Þriðjudagur, 18. apríl 2006
Flugvélamúsík
Í ferð til Lundúna fyrir stuttu hlustaði ég ekki annað á leiðinni út en nýja plötu Wilderness, Vessel States. Lokalag skífunnar, Monumental, kallaði á meira - um leið og því var lokið varð ég eiginlega að ræsa plötuna aftur.
Fleiri góð lög eru á plötunni, til að mynda upphafslag hennar, The Blood is on the Wall, og næst síðasta lagið, Gravity Bent Light, sem er frábærum trommuleik þó einfaldur sé.
Sama gerðist svo í síðustu viku er ég brá mér í stutt frí til Parísar - búinn að safna saman miklu af góðri músík á spilarann til að hlusta á á leiðinni. Þegar á reyndi komst þó ekki annað að en Wilderness ... þangað til ég píndi mig til að skipta og setti á nýju Mates of State plötuna, Bring It Back.
Best að viðurkenna það strax að ég þekkti lítið sem ekkert til Mates of State, hafði ekkert heyrt í sveitinni og hélt alltaf að hún væri gimmick-sveit, enda alltaf nefnt í viðtölum og greinum að þau væru bara tvö í sveitinni, spiluðu poppmúsík og notuðu engan gítar, 'sjáðu til: engan gítar' var endurtekið í sífellu eins og það væri einhver listrænn stimpill.
Fyrir vikið missti ég af Team Boo sem kom út 2003, en datt semsé inn í að spila Bring It Back í einskonar samviskubiti, af skyldurækni, en sú skyldurækni vék snemma fyrir ómengaðri ánægju því hér var á ferð framúrskatrandi skemmtileg indípopplata, upp fuill með húmor og fjöri, en líka þónokkurri hugsun og pælingum.
Hápunktur plötunnar var eiginlega síðasta lagið Running Out, sem er snilldarlega samið, en önnur eru lítt síðri, til að mynda Punchlines, What it Means, For the Actor, So Many Ways og Fraud in the 80's sem er ekki dæmigert fyrir sveitina, en þó dæmigert á sinn hátt. Fraud in the 80's má nálgast með því að smella hér. Alla plötuna má heyra á vefsetri útgefandans, Barsuk, með því að smella hér og nota flash-spilarann sem er efst til hægri á síðunni.
Þeir sem þekkja ekki Wilderness geta hlustað á lagið Emergency af nýju plötunni, Vessel States með því að smella hér.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.