Þriðjudagur, 7. febrúar 2006
Leitað að George Orwell
Eric Arthur Blair, sem síðar tók sér nafnið George Orwell, fæddist á Indlandi 1903 en ólst upp á Englandi. Hann átti enskan föður en búrmíska móður. Þegar hann var nítján ára gamall gekk hann í þjónustu konunglegu lögreglunnar indversku og óskaði sérstaklega eftir því að fá að starfa í Búrma. Það var hann næstu ár á ýmsum stöðum, en fékk smám saman ógeð á starfinu og nýlendustjórn Englendinga. Fyrsta bók hans, Burmese Days, byggðist á reynslu hans af lífinu í Búrma og í henni koma fyrir margar persónur sem voru samtíða honum í Búrma. Er hann lá banaleguna hugðist hann skrifa aðra bók sem gerast átti í Búrma, stutta skáldsögu, en náði ekki að ljúka nema við útlínu að söguþræði áður en hann lést í janúarlok 1950.
Emma Larkin, blaðakona sem býr í Bangkok og hefur oft komið til Búrma, fékk þá hugdettu að reyna að rekja slóð Orwells innan Búrma, fara á þá staði sem hann hafði starfað á, reyna að hafa uppi á fólki sem myndi eftir honum og eins að skoða kennileiti sem skilað hafa sér í bækur Orwells. Snemma í bók hennar, Finding George Orwell in Burma, setur hún fram þá tillögu að Orwell hafi ekki bara skrifað eina bók um Búrma, hann hafi í raun skrifað þrjár: Burmese Days, sem rekur söguna af nýlendutímanum, Animal Farm, sem segir frá árunum eftir að Búrma fékk sjálfstæði, og svo 1984 sem lýsi Búrma eins og landið er í dag.
Það segir sitt um ástandið í Búrma að Emma Larkin er dulnefni, enda vill hún ekki að skrif bókarinnar bitni á henni eða vinum hennar í Búrma, en einnig er nöfnum allra sem hún spjallar við breytt til að forða þeim frá því að vera pyntaðir eða hnepptir í varðhald. Málum er nefnilega svo háttað að í Búrma, mesta lögregluríki jarðar, má ekki tala neitt það við ókunnuga sem varpað gæti rýrð á ríkið eða herstjórnina. Kveður svo rammt að þessu að á hverju strái eru uppljóstrarar og stór hluti þjóðarinnar hefur hlotið refsingu fyrir að vera ekki á réttri skoðun eða fyrir að virðast ekki vera á réttri skoðun. Menn eru hýddir og pyntaðir, barðir til bana ef það þykir henta, og lokaðir í fangelsum árum saman, iðulega án þess að vita hvers vegna.
Í gegnum þetta ríki geðveikinnar fer Emma Larkin, reynir að rekja slóðina af George Orwell og tekst býsna vel upp, kemst til að mynda að því að líklega á Orwell afkomendur í Búrma, og hitti fyrir fjöldann allan af landsmönnum sem búa við kröpp kjör, algengt tímakaup fyrir 45 stunda vinnuviku er hálf þriðja króna á tímann, en taka lífinu með þolgæði.
Finding George Orwell in Burma er þó ekki bók um Búrma og ekki heldur bók um þá ótrúlegu herforingjaklíku sem þar ræður ríkjum heldur er þetta bók um George Orwell og ferð hans um Búrma, frá Mandalay, til árósa Irrawaddy, Rangoon, Moulmein, en þaðan var móðir Orwells, og Katha. Larkin fetar slóðina, lýsir aðstæðum í dag og getur sér til um lífshætti á þeim árum sem hinn ungi George Orwell var þar við vinnu sem útsendari nýlenduveldisins.
Eins og getið er er landstjórnin í Búrma ekki í aðalhlutverki í sögunni, en alls staðar skal hún skjóta sér inn, eins og leiður ættingi sem lætur sér ekki skiljast rekur hún inn hausinn hvað eftir annað, treður sér að borðinu í öllum samsætum. Kemur ekki á óvart í ljósi þess að nánast allir sem Larkin ræðir við hafa setið í fangelsi eða verið hart leiknir fyrir skoðanir sínar eða eiga ættingja eða vini sem setið hafa inni.
Allt er öfugsnúið í Búrma, landi sem er bæði gjöfult og fallegt eins og Larkin lýsir því, en einna verst við að eiga er hve herstjórnin er geðveikisleg, það virðist ekkert skipulagt í æðinu. Það er líka ekkert heilagt þegar valdasýkin er annars vegar; ef sagan er til ama þá er henni breytt, saga lands og þjóðar endurskrifuð og þjóðþekktar persónur hverfa eins og þær hafi aldrei verið til, heilu hverfin eru rifin til að losna við götur sem hafa sögulega tilvísun ef sagan er mönnum ekki að skapi, og svo má lengi telja.
Þannig skapaði það mikil vandræði fyrir herstjórnina þegar Aung San Suu Kyi sneri til Búrma 1988 og tók upp baráttu fyrir mannréttindum, því faðir hennar, frelsishetjan Aung San, sem myrtur var 1947, var með helstu táknmyndum stjórnarinnar. Svar herforingjanna var einfaldlega að fjarlægja allar myndir og styttur af Aung San og endurskrifa söguna, smám saman hvarf hann úr sögubókum og heil kynslóð veit varla að hann hafi verið til.
Það segir sitt um stjórnmálaástandið að í fyrradag var tekin í notkun ný höfuðborg Búrma, Pyinmama, sem er á hásléttunni um 3.000 kílómetra norður af Rangoon, gömlu höfuðborginni. Í nóvember síðastliðnum var nefnilega tilkynnt að flytja ætti höfuðborgina með hraði, en ekki kom fram hvers vegna þótt spurnir séu af því að það hafi verið að undirlagi stjörnuspekings herstjórans sem öllu ræður. Í höfuðborginni nýju er ekki búið að setja upp símakerfi, lítið er um húsnæði og raforka af skornum skammti, en þess má svo geta að bannað er að hafa farsíma um hönd og horfa á gervihnattasjónvarp.
Þessi bók Emmu Larkin er bráðfróðleg lesning þeim sem hafa auga á George Orwell og gefur óvænta innsýn í hugarheim hans, hann var ekki síður breyskur en við hin og upp fullur með mótsetningar, en maður fær líka að skyggnast inn í óttalegt myrkur verstu harðstjórnar heims.
Emma Larkin, blaðakona sem býr í Bangkok og hefur oft komið til Búrma, fékk þá hugdettu að reyna að rekja slóð Orwells innan Búrma, fara á þá staði sem hann hafði starfað á, reyna að hafa uppi á fólki sem myndi eftir honum og eins að skoða kennileiti sem skilað hafa sér í bækur Orwells. Snemma í bók hennar, Finding George Orwell in Burma, setur hún fram þá tillögu að Orwell hafi ekki bara skrifað eina bók um Búrma, hann hafi í raun skrifað þrjár: Burmese Days, sem rekur söguna af nýlendutímanum, Animal Farm, sem segir frá árunum eftir að Búrma fékk sjálfstæði, og svo 1984 sem lýsi Búrma eins og landið er í dag.
Það segir sitt um ástandið í Búrma að Emma Larkin er dulnefni, enda vill hún ekki að skrif bókarinnar bitni á henni eða vinum hennar í Búrma, en einnig er nöfnum allra sem hún spjallar við breytt til að forða þeim frá því að vera pyntaðir eða hnepptir í varðhald. Málum er nefnilega svo háttað að í Búrma, mesta lögregluríki jarðar, má ekki tala neitt það við ókunnuga sem varpað gæti rýrð á ríkið eða herstjórnina. Kveður svo rammt að þessu að á hverju strái eru uppljóstrarar og stór hluti þjóðarinnar hefur hlotið refsingu fyrir að vera ekki á réttri skoðun eða fyrir að virðast ekki vera á réttri skoðun. Menn eru hýddir og pyntaðir, barðir til bana ef það þykir henta, og lokaðir í fangelsum árum saman, iðulega án þess að vita hvers vegna.
Í gegnum þetta ríki geðveikinnar fer Emma Larkin, reynir að rekja slóðina af George Orwell og tekst býsna vel upp, kemst til að mynda að því að líklega á Orwell afkomendur í Búrma, og hitti fyrir fjöldann allan af landsmönnum sem búa við kröpp kjör, algengt tímakaup fyrir 45 stunda vinnuviku er hálf þriðja króna á tímann, en taka lífinu með þolgæði.
Finding George Orwell in Burma er þó ekki bók um Búrma og ekki heldur bók um þá ótrúlegu herforingjaklíku sem þar ræður ríkjum heldur er þetta bók um George Orwell og ferð hans um Búrma, frá Mandalay, til árósa Irrawaddy, Rangoon, Moulmein, en þaðan var móðir Orwells, og Katha. Larkin fetar slóðina, lýsir aðstæðum í dag og getur sér til um lífshætti á þeim árum sem hinn ungi George Orwell var þar við vinnu sem útsendari nýlenduveldisins.
Eins og getið er er landstjórnin í Búrma ekki í aðalhlutverki í sögunni, en alls staðar skal hún skjóta sér inn, eins og leiður ættingi sem lætur sér ekki skiljast rekur hún inn hausinn hvað eftir annað, treður sér að borðinu í öllum samsætum. Kemur ekki á óvart í ljósi þess að nánast allir sem Larkin ræðir við hafa setið í fangelsi eða verið hart leiknir fyrir skoðanir sínar eða eiga ættingja eða vini sem setið hafa inni.
Allt er öfugsnúið í Búrma, landi sem er bæði gjöfult og fallegt eins og Larkin lýsir því, en einna verst við að eiga er hve herstjórnin er geðveikisleg, það virðist ekkert skipulagt í æðinu. Það er líka ekkert heilagt þegar valdasýkin er annars vegar; ef sagan er til ama þá er henni breytt, saga lands og þjóðar endurskrifuð og þjóðþekktar persónur hverfa eins og þær hafi aldrei verið til, heilu hverfin eru rifin til að losna við götur sem hafa sögulega tilvísun ef sagan er mönnum ekki að skapi, og svo má lengi telja.
Þannig skapaði það mikil vandræði fyrir herstjórnina þegar Aung San Suu Kyi sneri til Búrma 1988 og tók upp baráttu fyrir mannréttindum, því faðir hennar, frelsishetjan Aung San, sem myrtur var 1947, var með helstu táknmyndum stjórnarinnar. Svar herforingjanna var einfaldlega að fjarlægja allar myndir og styttur af Aung San og endurskrifa söguna, smám saman hvarf hann úr sögubókum og heil kynslóð veit varla að hann hafi verið til.
Það segir sitt um stjórnmálaástandið að í fyrradag var tekin í notkun ný höfuðborg Búrma, Pyinmama, sem er á hásléttunni um 3.000 kílómetra norður af Rangoon, gömlu höfuðborginni. Í nóvember síðastliðnum var nefnilega tilkynnt að flytja ætti höfuðborgina með hraði, en ekki kom fram hvers vegna þótt spurnir séu af því að það hafi verið að undirlagi stjörnuspekings herstjórans sem öllu ræður. Í höfuðborginni nýju er ekki búið að setja upp símakerfi, lítið er um húsnæði og raforka af skornum skammti, en þess má svo geta að bannað er að hafa farsíma um hönd og horfa á gervihnattasjónvarp.
Þessi bók Emmu Larkin er bráðfróðleg lesning þeim sem hafa auga á George Orwell og gefur óvænta innsýn í hugarheim hans, hann var ekki síður breyskur en við hin og upp fullur með mótsetningar, en maður fær líka að skyggnast inn í óttalegt myrkur verstu harðstjórnar heims.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning