Hver var Johnny Lim?

The Harmony Silk Factory, skáldsaga eftir malaysíska-breska rithöfundinn Tash Aw. HarperPerennial gefur út. 384 síðna kilja. Fékkst í Máli og menningu.

Sagan segir frá ómenntuðum ólæsum kínverskum verkamanni, Lim Seng Chin, sem fluttur er til Malaysíu af breskum nýlenduyfirvöldum sem ódýrt vinnuafl. Hann tekur sér nýtt nafn, Johnny Lin, eftir sjónvarpsstjörnu, og brýst til mikilla efna sem eigandi verslunarfyrirtækisins Harmony Silk Factory. Hvernig hann fór að því er aftur á móti umdeilt, eins og kemur fram í sögu hans sem þrír sögumenn segja, Jasper, eftirlifandi sonur hans, Snow, látin eiginkona hans, og Peter Wormwood, enskur vinur hans sem búið hefur í Malaysíu lungann af ævinni.

Þessir þrír sögumenn hafa hver sína sýn á Johnny Lim, Jasper hatar hann og segir sína sögu til að fletta ofan af því sem hann tekur glæpi föður síns. Snow, sem saga hennar er fengin úr dagbók hennar, er breysk og ótrú, og Wormwood er upptekinn af sjálfum sér og sínum vandamálum. Þegar frásögn þeirra þriggja er fléttuð saman bitrtist mynd af manni sem var hugmyndaríkur og handlaginn vélvirki, leiðtogi kommúnista, flugumaður Japana, margfaldur morðingi, siðlaus svartamarkaðsbraskari, dugmikil hetja, og vandræðalegur verkamaður sem gat ekki haft mök við konu sína vegna þess hve hann dáði hana.

Sonur Johnnys Lim gerir hvað hann getur til að draga fram allt það versta og ljótasta sem faðir hann hafi gert um dagana og túlkar allt á versta veg. Eiginkonan Snow er hálf flöktandi, giftist Johnny eiginlega af skyldurækni, en dagbókin, sem er að mestu frásögn hennar af sjóferð þeirra, vina og japansks njósnara, er draumkennd og óljós. Raunsannasta lýsingin kemur frá Wormwood, sem hefur þá tilfinningalegu fjarlægð sem þarf til að lýsa Johnny Lim á trúverðugan hátt, en hann er líka að skálda, ómeðvitað.

Þessi bók Tash Aw var tilnefnd til Booker-verðlaunanna síðasta haust en hlaut þau þó ekki. Hún átti tilnefninguna skilda að mínu mati, enda vel skrifuð og skemmtilega snúin. Eini galli á henni er að mér finnst frásögn Snow, í dagbók hennar, ótrúverðug. Aw tekst þó að gefa góða mynd af innviðum þeirra sem segja söguna sem er vel af sér vikið, aukinheldur sem myndin sem gefin er af Johnny Lim er líka skemmtilega brotakennd - eftir því sem líður á bókina veit maður í senn meira um Lim og minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband