Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Er eitthvað að marka Amazon?
Fræg er sagan af því er Jeff Bezos ákvað að stofna bókabúð á netinu; ekki var það vegna þess að hann hefði dálæti á bókum eða bókmenntum yfirleitt - hann sá einfaldlega möguleikana sem fólust í því að selja varning á netinu og valdi bækur vegna þess að þær hentuðu til slíkrar sölu. Sú ákvörðun hans hefur haft gríðarleg áhrif á sölu á músík vestan hafs og austan og þeir sem þetta lesa hafa væntanlega flestir keypt sér bók á Amazon eða þekkja einhvern sem það hefur gert. Þá kannast margir líka við það umsagnakerfi sem byggt hefur verið upp á Amazon þar sem lesendur skrifa um umsagnir bók þá sem maður er að skoða þá stundina, mæla með henni eða ekki og benda kannski á aðrar bækur sé eru betri / síðri / jafn góðar. Þar er kominn vísir að afgreiðslumanninum í bókabúðinni sem alltaf var búinn að lesa bestu bækurnar eða vissi í það minnsta hvað þær hétu, gat ráðlagt manni eftir því hvað maður las síðast og þar fram eftir götunum. Eða hvað?
Fyrir stuttu gerðist það vestur í Amríku að rithöfundur kom sem gestur í sjónvarpsþátt og tjáði sig um eitthvað sem hann hafði ekkert vit á. Nú er það alsiða víða um heim að rithöfundar geri slíkt, ekki síst hér á landi, en svo vildi til að rithöfundurinn, Cooper Lawrence, sem skrifar sjálfshjálparbækur, lét þau orð falla um tölvuleikinn Mass Effect að hann væri dæmigerður karlaleikur sem hlutgerði konur og hefði sem kynlífsleikföng. Nú er það svo að leikurinn, sem er vísindasagnaævintýri, snýst um allt annað en kynlíf, það kemur varla fyrir í honum, og hægt að spila hann hvort sem kona eða karl. Því tóku þeir sem spila leikinn, hálf önnur milljón manna, umsögninni illa og voru fljótir að svara fyrir sig.
Lawrence var í sjónvarpsþættinum sem getið er meðal annars til að kynna nýja bók sína, The Cult of Perfection, sem er einmitt til sölu á Amazon. Eins og hendi væri veifað tóku hundruð manna að skrifa "umsagnir" um bókina og allar neikvæðar. Í New York Times kemur fram að skömmu eftir ummælin, sem Lawrence hefur reyndar beðist afsökunar á (og viðurkennt að hún vissi ekkert um hvað hún var að tala), voru komnar 472 umsagnir um bókina og af þeim 412 með lægstu einkunn sem hægt er að gefa, eina stjörnu, og 48 gáfu bókinni tvær stjörnur. Að auki var búið að hengja við bókina ýmis lykilorð, sem eiga að hjálpa fólki við leit að bókum, og þau voru ekki af veri endanum (fjöldi þeirra sem hengdu þau við í sviga): óupplýst (1444), rusl (1172), hræsni (1136), hræsnari (1099) og svo má telja. Alls eru nú 884 orð tengd við bókina þannig að sá sem leitar til að mynda eftir lykilorðunum "yfirborðskennt", "klám", "versta bók allra tíma", "peningasóun", "illa skrifuð" eða "dýrahneigð". svo dæmi séu tekin, myndi finna bók Cooper Lawrence.
Amazon er reyndar búið að hreinsa út tölvuvert af umsögnum um bókina, tók til að mynda allar umsagnir sem voru augljóslega eftir þá sem ekki höfðu lesið bókina, en eftir stendur 51 umsögn; ein með fjórar stjörnur, sjö með tvær og 43 með eina (þess má geta að 1.361 hefur lýst ánægju sinni með tveggja stjörnu umsögnina, og 1.229 með vinsælasta einnar stjörnu dóminn). Bók Lawrence er nú í 426.891. sæti á sölulista Amazon og hefur lækkað um 80.000 sæti í vikunni.
Þetta segir eðlilega sitt um umsagnirnar sem fylgja bókum á Amazon, þeim er ekki alltaf treystandi (frekar en sumum afgreiðslumönnum í bókabúðum sjálfsagt). Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, enda ótal dæmi um að menn skrifi umsagnir um bækur með rýting í erminni eða í bakinu. Eins hafa höfundar verið staðnir að því að skrifa jákvæðar umsagnir um sjálfa sig, útgefendur um bækur sem þeir gefa út og svo má telja.
Amazon hefur brugðist við þessu að vissu leyti; nú gefa menn umsögninni einkunn (þó það sé ekki alltaf að marka eins sjá má í dæminu hér fyrir ofan) og fyrir vikið ættu góðir (les: vandaðir) gagnrýnendur að njóta meiri virðingar. Þegar litið er á þann hóp gagnrýnenda sem afkastamestir eru og því ofarlega á gagnrýnendalista Amazon, kemur sitthvað sérkennilegt í ljós.
Slagurinn um að komast á toppinn hófst eiginlega um leið og kerfinu var komið á laggirnar fyrir rúmum sjö árum og gekk á ýmsu (algengt var að menn stálu umsögnum af bloggsíðum og úr blöðum, breyttu lítillega og settu inn sem sínar eigin). Enginn hefur náð að skáka Harriet Klausner sem er nú í efsta sæti á gagnrýnendalistanum og hefur verið frá upphafi; bókavörður frá Pennsylvaníu sem segist vera svo hraðlæs að hún komist yfir tvær bækur á dag. Hún gerir reyndar gott betur því hún skrifar líka um þessar tvær bækur og ríflega það; miðað við umsagnirnar sem birtar eru undir hennar nafni á Amazon, 15.584 talsins, skrifar hún um 40 bækur á viku.
Aðrir á topplistanum eru álíka afkastamiklir, sá í öðru sæti hefur til að mynda skrifað um 6.666 bækur, sem gerir þó ekki nema tuttugu bækur á viku, og svo má telja. Ekki er þetta til að auka traust manna á umsögnum á Amazon, eða hvað sýnist þér?
Svo er það aftur annað mál og síst skemmtilegra hvernig þeir svo skrifa sem á annað borð setja inn umsagnir um bækur. Iðulega verður manni gramt í geði við að lesa umsögn um bók þar sem veður uppi misskilningur og vanþekking en einnig er oft hægt að skella uppúr yfir gagnrýninni, ekki síst þegar maður er eiginlega sammála gagnrýnandanum án þess þó að vilja segja það upphátt.
Í góðri samantekt á vefsetri The Morning News tekur Matthew Baldwin saman nokkur dæmi um bækur sem fengið hafa eina stjörnu í umsögn á Amazon, en eru þó á nýlegum lista Time yfir 100 bestu skáldsögur sem ritaðar hafa verið á enska tungu frá 1923 til okkar daga. Nú er það svo að slíkir listar byggjast á smekk þeirra sem taka þá saman, en engu að síður geta menn væntanlega sammælst um það að allar bækur á slíkum gagnrýnendalistum hljóti að vera framúrskarandi eða þar um bil. Þrátt fyrir það telja sumir gagnrýnendur að Bjargvætturinn í grasinu, Á hverfanda hveli og Þrúgur reiðinnar séu ekki betri en svo að þeim hæfi ein stjarna. Á stundum rökstyðja þeir mál sitt reyndar skemmtilega og stundum svo vel að maður er eiginlega sammála. Nokkur dæmi:
Hringadrottins saga e. Tolkien: "Ekki er hægt að lesa bókina vegna ofnotkunar atviksorða."
Gaukshreiðrið e. Ken Kesey: "Þetta er kannski bók fyrir þá sem hafa áhuga á geðveikum"
The Sound and the Fury e. Faulkner: "Þessi bók er eins og vanþakklát kærasta. Maður gerir sitt besta til að skilja hana og fær ekkert útúr því."
Tropic of Cancer e. Henry Miller: "Þetta er ein versta bók sem ég hef lesið. Ég komst ekki lengra en að síðu 3 eða 4."
(Um Time listann má svo endalaust deila; hvað er The French Lieutenant's Woman eftir Fowles að gera þarna? Nú eða The Lion, The Witch and the Wardrobe eftir C.S. Lewis? Aftur á móti lýsi ég ángægju minni með að á honum séu bækur eins og Ubik eftir Philip K. Dick, The Sot-Weed Factor eftir John Barth og ekki síst The Man Who Loved Children eftir Christina Stead, enda eiga menn til að gleyma henni.)
Fyrir stuttu gerðist það vestur í Amríku að rithöfundur kom sem gestur í sjónvarpsþátt og tjáði sig um eitthvað sem hann hafði ekkert vit á. Nú er það alsiða víða um heim að rithöfundar geri slíkt, ekki síst hér á landi, en svo vildi til að rithöfundurinn, Cooper Lawrence, sem skrifar sjálfshjálparbækur, lét þau orð falla um tölvuleikinn Mass Effect að hann væri dæmigerður karlaleikur sem hlutgerði konur og hefði sem kynlífsleikföng. Nú er það svo að leikurinn, sem er vísindasagnaævintýri, snýst um allt annað en kynlíf, það kemur varla fyrir í honum, og hægt að spila hann hvort sem kona eða karl. Því tóku þeir sem spila leikinn, hálf önnur milljón manna, umsögninni illa og voru fljótir að svara fyrir sig.
Lawrence var í sjónvarpsþættinum sem getið er meðal annars til að kynna nýja bók sína, The Cult of Perfection, sem er einmitt til sölu á Amazon. Eins og hendi væri veifað tóku hundruð manna að skrifa "umsagnir" um bókina og allar neikvæðar. Í New York Times kemur fram að skömmu eftir ummælin, sem Lawrence hefur reyndar beðist afsökunar á (og viðurkennt að hún vissi ekkert um hvað hún var að tala), voru komnar 472 umsagnir um bókina og af þeim 412 með lægstu einkunn sem hægt er að gefa, eina stjörnu, og 48 gáfu bókinni tvær stjörnur. Að auki var búið að hengja við bókina ýmis lykilorð, sem eiga að hjálpa fólki við leit að bókum, og þau voru ekki af veri endanum (fjöldi þeirra sem hengdu þau við í sviga): óupplýst (1444), rusl (1172), hræsni (1136), hræsnari (1099) og svo má telja. Alls eru nú 884 orð tengd við bókina þannig að sá sem leitar til að mynda eftir lykilorðunum "yfirborðskennt", "klám", "versta bók allra tíma", "peningasóun", "illa skrifuð" eða "dýrahneigð". svo dæmi séu tekin, myndi finna bók Cooper Lawrence.
Amazon er reyndar búið að hreinsa út tölvuvert af umsögnum um bókina, tók til að mynda allar umsagnir sem voru augljóslega eftir þá sem ekki höfðu lesið bókina, en eftir stendur 51 umsögn; ein með fjórar stjörnur, sjö með tvær og 43 með eina (þess má geta að 1.361 hefur lýst ánægju sinni með tveggja stjörnu umsögnina, og 1.229 með vinsælasta einnar stjörnu dóminn). Bók Lawrence er nú í 426.891. sæti á sölulista Amazon og hefur lækkað um 80.000 sæti í vikunni.
Þetta segir eðlilega sitt um umsagnirnar sem fylgja bókum á Amazon, þeim er ekki alltaf treystandi (frekar en sumum afgreiðslumönnum í bókabúðum sjálfsagt). Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, enda ótal dæmi um að menn skrifi umsagnir um bækur með rýting í erminni eða í bakinu. Eins hafa höfundar verið staðnir að því að skrifa jákvæðar umsagnir um sjálfa sig, útgefendur um bækur sem þeir gefa út og svo má telja.
Amazon hefur brugðist við þessu að vissu leyti; nú gefa menn umsögninni einkunn (þó það sé ekki alltaf að marka eins sjá má í dæminu hér fyrir ofan) og fyrir vikið ættu góðir (les: vandaðir) gagnrýnendur að njóta meiri virðingar. Þegar litið er á þann hóp gagnrýnenda sem afkastamestir eru og því ofarlega á gagnrýnendalista Amazon, kemur sitthvað sérkennilegt í ljós.
Slagurinn um að komast á toppinn hófst eiginlega um leið og kerfinu var komið á laggirnar fyrir rúmum sjö árum og gekk á ýmsu (algengt var að menn stálu umsögnum af bloggsíðum og úr blöðum, breyttu lítillega og settu inn sem sínar eigin). Enginn hefur náð að skáka Harriet Klausner sem er nú í efsta sæti á gagnrýnendalistanum og hefur verið frá upphafi; bókavörður frá Pennsylvaníu sem segist vera svo hraðlæs að hún komist yfir tvær bækur á dag. Hún gerir reyndar gott betur því hún skrifar líka um þessar tvær bækur og ríflega það; miðað við umsagnirnar sem birtar eru undir hennar nafni á Amazon, 15.584 talsins, skrifar hún um 40 bækur á viku.
Aðrir á topplistanum eru álíka afkastamiklir, sá í öðru sæti hefur til að mynda skrifað um 6.666 bækur, sem gerir þó ekki nema tuttugu bækur á viku, og svo má telja. Ekki er þetta til að auka traust manna á umsögnum á Amazon, eða hvað sýnist þér?
Svo er það aftur annað mál og síst skemmtilegra hvernig þeir svo skrifa sem á annað borð setja inn umsagnir um bækur. Iðulega verður manni gramt í geði við að lesa umsögn um bók þar sem veður uppi misskilningur og vanþekking en einnig er oft hægt að skella uppúr yfir gagnrýninni, ekki síst þegar maður er eiginlega sammála gagnrýnandanum án þess þó að vilja segja það upphátt.
Í góðri samantekt á vefsetri The Morning News tekur Matthew Baldwin saman nokkur dæmi um bækur sem fengið hafa eina stjörnu í umsögn á Amazon, en eru þó á nýlegum lista Time yfir 100 bestu skáldsögur sem ritaðar hafa verið á enska tungu frá 1923 til okkar daga. Nú er það svo að slíkir listar byggjast á smekk þeirra sem taka þá saman, en engu að síður geta menn væntanlega sammælst um það að allar bækur á slíkum gagnrýnendalistum hljóti að vera framúrskarandi eða þar um bil. Þrátt fyrir það telja sumir gagnrýnendur að Bjargvætturinn í grasinu, Á hverfanda hveli og Þrúgur reiðinnar séu ekki betri en svo að þeim hæfi ein stjarna. Á stundum rökstyðja þeir mál sitt reyndar skemmtilega og stundum svo vel að maður er eiginlega sammála. Nokkur dæmi:
Hringadrottins saga e. Tolkien: "Ekki er hægt að lesa bókina vegna ofnotkunar atviksorða."
Gaukshreiðrið e. Ken Kesey: "Þetta er kannski bók fyrir þá sem hafa áhuga á geðveikum"
The Sound and the Fury e. Faulkner: "Þessi bók er eins og vanþakklát kærasta. Maður gerir sitt besta til að skilja hana og fær ekkert útúr því."
Tropic of Cancer e. Henry Miller: "Þetta er ein versta bók sem ég hef lesið. Ég komst ekki lengra en að síðu 3 eða 4."
(Um Time listann má svo endalaust deila; hvað er The French Lieutenant's Woman eftir Fowles að gera þarna? Nú eða The Lion, The Witch and the Wardrobe eftir C.S. Lewis? Aftur á móti lýsi ég ángægju minni með að á honum séu bækur eins og Ubik eftir Philip K. Dick, The Sot-Weed Factor eftir John Barth og ekki síst The Man Who Loved Children eftir Christina Stead, enda eiga menn til að gleyma henni.)
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frelsi til skoðannaskipta er vandmeðfarið. Hvort skoðanirnar komi fram opinberlega sem umsögn eða gagnrýni á vefmiðlum eða á þeirra eigin blogsíðum. Ég kem lauslega að rekstri dótturfyrirtækis Amazon, sem heitir Amie Street. Aðferðin sem við notum til skoðanna skipta er önnur, við notum meðmæli en ekki beina gagnrýni. Síðan okkar gengur mikið til út á að fólk bendi á tónlist sem það líkar og skrifar niður skoðanir sínar. Notendum er umbunað ef laginu gengur vel í kjölfarið, með inneign inn á síðunni hjá okkur. Það hefur sýnt sig að það eru bein tengsl á milli velgegni hljómsveita og fjölda meðmæla.
Ingi Björn Sigurðsson, 30.1.2008 kl. 11:59
Mér finnst kerfið þeirra á Amie Street sem hann Ingi Björn talar um skemmtileg pæling.
Ég versla töluvert mikið á Amazon, reyndar nær eingöngu fræðibækur og svo geisladiska og mynddiska. Ég viðurkenni að ég les aldrei umsagnirnar um neitt af því sem ég kaupi. Ég sé að það getur greinilega verið hin áhugaverðasta lesning ef eitthvað af því er í líkingu við dæmin sem þú nefnir
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.