Kirkja og kynjaaðskilnaður

White Trade OnlyMjög þótti mér fróðleg umræða á BBC fyrir stuttu þar sem menn vörpuðu fram þeirri spurningu hvort við ættum að sætta okkur við það að trúarbrögð fælu í sér ójafnrétti, Is it ok for religion to enshrine inequality? (Undirliggjandi vitanlega spurningin: Hvað myndum við gera við stórfyrirtæki sem sýndu sömu kynjamismunun og kirkjur/moskur?)

Kveikjan að þessari spurningu var bréf sem 1.300 prestar í ensku biskupakirkjunni skrifuðu til kirkjuyfirvalda þar sem þeir lýstu því yfir að ef konum yrði veitt biskupstign myndu þeir yfirgefa kirkjuna og til vara að þeir þurfi ekki að lúta kennivaldi kvenbiskupa.

Nú þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart að liðmenn í biskupakirkjunni séu andsnúnir konum, gleymum því ekki að hún er afkvæmi kaþólsku kirkjunnar, en fróðlegt þótti mér að hlusta á einn 1300-menninganna, prestinn Giles, að mig minnir, sem kynnti sig sem kaþólikka í ensku biskupakirkjunni (nú er ég ekki vel að mér í kirkjusögu, en í ljósi þess að á þessum kirkjum er bitamunur en ekki fjár, þykir mér líklegt að hans kennisetningar séu ekki langt frá dogma kaþólikka.

Giles fór um víðan völl í röksemdafærslu, var oft fyndinn, væntanlega án þess að ætla sér það, til að mynda þegar hann talaði um að það það að vilja verða prestur væri köllun, en konur fengju bara ekki slíka köllun.

Skemmtilegast af öllu þótti mér þó að heyra þau rök að guð hefði skapað karla og konur ólík og því ættu þau að vera ólík en jöfn, different but equal, eins og hann orðaði það. Sömu rök voru notuð af stjórnvöldum í mörgum suðurríkjum Bandaríkjanna á sjötta og sjöunda áratugnum til að rökstyðja af hverju kynþáttaaðskilnaður væri réttlætanlegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Athyglisverð umræða. Á hvaða BBC rás var þetta? Er langt síðan?

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.7.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Hæ.

Þetta var í dag. 

Podcast ekki komið inn, sjá hér: http://worldhaveyoursay.wordpress.com/.

Árni Matthíasson , 3.7.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er athyglisverð spurning sem knýr á þegar kirkjan er orðin á eftir samfélagi sem líður ekki (formlega) mismunun milli fólks af hvaða tagi sem er. Í frmhaldi af kynjamismun er umræðan um mismun vegna kynhneigðar sem mun reynast kirkjum og trúfélögum sífellt erfiðari. Sú umræða hefur átt sér stað í Noregi. kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í mínum huga er það alveg skýrt að aldrei er hægt að réttlæta ranglæti, eða mismunun sem horfir bara á kyn, ætterni, flokkatengsl og lítur framhjá því hver er hæfastur,á grundvelli trúarbragða.

Mér finnst ekki hægt að fullyrða að liðsmenn biskupakirkjunnar séu andsnúnir konum, því á ég bágt með að trúa. Hvort þeir mismuni þeim með því að velja þær ekki í biskupa- eða prestsembætti er annað mál.

Þetta er heitt mál innan margra af stóru kirkjudeildunum (lúterskra, biskupakirkjunnar og kaþólskra) með að velja konur í embætti presta og biskupa. Í bréfum Páls til Tímóteusar segir hann að hann leyfi konunni ekki að taka sér neitt vald yfir manninum.

Konur hafa aðallega valist í prestsembætti í lúterskum kirkjum og eru sjálfsagt ágætis prestar. Kirkjur verða hinsvegar að gera upp við sig þær fara hvort þær vilji fara eftir Biblíunni eða ekki. Verði síðarnefndi kosturinn ofan á eru þær ekki lengur kirkjur. Þá skiptir í mínum huga engu máli hverjir veljast í prestsembætti.

Ég er aftur á móti hlynntur því að konur sinni sálgæslu kvenna, frekar en karlar. Kynferðislegt áreiti presta hér á landi á konum og jafnvel ungum stúlkum hefur sýnt að það er nauðsynlegt.

Theódór Norðkvist, 4.7.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Árni Matthíasson

Þau rök voru einmitt nefnd að svona sé þetta bara í Biblíunni og þar sem hún sé guðs orð (vissulega skráð af körlum, en guð er víst yfir kynferði hafinn) verði því ekki breytt.

Aðspurður um hvort ekki hefðu orðið breytingar á kennisetningum Biskupakirkjunnar í gegnum tíðina (gleymum því ekki hvernig hún varð til 1534) sagði viðkomandi prestur að vissulega hefði kirkjan þróast en hún hefði ekki breyst(!).

Er það ekki rétt skilið hjá mér, Theódór að kirkjan og kennisetningar hennar hefur breyst umtalsvert frá frumkristni, meðal annars í afstöðu til kvenna? Voru menn þá ekki að fara eftir Biblíunni forðum, en eru að gera það núna?

Árni Matthíasson , 4.7.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég treysti mér ekki til að svara fyrir biskupakirkjuna. Sjálfsagt hafa kirkjur almennt breyst (eða þróast?) í afstöðu til kvenna. Á tímum Jesú nutu konur almennt ekki mikið meiri réttinda en húsdýr.

Kristur hinsvegar umgekkst konur með virðingu og treysti þeim fyrir hlutum sem körlum hafði þangað til einungis verið treyst fyrir (fréttum af upprisunni o.fl.) Lærisveinarnir reyndar trúðu þeim ekki, sennilega litið á þetta sem kerlingarugl.

Ég er ekki fróður um hvernig afstaða kaþólsku og síðar mótmælendakirkna hefur þróast til kvenna. Réttindi kvenna, s.s. til að kjósa, áunnust með kvennabaráttunni. Ég veit ekki til þess að stóru kirkjurnar hafi almennt stutt þá baráttu, kannski sumar staðið gegn henni. Ég vil þó nefna Ólafí Jóhannsdóttur sem dæmi um trúaða kristna baráttukonu fyrir réttindum kvenna.

Theódór Norðkvist, 4.7.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband