Rokkað í algleymi

We Made GodEin sú ágætasta hljómsveit sem ég hef séð í Músíktilraunum, og ég hef séð nærfellt þúsund hljómsveitir í þeirri keppni, er We Made God sem tók þátt í tilraununum 2006 og hrepptu þá þriðja sætið. Frammistaða sveitarinnar var frábær á tilraununum, sérstaklega úrslitakvöldið.

Frá þeim tíma hefur sveitin leikið á nokkrum tónleikum, hitað upp fyrir ýmsa og eins á Airwaves; á fínum tónleikum á Grand Rokk 2996 og síðan stóð hún sig frábærlega vel á Gauknum á Airwaves 2007. Meðfram þessu hefur We Made God unnið að sinni fyrstu breiðskífur og ýmislegt gengið á; upptökur gengið hægt, lög tekin upp aftur og síðan er hillti undir lokin þá var upptökunum stolið á Spáni í fyrrasumar.

Öll ég birtir þó upp upp síðir og síðastliðinn laugardag hélt We Made God útgáfutónleika frumraunarinnar, As We Sleep, í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði.

Gamla bókasafnið er prýðilegur tónleikastaður, hljómur í salnum ágætur og aðstaða góð, þó ekkert sé sviðið, en það gefur að vísu fína stemmningu að standa í seilingarfjarlægð frá hljómsveitinni.

Gordon Riots hitaði upp, en þá ágætu sveit hef ég ekki séð á sviði síðan hún lenti í þriðja sæti sæti Músíktilrauna 2007.

Þó We made God hafi víða spilað og oft má segja að þetta hafi verið fyrstu eiginlegu tónleikar sveitarinnar, þ.e. tónleikar þar sem hún spilaði samfellt funna tónleikadagskrá og aðeins eigið efni.

Til að hita mannskapinn upp fengum við að heyra tvö ný lög, það fyrra sérdeilis eftirminnilegt, en þá var komið að As We Sleep sem spiluð var eins og hún lagði sig. þeir félagar voru eilítið óstyrkir til að byrja með en svo small allt saman - hljómsveit og áheyrendur gleymdu bæði stund og stað og úr urðu magnaðir og ógleymanlegir tónleikar. Í uppklapp fengum við svo "sjöunda lagið", aukalag á skífunni, sem hljómaði vel þó það sé ekki eins vel heppnað og annað á plötunni.

Frábærir tónleikar og vel sóttir hjá hljómsveit sem er tvímælalaust með efnilegustu sveitum hér á landi nú um stundir.

Björg Sveinsdóttir tók myndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband