Dagar á milli

In Between DaysIn Between Days sem sýnd var í Iðnó gærkvöldi var prýðileg mynd, einföld og beinskeytt. Hún sagði frá kóresku stúlkunni Aimie, sem Jiseon Kim lék einkar vel, sem flytur frá Kóreu til Kanada með móður sinni sem unglingur. Hún á í erfiðleikum með að samsama sig lífinu í Kanada, einangruð og leiðist í skólanum, en kynni hennar af kóresk-kanadískum pilt, Tran, Taegu Andy Kang, gera lífið áhugaverðara um stund.

Höfundur myndarinnar, So Yong Kim, sem byggði hana að einhverju leyti á eigin reynslu, nær vel að sýna leiðindin og tilgangsleysið sem einkenna svo gjarnan líf unglinga og þess heldur unglings er er á milli þjóðfélaga.

Þau Aimie og Tran ná ekki saman nema að vissu marki, hann vill nánara samband en hún, enda hefur hún ekki gert upp við sig hvort hún vilji halda í gamla heiminn - öryggi og áhyggjuleysi æskunnar. Á endanum stígur hún skrefið inn í nýtt líf, nýjan heim, og skilur þá Tran eftir í gamla heiminum. Mjög snyrtilegur endir á myndinni sem er hæfilega tvíræður.

Annað sem er skemmtilega leyst í myndinni er samræður Aimie við föður sinn, sem eftir varð í Kóreu, og skotið er inn á milli atriða. Þau hefjast að morgni snemma í myndinni og lýkur síðan að kvöldi er í ljós kemur að hún hefur ákveðið að vera sátt við hlutskipti sitt. Kim sagði það reyndar í spjalli eftir myndina að faðirinn hafi haft hlutverk í myndinni en síðan verið klipptur út, en mér fannst það eiginlega betra að hann skyldi ekki sjást.

Gaman var heyra í Rottweilerhundunum í partíinum í myndinni, þó partíin sjálf hafi ekki verið ýkja villt - að minnsta kosti ekki á íslenskan mælikvarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband