Fimmtudagur, 12. október 2006
Pamuk fær Nóbelinn
Ég er ekki hissa á því að Orhan Pamuk hafi fengið Nóbelinn - af þeim sem nefndir höfðu verið í þessu sambandi bar hann af að mínu viti og þá ekki bara sem rithöfundur, heldur líka sem samviska þjóðar sinnar. Nóbelsverðlaunanefndin sænska hefur jafnan verið veik fyrir svoleiðis mönnum og það virðist oft vera það sem ræður úrslitum, þ.e. ef nokkrir rithöfundar standa jafnir hvað varðar listfengi og íþrótt skoða menn oft stöðu þeirra í heimalandinu.
Nú hef ég ekki lesið allt sem Pamuk hefur skrifað, en það sem ég hef lesið er framúrskarandi. Hæst ber að mínu mati bækurnar Nýtt líf, (Yeni Hayat / New Life), Ég heiti rauður (Benim Adim Kirmizi / My Name is Red), Snjór (Kar / Snow) og síðan minningabók hans um Istanbul sem ég hef verið að lesa undanfarið (Istanbul - Hatiralar ve Sehir / Istanbul - Memories of a City). (Áhugasömum um Pamuk bendi ég á að í Granta 85 er að finna smásögu, A Religious Conversation, sem er einn af lyklunum að Snjó.)
Ágæt síða um hann hjá Wikipedia.
Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á myndinni lítur hann út eins og karakter úr Little Britain
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.