Hungri útrýmt vestan hafs

Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir óþægilegum staðreyndum er stundum betra að breyta skilgreiningu á vandamáli frekar en að ráðast að rótum þess. Dæmi um slíkt væri til að mynda ef maður skilgreindi fílfa sem garðaprýði, frekar en illgresi og sjá: óræktargarðurinn breytist í unaðsreit. Þetta kunna stjórnvöld vestan hafs vel eins og oft hefur komið í ljós - Bush og félagar hans hafa löngu komið auga a að auðveldara (og fljótlegra) er að finna upp ný orð en finna lausnir.

Síðustu fimm ár hefur þeim fjölgað vestan hafs sem ekki eiga alltaf fé til að kaupa sér fæðu þegar líkaminn kallar á nærningu. Hingað til hafa menn kallað slíkt hungur og reynt að henda reiður á hve marga þetta hendir ár hvert og tilgreint fjöldann í skýrslu sem gefin er út reglulega. Í frétt í Washington Post um daginn kemur fram að fyrir ekki svo löngu hafi verið tekin ákvörðun um að hætta að nota orðið hungur í opinberum skýrslum og samantektum, enda sé það ekki nógu "vísindalegt" og ekki til viðurkenndir mælikvarðar á fyrirbærið. Á vef Landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna er orðið hungur þannig varla að finna lengur en áður mátti sjá það notað með orðunum "fæðuöryggi" og "fæðuóöryggi", "food security" og "food insecurity".

Áður fyrr töldust þeir sem borða reglulega án þess að fá alltaf nóga næringu búa við fæðuóöryggi án hungurs. Þeir sem borðuðu ekki reglulega töldust þá búa við fæðuóöryggi með hungri. Nú er allt með öðrum brag: þeir sem ekki fá nóga fæðu til að uppfylla lágmarks næringarþörf þjást af "litlu fæðuöryggi" og þeir sem ekki fá alltaf að borða þjást af "miklu fæðuóöryggi". Semsé búið að útrýma orðinu ónákvæma hungri og setja í staðinn hin vísindalegu nákvæmu orð "mikið" og "lítið" ... og svo hljómar það svo miklu betur. (Til gamans má geta að um 35 milljónir Bandaríkjamanna búa við mikið eða lítið fæðuóöryggi, eða með öðrum orðum: 35 milljónir manna þurfta að glíma við hungur vestan hafs, mis-mikið þó. Einnig má nefna að forsetinn sjálfur hélt því fram að sögur af hungri í ríki hans, meðal annars í Texas, væru ekki sannar. Hann hefur nú eytt þeim ágreiningi.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband