Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Ekkert að óttast með Exista

Í október síðastliðnum bjuggust menn til að mynda við því að tap Exista á þriðja ársfjórðungi 2007 yrði allt að tíu milljarðar, en annað kom á daginn - hagnaðurinn var 676 milljónir króna. Skýringin á þessum óvænta hagnaði var að félagið uppfærði virði á óskráðum eignum um 5,6 milljarða króna. Í frétt Morgunblaðsins 27. október sagði svo:
"Á kynningarfundi félagsins í gærmorgun kom fram að um er að ræða fjárfestingu sem Exista réðst í í A-Evrópu fyrir um 18 mánuðum, í félagi við alþjóðlega fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Ekki voru gefnar frekari skýringar á þessu en "vegna samkeppnisástæðna"."
Einn eigenda hlutar í Exista sem ég ræddi við í nóvemberbyrjun sagði mér að hann hefði árangurslaust reynt að komast að því hvaða austur-evrópska fyrirtæki þetta væri sem hefði verið svo vanmetið í eignasafni Exista, en sagðist jafnframt hafa glaðst yfir því að hlutur hans í fyrirtækinu hafi hækkað við þessar tilfærslur (fór úr 31,10 í 33,25, er 13,26 þegar þetta er skrifað). Hann lýsti þessu svo: "Ég er viss um að þetta hefur verið einhvernveginn svona: Sveittir menn sitja yfir brunarústunum og halda um höfuð sér þegar einn þeirra segir: Hvað með bakaríið sem við keyptum í Riga? Getum við ekki metið það upp á nýtt? Heyrðu, segir annar, algjör snilld! Hvað vantar okkur mikið ... ?"
Eigendur Exista hafa áður sýnt hugkvæmni í reikningsfærslum, til að mynda þegar eigið fé Exista var aukið um ríflega 48,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2007 meðal annars með 15% hlutdeild í söluhagnaði Sampo sem Exista fékk þó aldrei krónu skv. frétt Morgunblaðsins í dag. Á næstu dögum, jafnvel strax í dag, munu Exista-menn því skyndilega eftir þjóðbúningasafninu í Ptuj og gríðarlegum vaxtarmöguleikum þess. Það er stórlega vanmetin eign og verður að leiðrétta verðmat á eignasafninu til samræmis, þó ekki verði getið um hvað búi að baki "vegna samkeppnisástæðna".
Myndin sýnir stjórnarmenn Exista á götuhátíð í Ptuj í Slóveníu.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 117814
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara fyndin í dag.
Svona er þetta búið að vera lengi. Það er til dæmis áratugur síðan búið var að veðsetja veiðiheimildir á íslandi svo hátt að menn urðu að uppfæra verð á allskonar bárujárns - beitningakofum um allt land á þokkalegu verði til að laga eiginfjárstöðuna.
Samherji hefur ekki svo ég muni til selt öðrum en sjálfum sér skip í fjölda ára, því þá ráða þeir bara verðinu sjálfir. Þessa handónýtu riðkláfa vill enginn annar kaupa og allir vita að fiskiskip eru einskis virði, nóg af þeim um allan heim.
Hver veit til dæmis hvernig staðan er á fasteignafyrirtækinu sem lagt var inn í FL grúbb til að bjarga því síðast.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 23.1.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.