Þriðjudagur, 20. maí 2008
Óteljandi grátónar
Bandaríski rithöfundurinn Nicholson Baker er líklega þekktastur fyrir bækur um hið smáa enda sló hann í gegn með sinni fyrstu bók sem byggðist á hugleiðingum manns sem er á leið upp rúllustiga til að kaupa sér skóreimar en veltir fyrir sér hvernig best sé að drekka mjólk með röri úr lítilli fernu - annað gerist ekki í bókinni. Í nýrri bók hans, Human Smoke, sem Simon & Schuster gefur út, er öllu meira undir því hún fjallar um seinni heimsstyrjöldina.
Eins og Baker rekur söguna hugðist hann skrifa bók um bandaríska þingbóksafnið á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar en áttaði sig snemma á því að hann skildi ekki stríðið, gat ekki áttað sig á hvers vegna það hófst og til hvers það var háð. Hann lagðist því í rannsóknir, tók að fletta gömlum blöðum, lesa dagbækur, endurminningar og ævisögur og segist þá hafa áttað sig á því að viðtekin söguskýring - bandamenn gripu til vopna til að verjast nánast fyrirvaralausri útþenslustefnu Þjóðverja og Japana (sem stýrt var af illmennum) - var ekki alveg rétt.
Human Smoke hefst með tilvitnun í Afred Nobel þar sem hann lýsir þeirri von sinni að dýnamítið, sem hann fann upp, verði til þess að útrýma stríði því þegar eyðingarmátturinn sé orðinn svo mikill muni menn hika við að hefja átök. Annað kom á daginn og kenning Bakers er sú að ýmsir hafi róið að því öllum árum að koma á stríði, helst iðnjöfrar og stjórnmálamenn, og leiðir til vitnis tilvitnanir í blöð og bækur sem sýna meðal annars fram á að bandamenn seldu Þjóðverjum (og Japönum) vopn og verjur á millistríðsárunum og gilti einu þó þýskir lýðræðissinnar og bandarískir gyðingar hafi þrýst á um viðskiptabann.
Einnig birtir Baker heimildir um það hve gyðingahatur var víða á Vesturlöndum; það er alkunna að Hitler hataði gyðinga, en hve margir vita að Roosevelt, Neville Chamberlain og Churchill fyrirlitu og hötuðu gyðinga líka? Málið er nefnilega það að mannkynssagan er ekki eins svart/hvít og okkur hefur verið kennt - hún er óteljandi grátónar.
Að þessu sögðu þá kemur Baker ekki að ritun bókarinnar algerlega skoðanalaus, frekar en sagnfræðingar; hann er friðarsinni og það skín líka í gegn. Það fólk sem kemur best úr þessari nýstárlegu mannkynssögu eru nefnilega friðarsinnarnir, fólk sem barðist gegn stríði frá því löngu áður en það hófst og lét ekki af sannfæringu sinni hvað sem á gekk. Hann bendir líka á að það jafnan sama fólkið og vildi liðsinna gyðingum, barðist til að mynda fyrir því að tekið yrði við börnum gyðinga í Bandaríkjunum en varð ekki ágengt vegna Roosevelt.
Það kemur væntanlega ekki á óvart að Human Smoke er þegar orðin umdeild bók og ýmsir hana þannig gagnrýnt Baker fyrir að líta framhjá því hvaða örlög milljónir manna, aðallega gyðingar hlutu fyrir tilstilli þýskra nasista (og atbeina illmenna af ólíkum þjóðum) - þau örlög hljóti að undirstrika að seinni heimsstyrjöldin hafi verið réttlátt og nauðsynlegt stríð. Segja má að svarið við þeirri gagnrýni sé að finna í bókinni því úr tilvitnunum í henni má lesa að Hitler hafi komist eins langt og raun bar vitni vegna þess að valdamenn í vesturálfu óttuðust kommúnismann (og mest af öllu kommúníska gyðinga) - menn litu framhjá geðveikisglampanum í augum Hitlers vegna þess að þeir töldu hann illskárri kost en kommúnismann.
Eins og getið er er innihald bókarinnar að mestu fengið úr dagblöðum, úrklippur, dagbókum og endurminningum og hvernig heyrist í Baker. Það er þó hann sem velur úrklippurnar og raðar þeim upp, setur atburði í samhengi og gefur til kynna framvindu eins og honum sýnist hún vera. Þetta er nýstárleg aðferð og sláandi en ekki endilega betri en aðrar aðferðir til að skrá þessa hörmungasögu, því það sem ekki er sagt skiptir oft meira máli en hitt. Gleymum því þó ekki að hann er að segja sögu sem ekki hefur verið sögð, sögu þeirra sem margir létu lífið fyrir sannfæringu sína um að manndráp væri aldrei réttlætanlegt.
Bókinni lýkur 31. desember 1941 og eins og Baker nefnir í eftirmála hennar þá voru flestir þeir sem létust í seinni heimsstyrjöldinni þá enn lifandi. Þess má geta að heiti hennar er fengið úr lýsingu eins hershöfðingja Hitlers á reykflyksunum sem bárust inn í klefa hans í Auschwitz - mannareyknum.
Eins og Baker rekur söguna hugðist hann skrifa bók um bandaríska þingbóksafnið á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar en áttaði sig snemma á því að hann skildi ekki stríðið, gat ekki áttað sig á hvers vegna það hófst og til hvers það var háð. Hann lagðist því í rannsóknir, tók að fletta gömlum blöðum, lesa dagbækur, endurminningar og ævisögur og segist þá hafa áttað sig á því að viðtekin söguskýring - bandamenn gripu til vopna til að verjast nánast fyrirvaralausri útþenslustefnu Þjóðverja og Japana (sem stýrt var af illmennum) - var ekki alveg rétt.
Human Smoke hefst með tilvitnun í Afred Nobel þar sem hann lýsir þeirri von sinni að dýnamítið, sem hann fann upp, verði til þess að útrýma stríði því þegar eyðingarmátturinn sé orðinn svo mikill muni menn hika við að hefja átök. Annað kom á daginn og kenning Bakers er sú að ýmsir hafi róið að því öllum árum að koma á stríði, helst iðnjöfrar og stjórnmálamenn, og leiðir til vitnis tilvitnanir í blöð og bækur sem sýna meðal annars fram á að bandamenn seldu Þjóðverjum (og Japönum) vopn og verjur á millistríðsárunum og gilti einu þó þýskir lýðræðissinnar og bandarískir gyðingar hafi þrýst á um viðskiptabann.
Einnig birtir Baker heimildir um það hve gyðingahatur var víða á Vesturlöndum; það er alkunna að Hitler hataði gyðinga, en hve margir vita að Roosevelt, Neville Chamberlain og Churchill fyrirlitu og hötuðu gyðinga líka? Málið er nefnilega það að mannkynssagan er ekki eins svart/hvít og okkur hefur verið kennt - hún er óteljandi grátónar.
Að þessu sögðu þá kemur Baker ekki að ritun bókarinnar algerlega skoðanalaus, frekar en sagnfræðingar; hann er friðarsinni og það skín líka í gegn. Það fólk sem kemur best úr þessari nýstárlegu mannkynssögu eru nefnilega friðarsinnarnir, fólk sem barðist gegn stríði frá því löngu áður en það hófst og lét ekki af sannfæringu sinni hvað sem á gekk. Hann bendir líka á að það jafnan sama fólkið og vildi liðsinna gyðingum, barðist til að mynda fyrir því að tekið yrði við börnum gyðinga í Bandaríkjunum en varð ekki ágengt vegna Roosevelt.
Það kemur væntanlega ekki á óvart að Human Smoke er þegar orðin umdeild bók og ýmsir hana þannig gagnrýnt Baker fyrir að líta framhjá því hvaða örlög milljónir manna, aðallega gyðingar hlutu fyrir tilstilli þýskra nasista (og atbeina illmenna af ólíkum þjóðum) - þau örlög hljóti að undirstrika að seinni heimsstyrjöldin hafi verið réttlátt og nauðsynlegt stríð. Segja má að svarið við þeirri gagnrýni sé að finna í bókinni því úr tilvitnunum í henni má lesa að Hitler hafi komist eins langt og raun bar vitni vegna þess að valdamenn í vesturálfu óttuðust kommúnismann (og mest af öllu kommúníska gyðinga) - menn litu framhjá geðveikisglampanum í augum Hitlers vegna þess að þeir töldu hann illskárri kost en kommúnismann.
Eins og getið er er innihald bókarinnar að mestu fengið úr dagblöðum, úrklippur, dagbókum og endurminningum og hvernig heyrist í Baker. Það er þó hann sem velur úrklippurnar og raðar þeim upp, setur atburði í samhengi og gefur til kynna framvindu eins og honum sýnist hún vera. Þetta er nýstárleg aðferð og sláandi en ekki endilega betri en aðrar aðferðir til að skrá þessa hörmungasögu, því það sem ekki er sagt skiptir oft meira máli en hitt. Gleymum því þó ekki að hann er að segja sögu sem ekki hefur verið sögð, sögu þeirra sem margir létu lífið fyrir sannfæringu sína um að manndráp væri aldrei réttlætanlegt.
Bókinni lýkur 31. desember 1941 og eins og Baker nefnir í eftirmála hennar þá voru flestir þeir sem létust í seinni heimsstyrjöldinni þá enn lifandi. Þess má geta að heiti hennar er fengið úr lýsingu eins hershöfðingja Hitlers á reykflyksunum sem bárust inn í klefa hans í Auschwitz - mannareyknum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 19:08
Þetta ER TEST
Ingvar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.