655.000 fallnir

Græna svæðið í Bagdad - önnur svæði í Írak kallar herstjórnin Sláandi tölur sem breska læknisfræðitímaritið The Lancet birtir í dag - 655.000 Írakar hafa látið lífið vegna innrásar Bandaríkjamanna og Breta fyrir þremur árum. Þessar tölur eru margfalt hærri en þær sem Bush sjálfur hefur nefnt, 35.000, og eins umtalsvert hærri en kemur fram á vefsetrinu iraqbodycount.org/, 43-48.000. Á síðarnefnda vefsetrinu, og hjá Bush væntanlega líka, eru menn reyndar aðeins að telja þá sem falla í beinum hernaðaraðgerðum, hvort sem það er vegna framferðis bandamanna eða vegna borgarastríðsins í Írak.

Aðferðarfræði Lancet-manna og samantektina má sjá með því að smella hér (PDF-skjal), en ekki sýnist mér í fljótu bragði að hægt sé að vefengja hana. Í skjalinu kemur einnig fram að dánartíðnin fer hækkandi, þ.e. það farast fleiri á degi hverjum um þessar mundir en fyrir ári. Gleymum því ekki í þessu samhengi að ekki er bara verið að tala um þá sem bandamenn hafa fellt (eða myrt í einhverjum tilvika), heldur einnig þá sem falla vegna bardaga milli ólíkra trúarhópa, eru myrtir af glæpamönnum (löggæsla í molum) eða vegna vandræða sem tengast innrásinni beint eða óbeint (skortur á lyfjum og læknisaðstoð, vatni, rafmagni eða álíka).

Eflaust munu margir bera þessar tölur saman við tölur um mannfall vegna harðstjórans Saddams Hussein, en þeir ættu þá að hafa í huga að Saddam vann sín illvirki á þremur áratugum, en Bandaríkjamenn og Bretar hafa aðeins ráðið Írak í þrjú ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 117723

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband