Fimmtudagur, 29. maí 2008
80,8% treysta borgarstjóra
Í fyrirsögn í Fréttablaðinu sl. þriðjudag sagði svo: "Fjórtán prósent bera traust til borgarstjóra" Þegar fréttin var lesin kom aftur á móti í ljós að ekki var rétt farið með.
Ef marka má graf sem blaðið birti með greininni og sést hér til hliðar, voru þátttakendur í könnuninni spurðir hvort þeir bæru mjög mikið traust til borgarstjóra, mikið traust, lítið traust, mjög lítið traust eða hvorki né, hvernig sem það síðastnefnda var annars orðað.
Samkvæmt téðu grafi treysta því 80,8% Reykvíkinga borgarstjóranum Ólafi F. Magnússyni, bara mis-mikið. Til hamingju með það Ólafur!
Ef marka má graf sem blaðið birti með greininni og sést hér til hliðar, voru þátttakendur í könnuninni spurðir hvort þeir bæru mjög mikið traust til borgarstjóra, mikið traust, lítið traust, mjög lítið traust eða hvorki né, hvernig sem það síðastnefnda var annars orðað.
Samkvæmt téðu grafi treysta því 80,8% Reykvíkinga borgarstjóranum Ólafi F. Magnússyni, bara mis-mikið. Til hamingju með það Ólafur!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 117723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðra eins hundalógik hef ég ekki séð á bloggnu áður!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:00
Ég var kannske of fljótur á mér. Þegar ég las þetta betur sá ég að þetta var grín
Ég bið forláts!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:05
Hvernig er hægt að taka blað alvarlega sem birtir svona heimskulega skoðanakönnun? Hvernig er hægt að treysta aðferðafræðinni fyrst vinnubrögðin eru svona? Þetta er alveg makalaust.
Karl (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:42
Ef hús- og meindýr eru tekin með þá er traustið 104%
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:21
Ég búandi á Akureyri geri nákvæmlega það sama og nafna hér að ofan, ég tel dagana þangað til þessi að mínu mati fullkomlega óhæfi höfuðborgarstjóri hættir. Vona að svona skandall eigi aldrei eftir að endurtaka sig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:29
Mögnuð síða hjá þér, gaman að lesa um allar þessar bækur, magnað, takk fyrir það.
Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.