Miðvikudagur, 8. febrúar 2006
Breiði pensillinn
Það er alltaf vafasamt þegar menn draga fram breiða pensilinn, eins og Ívar Páll vinur minn gerir í Viðskiptablaðinu í morgun. Hann fjallar þar um deiluna vegna framtaks Jótlandspóstsins með birtingu myndanna alræmdu og velur pistli sínum yfirskriftina "Hverjum klukkan glymur" og sem fyrirsögn herhvötina "Látum ekki undan".
Ívar Páll hefur pistilinn á þessum orðum: "Lýðræði og mannréttindi eru af einhverjum orsökum ekki við lýði í ríkum múslima."
Múslimar í heiminum eru nokkuð á annan milljarð. Af múslimum eru arabar fimmtungur eða þar um bil. 20% múslima búa í Afríku sunnan Sahara. 30% í Suðaustur-Asíu. Fjölmennir hópar múslima eru í Kína, Evrópu, Mið-Asíu og Rússlandi.
Meðal þeirra fimm landa þar sem múslimar eru fjölmennastir er ekkert arabaríki: Indónesía, Pakistan, Bangladesh, Indland og Tyrkland. Af þessum löndum má segja að Indónesía, Bangladesh og Tyrkland séu ríki múslima, því þar eru múslimar í meirhluta. Þau eru lýðræðisríki, þó vissulega sé víða pottur brotinn í mannréttindamálum.
Í pistli Ívars segir: "Flestir afkastamestu hryðjuverkamenn síðustu ára eru múslimar og arabar." Villandi, því þó þeir séu múslimar flestir, held ég að þeir sem ekki eru arabar séu býsna margir. Sjá til að mynda hryðjuverkið á Balí í október 2002 og annað mannskætt hryðjuverk þar í landi í ágúst 2003. Í þeim tilfellum voru illvirkjarnir Indónesar. Ekki arabar. Bendi og á að hryðjuverkamennirnir í Lundúnum fyrir ekki svo löngu voru Bretar ættaðir frá Pakistan.
Yfirskrift pistils Ívars Páls er lærð tilvísun hans í hugvekju Johns Donnes, "Devotions upon Emergent Occasions", frá 1623. Sú hugvekja er mögnuð lesning, eins og flest það sem Donne skrifaði, og gegnsýrt af húmanískri kristni, eiginlega sósíalískri kristni. Í þeim þrengingum Dana sem nú standa yfir geta þeir huggað sig við þessa tilvitnun í téða hugvekju:
"No man hath affliction enough that is not matured and ripened by it, and made fit for God by that affliction."
Ívar Páll hefur pistilinn á þessum orðum: "Lýðræði og mannréttindi eru af einhverjum orsökum ekki við lýði í ríkum múslima."
Múslimar í heiminum eru nokkuð á annan milljarð. Af múslimum eru arabar fimmtungur eða þar um bil. 20% múslima búa í Afríku sunnan Sahara. 30% í Suðaustur-Asíu. Fjölmennir hópar múslima eru í Kína, Evrópu, Mið-Asíu og Rússlandi.
Meðal þeirra fimm landa þar sem múslimar eru fjölmennastir er ekkert arabaríki: Indónesía, Pakistan, Bangladesh, Indland og Tyrkland. Af þessum löndum má segja að Indónesía, Bangladesh og Tyrkland séu ríki múslima, því þar eru múslimar í meirhluta. Þau eru lýðræðisríki, þó vissulega sé víða pottur brotinn í mannréttindamálum.
Í pistli Ívars segir: "Flestir afkastamestu hryðjuverkamenn síðustu ára eru múslimar og arabar." Villandi, því þó þeir séu múslimar flestir, held ég að þeir sem ekki eru arabar séu býsna margir. Sjá til að mynda hryðjuverkið á Balí í október 2002 og annað mannskætt hryðjuverk þar í landi í ágúst 2003. Í þeim tilfellum voru illvirkjarnir Indónesar. Ekki arabar. Bendi og á að hryðjuverkamennirnir í Lundúnum fyrir ekki svo löngu voru Bretar ættaðir frá Pakistan.
Yfirskrift pistils Ívars Páls er lærð tilvísun hans í hugvekju Johns Donnes, "Devotions upon Emergent Occasions", frá 1623. Sú hugvekja er mögnuð lesning, eins og flest það sem Donne skrifaði, og gegnsýrt af húmanískri kristni, eiginlega sósíalískri kristni. Í þeim þrengingum Dana sem nú standa yfir geta þeir huggað sig við þessa tilvitnun í téða hugvekju:
"No man hath affliction enough that is not matured and ripened by it, and made fit for God by that affliction."
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 16.3.2006 kl. 10:18 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning