HAGVÖXTUR TVÖFALDAST!

Það er alltaf gaman af glannalegum yfirlýsingum og gaman (les: fyndið) að lesa spjall við Dolf Zantinge, sérfræðing í samskiptatækni, hvað sem það þá annars er, þar sem hann talaði um ljósleiðaranet. Hagvöxtur tvöfaldast, segir hann, eða réttara sagt: HAGVÖXTUR TVÖFALDAST við ljósleiðaravæðingu. Ég meina TVÖFALDAST!

Zantinge var hingað kominn til að mæra ljósleiðaravæðingu Orkuveitunnar, sem hófst sem óljós og óskynsamleg tilraun til að koma á gagnaflutningum um raflínur. Það má eiginlega segja að þessi ljósleiðaravæðing hafi verið á fölskum forsendum, laumað í gegnum borgarkerfið af mönnum sem ekki gátu gengist við því að hafa tekið ranga ákvörðun í upphafi.

Ef litið er framhjá því hvernig draumurinn um ljósleiðaraland varð til, er hægt að taka undir það að ljósleiðaravæðing er hið besta mál, ekki síst ef það er gert af einkaaðilum upp á eigin kostnað og áhættu. Víst á það eftir að hafa mikið áhrif þegar allir eru komnir í ljósleiðarasamband og það mun örgugglega hafa talsverð áhrif á rekstarumhverfi fyrirtækja að hafa háhraðaaðgang inn á Netið.

Nú hafa mörg fyrirtæki háhraðaðagang að Netinu, eða svo finnst þeim eflaust, með kopartengingar upp á nokkra megabita, jafnvel 10-12 Mbita á sek. Það er ekki nema hjóm eitt í ljósi þess að fljótlega mun ljósleiðaratækni bjóða upp á 400 Gb á sek.

Ekki er ástæða til að hlusta of mikið á þá sem segja að engin not séu fyrir tæknina, enda er þetta flutningsgeta af þeirri stærðargráðu að hún mun kalla fram nýja hugsun og nýjar hugmyndir. Gætum okkur líka á því að láta aulaganginn hjá Orkuveitunni í gegnum tíðina ekki þvælast fyrir okkur. Þar hafa menn gripið til ýmissa ráðstafana og endurskipulagningar til að beina fyrirtækinu inn rétta braut og skipstjórinn á ljósleiðaraskútunni, Jónatan S. Svavarsson, er mjög traustur maður að mínu mati.

Málið er aftur á móti það að það skiptir ekki svo miklu hver flutningsgetan verður hér innan lands, á meðan við búum við ótraust og óörugg samskipti milli landa. Gleymum því ekki að samband um Farice-strenginn rofnaði fimmtán sinnum á síðasta ári.

Á meðan svo er er lítið gagn af því að fá hingað sérfræðinga í samskiptatækni sem mæra ljósleiðaranet Orkuveitunnar. Jafnvel þó þeir spái því að hagvöxtur tvöfaldist (TVÖFALDIST!!). Það að líkja kopar vs. ljósleiðara við ritvél vs. einkatölvu gefur sérfræðikunnáttu Dolf Zantinge svo ákveðna einkunn. Eiginlega falleinkunn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband