Þriðjudagur, 7. febrúar 2006
Friedan og valfemínismi
Fyrir mörgum árum las ég bókina The Feminine Mystique eftir Betty Friedan sem ég stal frá henni systur minni. Man ekki alveg hvenær þetta var, líklega í kringum 1970. Ekki skildi ég allt sem höfundur var að fara, enda samfélagshættir hér talsvert frábrugðnir því sem Friedan byggði á, en inntakið, eins og ég skildi það, varð mér umhugsunarefni og rifjaðist upp fyrir mér er ég sá að Friedan væri látin á 86. aldurári.
Ef ég man söguna rétt hugðist Friedan skrifa bók um stúlkurnar sem útskrifuðust með henni úr háskóla vorið 1942, hvernig þeim hafði farnast í lífinu. Öðrum þræði vildi hún sanna það að háskólanám nýttist konum ekki síður en körlum til betra lífs. Annað kom á daginn, því þegar stúlkurnar stofnuðu heimili komust þær að því að glerþakið var heima fyrst og fremst.
Menn tóku bókinni hennar Friedan ekki nema mátulega vel þegar hún kom út, voru ekki að kaupa röksemdirnar og fannst hún jafnvel yfirborðskennd. Hún var þó síst af öllu yfirborðkennd, Friedan var að vekja máls á veigamiklu vandamáli og bókin átti eftir að hafa gríðarleg áhhrif á réttindabaráttu kvenna og kynjaumræðu almennt. Hún er sennilega með merkilegustu bókum á sínu sviði sem út hafa komið.
Friedan komst seinna upp á kant við aðra femínista vestan hafs, en mig brestur þekking til að greina þær deilur frekar. Eitt af því sem deilt var um, veit ég þó, er það hvort hvort konur þurfi/eigi að gera upp á milli starfsframa og fjölskyldunnar. Sú umræða lifir góðu lífi í dag.
Til einföldunar má segja að þar fari annars vegar þeir sem segja að femínisminn hafi snúist um það fyrst og fremst að konur hafi val og ef þær velji að vera heima þá sé það hið besta mál. Á móti eru svo þeir sem segja að þær konur sem velji að vera heima, oft eftir að hafa lokið veigamiklu námi við helstu háskóla, séu að velja vitlaust og á röngum forsendum. Sjá mjög skemmtilega grein eftir Lindu Hirshman í American Prospect þar sem hún vitnar meðal annars í Mark Twain: Maður sem kýs að lesa ekki er jafn fáfróður og sá sem ekki kann að lesa.
Í greininni ræðir Hirsman meðal annars um umdeilda grein um þessi mál sem birtist í New York Times í haust, en þar var því slegið fram að stór hluti ungra kvenna kysi að vera heima og ala upp börn frekar en að fara út á vinnumarkaðinn. Sú grein var gölluð, eins og fram hefur komið, en Hirsman bendir á að hún hafi rekist á álíka þróun í rannsóknum sínum, sérstaklega meðal vel menntaðra vel stæðra kvenna.
Þessi umræða hefur ekki náð í íslenska fjölmiðla og á kannski seint eftir að kvikna hér, en þó er verið að glíma við mjög veigamilar spurningar að mínu mati.
Ef ég man söguna rétt hugðist Friedan skrifa bók um stúlkurnar sem útskrifuðust með henni úr háskóla vorið 1942, hvernig þeim hafði farnast í lífinu. Öðrum þræði vildi hún sanna það að háskólanám nýttist konum ekki síður en körlum til betra lífs. Annað kom á daginn, því þegar stúlkurnar stofnuðu heimili komust þær að því að glerþakið var heima fyrst og fremst.
Menn tóku bókinni hennar Friedan ekki nema mátulega vel þegar hún kom út, voru ekki að kaupa röksemdirnar og fannst hún jafnvel yfirborðskennd. Hún var þó síst af öllu yfirborðkennd, Friedan var að vekja máls á veigamiklu vandamáli og bókin átti eftir að hafa gríðarleg áhhrif á réttindabaráttu kvenna og kynjaumræðu almennt. Hún er sennilega með merkilegustu bókum á sínu sviði sem út hafa komið.
Friedan komst seinna upp á kant við aðra femínista vestan hafs, en mig brestur þekking til að greina þær deilur frekar. Eitt af því sem deilt var um, veit ég þó, er það hvort hvort konur þurfi/eigi að gera upp á milli starfsframa og fjölskyldunnar. Sú umræða lifir góðu lífi í dag.
Til einföldunar má segja að þar fari annars vegar þeir sem segja að femínisminn hafi snúist um það fyrst og fremst að konur hafi val og ef þær velji að vera heima þá sé það hið besta mál. Á móti eru svo þeir sem segja að þær konur sem velji að vera heima, oft eftir að hafa lokið veigamiklu námi við helstu háskóla, séu að velja vitlaust og á röngum forsendum. Sjá mjög skemmtilega grein eftir Lindu Hirshman í American Prospect þar sem hún vitnar meðal annars í Mark Twain: Maður sem kýs að lesa ekki er jafn fáfróður og sá sem ekki kann að lesa.
Í greininni ræðir Hirsman meðal annars um umdeilda grein um þessi mál sem birtist í New York Times í haust, en þar var því slegið fram að stór hluti ungra kvenna kysi að vera heima og ala upp börn frekar en að fara út á vinnumarkaðinn. Sú grein var gölluð, eins og fram hefur komið, en Hirsman bendir á að hún hafi rekist á álíka þróun í rannsóknum sínum, sérstaklega meðal vel menntaðra vel stæðra kvenna.
Þessi umræða hefur ekki náð í íslenska fjölmiðla og á kannski seint eftir að kvikna hér, en þó er verið að glíma við mjög veigamilar spurningar að mínu mati.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2006 kl. 10:18 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning