Mánudagur, 27. febrúar 2006
Hálfgert matarklám
Food & Fun hátíðin var haldin í liðinni viku og heppnaðist býsna vel að mér fannst. meðal gesta á hátíðina var bandaríski blaðamaðurinn Bryan Miller sem er þekktastur fyrir það hafa gagnrýnt veitingahús fyrir New York Times í áratug. Á sinni tíð var hann einn helsti frömuður í matreiðslufræðum vestan hafs, virtur og vinsæll og ráðgjafi fyrirmenna sem hringdu gjarnan í hann til að fá nánari ráðleggingar en hann veitti í blaðinu. Svo hátt reis frægðarsól hans að hann ákvað að hætta að skrifa til að geta þegið einhver þeirra fjölmörgu tilboða sem honum bárust en komst þá að því sér til hrellingar að tilboðin voru ekki til hans heldur til embættisins.
Ég hef ekki lesið margar umsagnir eftir Miller, enda lítið sport í því að lesa um veitingahús í borg sem maður heimsótti sjaldan í þá tíð, en man þó að mér fannst hann skemmtilega orðheppinn en einnig uppskrúfaður og upp fullur með hroka á köflum. Ég ræddi við Miller áður en hann kom hingað og fannst hann viðræðugóður, vissulega ánægður með sig eins og næstumfrægra amríkana er siður, en þó skemmtilegur.
Miller þekkti ég semsagt í gegnum stöku veitingaumsaumsagnir frá fornri tíð og eins frá uppistandi sem varð þegar hann gagnrýndi arftaka sinn fyrir að hafa "eyðilagt" arfleifð sína, fyrir að hafa dregið New York Times í fjölmenningarsvaðið í matargerð. Málið var nefnilega það að sú sem tók við af Miller, Ruth Reichl, var laus við allt matarsnobb, fannst góður matur einfaldlega góður hvort sem hann kom úr frönsku eldhúsi meistarakokks eða grillað á staðnum í kóreskri búllu.
Ég las um daginn þriðja bindið í ævisögu Ruth Reichl, Garlic and Saphires, sem var mjög skemmtileg lesning um margt. Reichl var veitingahúsagagnrýnandi dagblaðs í Kaliforníu þegar henni var boðið starf Millers og þáði það með eftirgangsmunum.
Hún kom úr allt annarri átt en Miller, hafði starfað sem kokkur í ýmsum veitingahúsum áður en hún fór að skrifa og oft eldað mat við erfiðar og jafnvek fríkaðar aðstæður. Hún er hluti af byltingarkynslóðinni, fólkinu sem ætlaði að breyta heiminum með því að hætta að borða dýran mat, rækta helst allt sjálf og gera allt sjálf, sjálfþurftasósíalistar.
Ekki er getið um það í bókinni en má nefna hér að Reichl byrjaði kornung að elda heima fyrir til að koma í veg fyrir að móðir hennar, sem haldin var geðsjúkdómi, eitraði fyrir gestum, en sjúkdómurinn hafði meðal annars þær afleiðingar að hún bar ekki skynbragð á það hvort matur væri skemmdur eða ekki og því eldaði hún oft úr dragúldnu og mygluðu hráefni.
Það kom og snemma í ljós þegar Reichl kom til starfa hjá NYT að hún passaði ekki vel inní umhverfið, en kom ekki að sök, hún fékk býsna frjálsar hendur, var treyst til að gera sjálfa sig að fífli sýndist henni svo.
Reichl komst snemma að því að hún fékk aðra þjónustu og betri á veitingahúsum en almúginn ef stjórar staðarins þekktu hana sem gagnrýnanda NYT - hún fékk betra borð, betri þjónustu, betri mat og betra vín. Það var vitanlega hið versta mál þegar hún var að taka út veitingahús, enda gat sá sem las dóma hennar ekki búist við því að fá sömu þjónustu og sama mat. Hún tók því upp á því að dulbúast, kom sér upp aukasjálfum á ýmsum aldri og þau aukasjálf, eitt byggt á móður hennar sálugri, fór fyrir hana í veitingahús til að kynnast matnum sem borin var á borð fyrir sauðsvartan almúgann.
Þessi dulargervi urðu meðal annars til þess að Reichl fækkaði stjörnunum hjá einu frægasta veitingahúsi New York borgar, Le Ciruqe, og varð til þess að Bryan Miller, sem getið er í upphafi þessa spjalls, tók að skrifa tölvupósta til manna inna blaðsins þar sem hann þrýsti á um að Reichl yrði rekin, enda væri hún að eyðileggja allt það traust á veitingahúsarýni New York Times sem hann hefði byggt upp.
Ég las það einhversstaðar að Miller hafi aldrei farið dulbúinn á veitingahús sem hann var að fjalla um, sagðist ekki hafa séð ástæðu til þess, og eftir að hafa lesið frásögn Reichl af því hvernig menn brugðust við eftir að hafa þekkt hana dregur óneitanlega úr trú minni á Miller sem gagnrýnanda.
Eins og ég nefni að ofan er bók Reichl skemmtileg um margt; skemmtileg að því leyti að hún segir skemmtilega frá uppákomum í veitingahúsabransanum í New York, segir frá fullt af forvitnilegu fólki og birtir í bókinni nokkrar ágætisuppskriftir sýnist mér (á eftir að prófa).
Gallar á bókinni eru nokkrir, til að mynda það hve frásagnir hennar af persónuleikaumskiptum við það að hún setur á sig hárkollu eru full yfirdrifnir og endurtekningar of margar. Frásögn af veislunni misheppnuðu um miðbik bókarinnar er hálf tilgangslaus þó hún byrji vel og stundum skjótast inn í bókina aukapersónur sem eru svo horfnar eins og hendi sé veifað og maður veit hvorki hvers vegna þær birtust eða hvert þær fóru.
Ég verð svo að segja að mér finnst gagnrýni hennar, en það eru birt nokkur sýnishorn af henni, óttalega leiðinleg, munúðarlegur lýsingaorðaflaumur - hálfgert matarklám. Væntanlega hefði verið í lagi að lesa einn slíkan dóm vikulega eða svo, en fullmikið að lesa þá nokkra á einu kvöldi.
Að þessu frátöldu þá er bókin hin besta skemmtun, gefur ágæta mynd af lífinu innan New York Times og góða af veitingahúsalífi í New York. þess má svo geta að lokum að Reichl hafði vit á að hætta í starfinu áður en hún lenti í því sama og Bryan Millert (ofmetnaðist) og er nú ritstjóri þess ágæta tímarits Gourmet.
Ég hef ekki lesið margar umsagnir eftir Miller, enda lítið sport í því að lesa um veitingahús í borg sem maður heimsótti sjaldan í þá tíð, en man þó að mér fannst hann skemmtilega orðheppinn en einnig uppskrúfaður og upp fullur með hroka á köflum. Ég ræddi við Miller áður en hann kom hingað og fannst hann viðræðugóður, vissulega ánægður með sig eins og næstumfrægra amríkana er siður, en þó skemmtilegur.
Miller þekkti ég semsagt í gegnum stöku veitingaumsaumsagnir frá fornri tíð og eins frá uppistandi sem varð þegar hann gagnrýndi arftaka sinn fyrir að hafa "eyðilagt" arfleifð sína, fyrir að hafa dregið New York Times í fjölmenningarsvaðið í matargerð. Málið var nefnilega það að sú sem tók við af Miller, Ruth Reichl, var laus við allt matarsnobb, fannst góður matur einfaldlega góður hvort sem hann kom úr frönsku eldhúsi meistarakokks eða grillað á staðnum í kóreskri búllu.
Ég las um daginn þriðja bindið í ævisögu Ruth Reichl, Garlic and Saphires, sem var mjög skemmtileg lesning um margt. Reichl var veitingahúsagagnrýnandi dagblaðs í Kaliforníu þegar henni var boðið starf Millers og þáði það með eftirgangsmunum.
Hún kom úr allt annarri átt en Miller, hafði starfað sem kokkur í ýmsum veitingahúsum áður en hún fór að skrifa og oft eldað mat við erfiðar og jafnvek fríkaðar aðstæður. Hún er hluti af byltingarkynslóðinni, fólkinu sem ætlaði að breyta heiminum með því að hætta að borða dýran mat, rækta helst allt sjálf og gera allt sjálf, sjálfþurftasósíalistar.
Ekki er getið um það í bókinni en má nefna hér að Reichl byrjaði kornung að elda heima fyrir til að koma í veg fyrir að móðir hennar, sem haldin var geðsjúkdómi, eitraði fyrir gestum, en sjúkdómurinn hafði meðal annars þær afleiðingar að hún bar ekki skynbragð á það hvort matur væri skemmdur eða ekki og því eldaði hún oft úr dragúldnu og mygluðu hráefni.
Það kom og snemma í ljós þegar Reichl kom til starfa hjá NYT að hún passaði ekki vel inní umhverfið, en kom ekki að sök, hún fékk býsna frjálsar hendur, var treyst til að gera sjálfa sig að fífli sýndist henni svo.
Reichl komst snemma að því að hún fékk aðra þjónustu og betri á veitingahúsum en almúginn ef stjórar staðarins þekktu hana sem gagnrýnanda NYT - hún fékk betra borð, betri þjónustu, betri mat og betra vín. Það var vitanlega hið versta mál þegar hún var að taka út veitingahús, enda gat sá sem las dóma hennar ekki búist við því að fá sömu þjónustu og sama mat. Hún tók því upp á því að dulbúast, kom sér upp aukasjálfum á ýmsum aldri og þau aukasjálf, eitt byggt á móður hennar sálugri, fór fyrir hana í veitingahús til að kynnast matnum sem borin var á borð fyrir sauðsvartan almúgann.
Þessi dulargervi urðu meðal annars til þess að Reichl fækkaði stjörnunum hjá einu frægasta veitingahúsi New York borgar, Le Ciruqe, og varð til þess að Bryan Miller, sem getið er í upphafi þessa spjalls, tók að skrifa tölvupósta til manna inna blaðsins þar sem hann þrýsti á um að Reichl yrði rekin, enda væri hún að eyðileggja allt það traust á veitingahúsarýni New York Times sem hann hefði byggt upp.
Ég las það einhversstaðar að Miller hafi aldrei farið dulbúinn á veitingahús sem hann var að fjalla um, sagðist ekki hafa séð ástæðu til þess, og eftir að hafa lesið frásögn Reichl af því hvernig menn brugðust við eftir að hafa þekkt hana dregur óneitanlega úr trú minni á Miller sem gagnrýnanda.
Eins og ég nefni að ofan er bók Reichl skemmtileg um margt; skemmtileg að því leyti að hún segir skemmtilega frá uppákomum í veitingahúsabransanum í New York, segir frá fullt af forvitnilegu fólki og birtir í bókinni nokkrar ágætisuppskriftir sýnist mér (á eftir að prófa).
Gallar á bókinni eru nokkrir, til að mynda það hve frásagnir hennar af persónuleikaumskiptum við það að hún setur á sig hárkollu eru full yfirdrifnir og endurtekningar of margar. Frásögn af veislunni misheppnuðu um miðbik bókarinnar er hálf tilgangslaus þó hún byrji vel og stundum skjótast inn í bókina aukapersónur sem eru svo horfnar eins og hendi sé veifað og maður veit hvorki hvers vegna þær birtust eða hvert þær fóru.
Ég verð svo að segja að mér finnst gagnrýni hennar, en það eru birt nokkur sýnishorn af henni, óttalega leiðinleg, munúðarlegur lýsingaorðaflaumur - hálfgert matarklám. Væntanlega hefði verið í lagi að lesa einn slíkan dóm vikulega eða svo, en fullmikið að lesa þá nokkra á einu kvöldi.
Að þessu frátöldu þá er bókin hin besta skemmtun, gefur ágæta mynd af lífinu innan New York Times og góða af veitingahúsalífi í New York. þess má svo geta að lokum að Reichl hafði vit á að hætta í starfinu áður en hún lenti í því sama og Bryan Millert (ofmetnaðist) og er nú ritstjóri þess ágæta tímarits Gourmet.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bækur | Breytt 16.3.2006 kl. 10:19 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning