Mánudagur, 27. febrúar 2006
Er David Irving sagnfræðingur?
Mér hefur alltaf þótt sérkennilegt þegar menn kalla David Irving sagnfræðing frekar en rithöfund. Víst hefur hann skrifað allmargar bækur um sagnfræðileg efni, en í ljósi þess að þær eru alla jafna byggðar á ósannindum og mistúlkunum hans hlýtur maður að setja spurningarmerki við sagnfræðingstitilinn. Eins má nefna að hann er ekki menntaður í fræðunum, stundaði nám í eðlisfræði minnir mig, en lauk ekki námi.
Fyrsta bók Irvings, Apocalypse 1945: The Destruction of Dresden, er gott dæmi um vinnubrögð hans. en í henni fer hann með ýmsar staðleysur um loftárásir Breta á borgina 13. febrúar 1945. (Bók Irvings er hægt að sækja ókeypis á vefsetur hans.) Irving byggir bókina að mestu á áróðri þýskra stjórnvalda, enda hófst áróðursteymi Göbbels handa tveimur dögum eftir árásina við að ýkja íbúatölur og tölur yfir fjölda fallinna. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi tóku þráðinn upp í kringum 1950 og héldu því meðal annars fram að árásin hefði verið að undirlagi Bandaríkjamanna.
Árásin á Dresden hefur alla tíð verið eitt helsta sameiningartákn nýnasista sem nýtt hafa sér rangfærslur nasista og kommúnista, aukinheldur sem ýmsir aðrir hafa orðið til að ýta undir rangtúlkun á árásinni, til að mynda bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut (sjá bókina Slaughterhouse Five). Meðal þess sem Irving og skoðanabræður hans hafa haldið á lofti er að 250.000 manns hafi látist í árásinni (sumir segja 135.000, aðrir 320.000) sem sé meira en í nokkurri loftárás sögunnar, fleiri en í Nagasaki og Hiroshima samanlagt. Eins er því haldið fram að borgin hafi verið óvarin og ekki haft neina hernaðarlega þýðingu, eiginlega verið athvarf flóttamanna fyrst og fremst.
Í nýlegri bók eftir sagnfræðinginn Frederick Taylor, Dresden: Tuesday 13 February 1945, kemur fram að staðhæfingar Irvings eru staðleysur. Víst fórust margir í Dresden-árásinni en mun færri en áður hafði verið talið, 25.000 (til samanburðar má geta þess að um 40.000 fórust í einni árás á Hamborg í júlí 1943). Eins gegndi borgin hernaðarlegu hlutverki líkt og aðrar helstu borgir Þýskalands, þar voru hergagnaverksmiðjur og stjórnstöð herflutninga á austurvígstöðvarnar. Fróðlegt viðtal við Taylor er á vef Der Spiegel. (Gaman að því að tengill á þetta viðtal barst mér í spam-pósti frá þýskum nýnasistum fyrir nokkru.)
Ólíkt David Irving er Frederick Taylor sagnfræðingur, menntaður sem slíkur og vinnur í samræmi við starfshætti sagnfræðinga. Það kom fram í réttarhöldum vegna máls sem David Irving höfðaði gegn Deborah Lipstadt og Penguin útgáfunni að Irving beitir öðrum vinnubrögðum, hann notar þær heimildir sem honum þykir henta en sleppir öðrum, setur fram tilgátur sem hann rökstyður ekki og þýðir vísvitandi vitlaust ef það hentar honum. Það er því rangt að kalla hann sagnfræðing og í raun móðgun við þá sem stunda sagnfræðileg vinnubrögð.
Í kjölfar þess að Irving var dæmdur í fangelsi í Austurríki fyrir að þræta fyrir að nasistar hafi stundað skipulagða útrýmingu á gyðingum hafa ýmsir haft orð á því að með því að dæma Irving í fanglesi fái hann frægð sem hann hafi þráð, best sé að láta sem hann sé ekki til. Að mínu viti er þetta óttalegt bull. Sömu raddir heyrðust þegar Irving höfðaði málið gegn Lipstadt og Penguin - að það að þau skyldu taka til varna hafi verið til þess falli að auka hróður Irvings, hann myndi nota tímann í réttinum til að útvarpa skoðunum sínum. Annað kom á daginn - eftir réttarhöldin var Irving rúinn ærunni (og gjaldþrota) og hefur vart borið sitt barr síðan.
Eins hafa menn haft orð á því að það sé aðför að málfrelsi að banna David Irving að halda fram sínum fáránlegu skoðunum. Mér eru minnisstæðar bækur sem ég hef lesið um fjöldamorð Hútúa á Tútsum í Rúanda 1994. Snar þáttur í morðæðinu var það er Hútúar voru hvattir til að myrða Tútsa, samlanda sína, á fjölmörgum útvarpsstöðvum. Þar lögðu menn að Hútúum að láta nú hendur skipa, æstu menn upp og hvöttu til mannvíga, lásu upp lista yfir Tútsa með heimilisföngum þeirra og lofsungu þá sem harðast gengu fram í morðunum. Þeir voru að nota málfrelsi sitt.
Fyrsta bók Irvings, Apocalypse 1945: The Destruction of Dresden, er gott dæmi um vinnubrögð hans. en í henni fer hann með ýmsar staðleysur um loftárásir Breta á borgina 13. febrúar 1945. (Bók Irvings er hægt að sækja ókeypis á vefsetur hans.) Irving byggir bókina að mestu á áróðri þýskra stjórnvalda, enda hófst áróðursteymi Göbbels handa tveimur dögum eftir árásina við að ýkja íbúatölur og tölur yfir fjölda fallinna. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi tóku þráðinn upp í kringum 1950 og héldu því meðal annars fram að árásin hefði verið að undirlagi Bandaríkjamanna.
Árásin á Dresden hefur alla tíð verið eitt helsta sameiningartákn nýnasista sem nýtt hafa sér rangfærslur nasista og kommúnista, aukinheldur sem ýmsir aðrir hafa orðið til að ýta undir rangtúlkun á árásinni, til að mynda bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut (sjá bókina Slaughterhouse Five). Meðal þess sem Irving og skoðanabræður hans hafa haldið á lofti er að 250.000 manns hafi látist í árásinni (sumir segja 135.000, aðrir 320.000) sem sé meira en í nokkurri loftárás sögunnar, fleiri en í Nagasaki og Hiroshima samanlagt. Eins er því haldið fram að borgin hafi verið óvarin og ekki haft neina hernaðarlega þýðingu, eiginlega verið athvarf flóttamanna fyrst og fremst.
Í nýlegri bók eftir sagnfræðinginn Frederick Taylor, Dresden: Tuesday 13 February 1945, kemur fram að staðhæfingar Irvings eru staðleysur. Víst fórust margir í Dresden-árásinni en mun færri en áður hafði verið talið, 25.000 (til samanburðar má geta þess að um 40.000 fórust í einni árás á Hamborg í júlí 1943). Eins gegndi borgin hernaðarlegu hlutverki líkt og aðrar helstu borgir Þýskalands, þar voru hergagnaverksmiðjur og stjórnstöð herflutninga á austurvígstöðvarnar. Fróðlegt viðtal við Taylor er á vef Der Spiegel. (Gaman að því að tengill á þetta viðtal barst mér í spam-pósti frá þýskum nýnasistum fyrir nokkru.)
Ólíkt David Irving er Frederick Taylor sagnfræðingur, menntaður sem slíkur og vinnur í samræmi við starfshætti sagnfræðinga. Það kom fram í réttarhöldum vegna máls sem David Irving höfðaði gegn Deborah Lipstadt og Penguin útgáfunni að Irving beitir öðrum vinnubrögðum, hann notar þær heimildir sem honum þykir henta en sleppir öðrum, setur fram tilgátur sem hann rökstyður ekki og þýðir vísvitandi vitlaust ef það hentar honum. Það er því rangt að kalla hann sagnfræðing og í raun móðgun við þá sem stunda sagnfræðileg vinnubrögð.
Í kjölfar þess að Irving var dæmdur í fangelsi í Austurríki fyrir að þræta fyrir að nasistar hafi stundað skipulagða útrýmingu á gyðingum hafa ýmsir haft orð á því að með því að dæma Irving í fanglesi fái hann frægð sem hann hafi þráð, best sé að láta sem hann sé ekki til. Að mínu viti er þetta óttalegt bull. Sömu raddir heyrðust þegar Irving höfðaði málið gegn Lipstadt og Penguin - að það að þau skyldu taka til varna hafi verið til þess falli að auka hróður Irvings, hann myndi nota tímann í réttinum til að útvarpa skoðunum sínum. Annað kom á daginn - eftir réttarhöldin var Irving rúinn ærunni (og gjaldþrota) og hefur vart borið sitt barr síðan.
Eins hafa menn haft orð á því að það sé aðför að málfrelsi að banna David Irving að halda fram sínum fáránlegu skoðunum. Mér eru minnisstæðar bækur sem ég hef lesið um fjöldamorð Hútúa á Tútsum í Rúanda 1994. Snar þáttur í morðæðinu var það er Hútúar voru hvattir til að myrða Tútsa, samlanda sína, á fjölmörgum útvarpsstöðvum. Þar lögðu menn að Hútúum að láta nú hendur skipa, æstu menn upp og hvöttu til mannvíga, lásu upp lista yfir Tútsa með heimilisföngum þeirra og lofsungu þá sem harðast gengu fram í morðunum. Þeir voru að nota málfrelsi sitt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vísindi og fræði, Bækur | Breytt 16.3.2006 kl. 10:20 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning