hvort hann myndi lenda á húsi þeirra.
Í bókinni The World Without Us eftir Alan Weisman, sem vakti mikla athygli ytra á síðasta ári, veltir Weisman því fyrir sér hvernig heiminum myndi farnast ef mannkynið hyrfi skyndilega eða dæi út friðsamlega á skömmum tíma. Hann kemur víða við í þessari mögnuðu bók og fer víða. Meðal annars fer hann til Istanbúl og ræðir þar um moskuna miklu Hagia Sophia, og bænaturna hennar; hvað ætli verði um hvelfinguna miklu og bænaturna hennar þegar næsti stór jarðskjálfti ríður yfir Istanbúl?
Hvelfing moskunnar, sem var þá kirkja, hefur áður hrunið í jarðskjálftum, til að mynda skömmu eftir að hún var endurbyggð í þriðja sinn árið 537 (fyrstu tvær kirkjurnar eyðilagði æstur múgur). Hvelfingin féll í jarðskjálfta 557 og þú hún hafi verið endurreist þá skemmdist hún hvað eftir annað í jarðskjálftum þar til helsti arkítekt ottómana, Miman Sinan, endurbyggði og -hannaði hana á sextándu öld. Bænaturnarnir munu falla, en hvelfingin standa eftir í árhundruð þó engir séu mennirnir til að styrkja hana.
Istanbúl á sér langa sögu, reyndar má rekja hana allt aftur til 5.500 f.Kr. Hún hefur gengið undir ýmsum nöfnum á þeim tíma en Byzantium er elsta þekkta borgarnafnið. 330 e.Kr. fékk hún heitið Nýja-Róm, Nova Roma, en var þó snemma frekar kölluð Konstantínópel, borg Konstantíns keisara. Við Íslendingar þekkjum heitið Mikligarður, en frá því í mars 1930 hefur Istanbúl verið opinbert heiti.
Á þeim tíma bjó nærfellt milljón manna í borginni, um 1950 fóru íbúar yfir milljónina, en 2000 voru þeir orðnir fimmtán milljónir. Miklir fólksflutningar áttu sér stað til borgarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Þó Tyrkir hafi ekki tekið þátt í átökum í seinni heimsstyrjöldinni bitnaði kreppan í kjölfarið líka á þeim og bændur flosnuðu upp af jörðum sínum að streymdi til borganna í leit að betra lífi.
Lítið fé var til húsbyggingar en þó þurfti að byggja og byggja hratt. Það var líka gert, oft með lélegri steypu og litlu járni og tæplega hirt um burðarþol. Þannig urðu hún sem hönnuð voru fyrir tvær hæðir að hálfgerðum skýjakljúfum, gólf stóðust ekki á í húsum með samliggjandi veggi, veggir náðu ekki alltaf upp í loft (göt til kælingar) og svo má telja.
Eins og getið er ofar liggur brotabelti yfir Anatólíu þvera og spennan þar eykst jafn og þétt. Í The World Without Us segir Weisman frá því er hann hitti að máli jarðfræðing í Istanbúl, Mere Sözen, sem sagði honum að enginn vafi væri á því að jarðskjálfti væri væntanlegur í Istanbúl á næstu þrjátíu árum og hann yrði stór. Að hans mati myndu að minnsta kosti 50.000 hrynja með ólýsanlegu mannfalli.
"Þegar jarðskjálftinn ríður yfir Istanbúl stíflast þröngar krókóttar götur borgarinnar svo gersamlega við hrun þúsunda bygginga, að mati Sözens, að stórum hlutum borgarinnar verður einfaldlega lokað í þrjá áratugi á meðan hægt er að hreinsa burtu rústirnar."
Í Other Colours lýsir Pamuk því hvernig óttinn gegnsýrði allt líf í borginni í kjölfar skjálftans 1999; margir kusu að sofa utan dyra, aðrir voru ávallt reiðubúnir - með vasaljós og neyðarbúnað við rúmstokkinn, allir óttuðust dauðann, enda vissi þorri manna, að sögn Pamuks, að byggingar í borginni voru illa reistar, byggðar af vanefnum og kæruleysi, en þrátt fyrir allt geta þeir ekki hugsað sér að yfirgefa borgina:
"[É]g fór út á svalir að dást að bænaturnunum og fegurð Istanbúl og Bosporussund hulið mistri. Ég hef búið í þessari borg alla ævi. Ég hef spurt sjálfan mig sömu spurningar og maðurinn þarna sem mælir göturnar; hvers vegna ætti maður ekki að geta flutt? Það er vegna þess að ég gæti ekki einu sinni ímyndað mér að búa ekki í Istanbúl."
Skemmdir á Messína og nálægum þorpum var ekki bara vegna skjálftans, heldur kom hann einnig af stað flóðbylgju, fimmtán metra hárri, sem skall á þorpum og borgum við ströndina og talið að á þriðja tug þorpa hafi eyðst á skömmum tíma. Alls er takið að 160.000 manns hafi farist í jarðskjálftanum og sumir halda því fram að mannfall hafi verið enn meira, jafnvel allt að 250.000.
Nánast allar byggingar hrundu í Messína, en borgin hafði verið endurbyggð af vanefnum eftir mannskæðan jarðskjálfta 1783.
Skjálftar eru tíðir á Ítalíu enda liggur brotabelti liggur eftir endilöngu landinu suður eftir Apennín-fjöllum og annað slíkt er þvert yfir landið um miðbik þess. Álíka belti, og þó öllu meira, er yfir Anatólíu þvera, hefst skammt sunnan við Izmir/Smyrnu (og um 20 kílómetra frá Istanbúl). Þar hafa orðið mannskæðir jarðskjálftar, síðast kl. 3 aðfaranótt 17. ágúst 1999 þegar skjálfti, sem átti upptök sín skammt frá Izmir, varð tugþúsundum að fjörtjóni, en talið er að um 30.000 manns hafi farist á þeim 45 sekúndum sem fyrsta skjálftahrinan varði.
Í greinasafninu Other Colurs lýsir tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk því hvernig hann upplifði skjálftann. Hann var þá staddur með fjölskyldu sinni á eyju í Bosporussundi, skammt frá Istanbúl, í sumarleyfi. Hann, og fjölskyldan öll, vaknaði við gríðarlegar drunur og sótti konu sína og dætur á efri hæð sumarhússins í myrkrinu, enda varð þegar rafmagnslaust:
"Við fórum út í garð og næturkyrrðin umlukti okkur. Drunurnar hræðilegu höfðu hljóðnað og þar var eins og allt umhverfi okkar biði óttaslegið líkt og við. Garðurinn, trén, eyjan litla umkringd stórgrýti - þögn í óttunni nema fyrir dauft skrjáf í laufi og hjartað sem ólmaðist í brjósti mér sem vísbending um eitthvað skelfilegt. Í skugga trjánna hvísluðum við einkennilega hikandi - óttuðumst kannski að framkalla annan jarðskjálfta."
Pamuk hét sig fjarri hörmungunum í tvo daga, hélt kyrru fyrir á eyjunni, en hélt síðan til strandbæjarins Yalova við Izmit flóa, eftirlætis Atatürks, og lýsir aðkomunni þar, óreiðunni, hörmungunum og vonleysinu á átakanlega hátt:
"Það eru tvennskonar rústir. Annarsvegar þær sem liggja á hliðinni eins og kassastæða, sem bera enn upprunalegt svipmót þó sumar hæðirnar hafi fallið saman eins og á harmonikku; í þeim byggingum er hugsanlegt að finna eftirlifendur í lofthólfum. Í hinni gert rústa eru engin lög, engin steypubrot, og það er ógerningur að gera sér grein fyrir því hvernig húsið leit út; það er bara hrúga af ryki, járni, brotnum húsgögnum, steypumylsnu. Það er ekki hægt að trúa því að þar sé nokkurn lifandi að finna."
Skammt frá heimili Pamuks í Istanbúl, í húsi sem afi hans byggði og hann ólst upp í frá barnsaldri, er moska með háan bænaturn. Í kjölfar skjálftans við Izmir greip eðlilega mikill ótti um sig í Istanbúl, enda urðu íbúar þar vel varir jarðskjálftans. Pamuk lýsir því í greinsafninu hvernig hann fékk sömu þráhyggjuna og aðrir, hvernig hann stóð sig að því að vera sífellt að hugsa um jarðskjálfta og gekk svo langt að hann reiknaði út með nágranna sínum hvar bænaturninn mynd lenda og hvort hann myndi lenda á húsi þeirra.
Í bókinni The World Without Us eftir Alan Weisman, sem vakti mikla athygli ytra á síðasta ári, veltir Weisman því fyrir sér hvernig heiminum myndi farnast ef mannkynið hyrfi skyndilega eða dæi út friðsamlega á skömmum tíma. Hann kemur víða við í þessari mögnuðu bók og fer víða. Meðal annars fer hann til Istanbúl og ræðir þar um moskuna miklu Hagia Sophia, og bænaturna hennar; hvað ætli verði um hvelfinguna miklu og bænaturna hennar þegar næsti stór jarðskjálfti ríður yfir Istanbúl?
Hvelfing moskunnar, sem var þá kirkja, hefur áður hrunið í jarðskjálftum, til að mynda skömmu eftir að hún var endurbyggð í þriðja sinn árið 537 (fyrstu tvær kirkjurnar eyðilagði æstur múgur). Hvelfingin féll í jarðskjálfta 557 og þú hún hafi verið endurreist þá skemmdist hún hvað eftir annað í jarðskjálftum þar til helsti arkítekt ottómana, Miman Sinan, endurbyggði og -hannaði hana á sextándu öld. Bænaturnarnir munu falla, en hvelfingin standa eftir í árhundruð þó engir séu mennirnir til að styrkja hana.
Istanbúl á sér langa sögu, reyndar má rekja hana allt aftur til 5.500 f.Kr. Hún hefur gengið undir ýmsum nöfnum á þeim tíma en Byzantium er elsta þekkta borgarnafnið. 330 e.Kr. fékk hún heitið Nýja-Róm, Nova Roma, en var þó snemma frekar kölluð Konstantínópel, borg Konstantíns keisara. Við Íslendingar þekkjum heitið Mikligarður, en frá því í mars 1930 hefur Istanbúl verið opinbert heiti.
Á þeim tíma bjó nærfellt milljón manna í borginni, um 1950 fóru íbúar yfir milljónina, en 2000 voru þeir orðnir fimmtán milljónir. Miklir fólksflutningar áttu sér stað til borgarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Þó Tyrkir hafi ekki tekið þátt í átökum í seinni heimsstyrjöldinni bitnaði kreppan í kjölfarið líka á þeim og bændur flosnuðu upp af jörðum sínum að streymdi til borganna í leit að betra lífi.
Lítið fé var til húsbyggingar en þó þurfti að byggja og byggja hratt. Það var líka gert, oft með lélegri steypu og litlu járni og tæplega hirt um burðarþol. Þannig urðu hún sem hönnuð voru fyrir tvær hæðir að hálfgerðum skýjakljúfum, gólf stóðust ekki á í húsum með samliggjandi veggi, veggir náðu ekki alltaf upp í loft (göt til kælingar) og svo má telja.
Eins og getið er ofar liggur brotabelti yfir Anatólíu þvera og spennan þar eykst jafn og þétt. Í The World Without Us segir Weisman frá því er hann hitti að máli jarðfræðing í Istanbúl, Mere Sözen, sem sagði honum að enginn vafi væri á því að jarðskjálfti væri væntanlegur í Istanbúl á næstu þrjátíu árum og hann yrði stór. Að hans mati myndu að minnsta kosti 50.000 hrynja með ólýsanlegu mannfalli.
"Þegar jarðskjálftinn ríður yfir Istanbúl stíflast þröngar krókóttar götur borgarinnar svo gersamlega við hrun þúsunda bygginga, að mati Sözens, að stórum hlutum borgarinnar verður einfaldlega lokað í þrjá áratugi á meðan hægt er að hreinsa burtu rústirnar."
Í Other Colours lýsir Pamuk því hvernig óttinn gegnsýrði allt líf í borginni í kjölfar skjálftans 1999; margir kusu að sofa utan dyra, aðrir voru ávallt reiðubúnir - með vasaljós og neyðarbúnað við rúmstokkinn, allir óttuðust dauðann, enda vissi þorri manna, að sögn Pamuks, að byggingar í borginni voru illa reistar, byggðar af vanefnum og kæruleysi, en þrátt fyrir allt geta þeir ekki hugsað sér að yfirgefa borgina:
"[É]g fór út á svalir að dást að bænaturnunum og fegurð Istanbúl og Bosporussund hulið mistri. Ég hef búið í þessari borg alla ævi. Ég hef spurt sjálfan mig sömu spurningar og maðurinn þarna sem mælir göturnar; hvers vegna ætti maður ekki að geta flutt? Það er vegna þess að ég gæti ekki einu sinni ímyndað mér að búa ekki í Istanbúl."
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fræðandi lestur. Skelfingartilhugsun
Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2008 kl. 23:49
Skemmtileg en um leið áhrifarík lesning. Istanbul er eftir sem áður heillandi borg.
Jón Agnar Ólason, 10.1.2008 kl. 00:57
Sem hægri kona, sem lítur á það sem lífsspursmál fyrir þjóðina að D sé við völd, er ég afskaplega reið yfir þessu máli.
Í fyrsta lagi verður D eftir þetta algerlega undir hælnum á S í stjórnarsamstarfinu.
Í öðru lagi gæti þetta hæglega orðið dropinn sem verður til þess að stjórnarsamstarfi verði slitið. Í þriðja lagi mun þetta kosta flokkinn nokkur þúsund atkvæði, hvort sem kjósa þyrfti bráðlega eða ekki.
Er einn héraðsdómslögmaður þess virði að kalla vofu vinstri stjórnar yfir þjóðina? Nei nei nei og aftur nei!
Þess vegna lítur málið svona út: Árni og hver sem er hefði auðveldlega getað metað kostina blákalt á eftirfarandi hátt:
1) Hverjir eru kostirnir við að velja Þorstein? Svar: engir.
2) Hverjir eru gallarnir við að velja Þorstein? Svar: farsæld þjóðarinnar er beinlínis stefnt í voða vegna stóraukinnar hættu á vinstri stjórn. Vegna þúsunda atkvæða sem D missir.
3) Með því einu að velja EKKI einstakling sem skipað er númer 4 á hæfnislistanum hefði D rakað að sér atkvæðum.
Og þar með fær Árni það út að rétt sé að velja þann eina kost sem veldur flokknum og þar með þjóðinni gífurlegum skaða. Kost sem hefur ekki við sig neina kosti, hve mjög sem eftir er leitað.
Allir Íslendingar - nema öfgafólk - geta skrifað undir milda hægri krata stefnu D. Það eina sem fólk setur fyrir sig varðandi D eru mál af þessu tagi. Ergo: með því að forðast öll mál af þessu tagi gæti flokkurinn hæglega fengið yfir 50% atkvæða.
Það er allavega lágmark að þeir sem í kjánaskap sínum reyna að verja málið, skiptið um persónur og haldið þannig fram jafn hatrammri vörn: Í stað Þorsteins væri sonur segjum Steingríms VG; Ögmundur VG hefði skipað í embættið og "sonurinn" hefði 4 ára reynslu sem aðstoðarmaður Sóleyjar VG dómsmálaráðherra: um starfið hefðu sótt 3 Dmenn með þá reynslu og menntun sem þessir þrír "mjög vel hæfu" eru með (og allir heilvita menn, þar með þið, sjá að vegur miklu þyngra en 4 ára snatt í kringum Sóleyju), en Ögmundurur hefði samt .....valið soninn!
Ætlar fólk að segja mér að það væri hér uppi á dekki að telja þetta afskaplega vel valið, hamrandi á því að Ögmundur hefði sko fullan rétt á að velja þann sem honum sýndist og hefði með vali sínu sýnt aðdáunarvert sjálfstæði og dirfsku?
Skilur fólk ekki að það eru, réttilega, svona mál sem halda kjósendum frá flokknum okkar?
Og ekki batnar það að heyra ýmsa labbakúta verja þetta: að reynslan af að snudda kringum Sóleyju sé augljóslega óviðjafnanleg.
Og hér á ekki að hlæja, heldur hugsa.
Þetta er slæmt á sama hátt og þegar hægri menn vilja gefa vinstri mönnum sjálfa jörðina - og himinn: umhverfismálin. Með því grefur hægri mennskan sína eigin gröf, því það er sama hvað Hannes og fleiri hamast, fólk VEIT að það er vá fyrir dyrum.
Ef einhver efast um að þetta skipti þúsundum atkvæða, þá bendi ég á sjálfa mig, hægri manneskju inn að beini, sem óttast vinstri stjórn eins og verstu hryðjuverk: ég, meira að segja ég, mun skila auðu vegna þessa máls í næstu kosningum. Því þetta veldur mér of mikilli velgju - og ekki síður það að sjá labbakútana verja málið.
olof magnusson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.